Lýsing námskeiðs & skráning

Vinnustofa í atferlishagfræði (,,Nudge”)

Síðast var uppselt!

Vinnustofa sem kennir þátttakendum að nota atferlishagfræði (e. behavioural economics) eða svokallaðar hnippingar (e. nudge)  til að ná auknum árangri og bæta þjónustu.

Atferlishagfræði skipar stóran sess í allri þróun og í öllum samskiptum við viðskiptavini hjá leiðandi fyrirtækjum á borð við Google, Amazon, Facebook, Unilever og Procter & Gamble. Umrædd fyrirtæki eru sífellt að gera tilraunir með fræðunum til að hjálpa einstaklingum að velja betur eins og forstjóri Amazon, Jeff Bezos orðaði það: ,,Our success at Amazon is a function of how many experiments we do per year, per month, per week, per day.”

Stjórnvöld ríkja sem við viljum bera okkur saman við hafa á síðustu árum innleitt aðferðarfræði atferlishagfræðar við opinbera stefnumótun og lagasetningu. Ríkistjórn Bretlands starfrækir teymi ,,Behavioural Insight Team“ sem hefur það hlutverk að aðstoða ríkið og stofnanir þess við að ná meiri árangri með aðferðarfræði atferlishagfræði og hefur árangurinn vakið heimsathygli. Danmörk, Finnland, Þýskaland, Ástralía og Bandaríkin eru á meðal fleiri ríkja sem hafa lagt mikla áherslu á að atferlishagfræði sé höfð til hliðsjónar við opinbera stefnumótun og lagasetningu.

Sjá umfjöllun og viðtal við Richard Shotton í Morgunblaðinu og MBL.is hér.

Kennari:

Richard Shotton á ráðgjafafyrirtækið Astroten, sem sérhæfir sig í að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að ná árangri með atferlishagfræði. Hann hefur aðstoðað stofnanir og fyrirtæki á borð við: Google, O2, Coop, Lexus og Brewdog að ná meiri árangri með aðferðunum. Richard er jafnframt höfundur metsölubókarinnar The Choice Factory. 

Öll fyrirtæki og stofnanir geta fært sér fræðin í nyt. Í þeim liggja jafn mikil tækifæri fyrir lítinn veitingastað eins og stóran banka, sveitarfélag eða ríkisstofnun.

Dæmi um tilvik þar sem atferlishagfræði er notuð til að auka árangur:

 • Skattskil jukust um tveggja stafa tölu í Bretlandi með því að hefja innheimtubréfið á  setningunni ,,Flestir borga skattana sína á réttum tíma....
 • Með því að breyta forminu, svo einstaklingar skrái sig úr því að verða líffæragjafar á móti því að þurfa skrá sig sem líffæragjafa hafa ríki aukið hlutfall líffæragjafa úr um 6% í 95-98%.
 • 35% af sölu Amazon eru vörur sem fólk sér með skilaboðunum ,,Customers who bought this item also bought...
 • Yfir 80% af áhorfi á Netflix eru myndir og þættir sem meðmælavél Netflix hefur  lagt til að viðkomandi horfi á byggt á fyrra áhorfi.
 • The Economist jók hlutfall sölu á dýrari áskriftarleiðum úr 32% í 84% með því að bæta við áskriftarvalkosti sem engin(n) vildi.
 • Nespresso getur rukkað hærra verð fyrir kaffihylkin því fyrirtækið ber sig saman við kaffibolla á kaffihúsi, en ekki malað kaffi úr kaffivél.
 • Veitingastaður fækkaði skrópum gesta um 50% með því að spyrja viðskiptavini við borðapöntun, eftir stutta þögn: ,,Mætti ég biðja þig að láta mig vita ef þú forfallast?  

Með litlum tilkostnaði og litlum breytingum, eða hnippingu (e. Nudge), á umhverfinu eða framsetningu valkosta er hægt að auka árangur umtalsvert.

Uppbygging vinnustofunnar, sem fer fram á ensku:

 1. Introduction to behavioural science
 2. Psychology and habits
 3. Data og behavioural economics
 4. Why you need a framework
 5. Make it social
 6. Make it easy
 7. Make it attractive
 8. How to run behavioural science experiments
 9. Make it timely
 10. Recap and further resources

Hagnýt atriði:

 • Vinnustofa mánudaginn 10. maí, kennt frá 13:00 til 16:00 og 11. maí frá 9:00 til 13:00: 
 • Námið er í boði sem staðnám í snjallstofu Akademias í Borgartúni 23 og fjarnám (í beinni á netinu). Snjallkennslustofa Akademias gerir fjarnemum kleift að taka þátt í umræðum, verkefnum og læra líkt og þeir væru á staðnum.
 • Fullt verð 199.000 kr. Snemmskráningargjald 99.000 kr. Síðast var uppselt. Ekki missa af!
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is). Fyrir þátttakendur sem standa tímabundið utan vinnumarkaðar kann Vinnumálastofnun að veita styrk  fyrir námskeiðsgjaldi.
 • Kennsla fer fram á ensku.

Fyrir hverja:

Vinnustofan er fyrir stjórnendur og leiðtoga, t.a.m. frumkvöðla, opinbera starfsmenn, lögfræðinga, markaðsfólk, viðmótshönnuði, vörustjóra, upplifunarhönnuði ásamt öllum sem vilja ná meiri árangri í samskiptum við viðskiptavini eða skjólstæðinga, og þá sem koma að opinberri stefnumótun

Viltu upplýsingar um hvernig þetta nám getur styrkt þig í starfi?