Lýsing námskeiðs og skráning

Vinnustaðurinn sem vörumerki

Fyrirtæki starfa ekki einungis í samkeppni þegar kemur að vörum og þjónustu heldur einnig þegar kemur aðþví að laða að besta og hæfasta starfsfólkið.  Að hugsa vinnustaðinn sem vörumerki (e. employer branding) hefur sýnt sig vera ein besta fjárfesting sem fyrirtæki geta gert enda er gott starfsfólk gulli betra. Því er mikilvægt að fyrirtæki hafi skýrt mótaða samskiptastefnu sem tengir heildarstefnu fyrirtækisins við kostina eða ávinning þess að starfa hjá vinnustaðnum og þá möguleika sem þar eru að finna. Á þessu Föstudags námskeiði verður meðal annars farið yfir:

  • Kostir þess að hugsa vinnustaðinn sem vörumerki
  • Þróun samskiptastefnu
  • Mótun lykilskilaboða
  • Mótun ferla sem einfalda samstarf milli markaðs- og mannauðsdeilda

Námskeiðið er hugsað fyrir markaðsfólk sem og mannauðsfólk þar sem viðfangsefnið tvinnar saman viðfangsefnum beggja stétta í eina heild sem saman skapar öflugt vörumerki sem laðar að sér hæft starfsfólk til starfa og stuðlar að jákvæðu orðspori og ímynd fyrirtækisins.

Anna Margrét Gunnarsdóttir, sérfræðingur í fyrirtækja- og markaðssamskiptum og eigandi Altso samskiptaráðgjafar, hefur áralanga reynslu meðal annars frá H&M og H&M Group þar sem hún stýrði sjálfbærnisamskiptum og stórum samskiptaverkefnum. Hún hefur einnig víðtæka reynslu af fjölmiðlum, almannatengslum og krísumeðhöndlun.

Föstudags námskeið hjá Akademias eru hugsuð sem þriggja klukkustundar langir vinnustofur þar sem áherslan er lögð á afmarkað viðfangsefni undir handleiðslu sérfræðinga í því efni. Námskeiðunum lýkur alltaf með einum drykk og tækifæri til tengslamyndunar í húsakynnum Akademias.

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.

Námskeiðið er 3 klst. og lýkur með tækifæri til tengslamyndunar.

Kennsla fer fram föstudaginn 30.ágúst frá kl. 13:00-16:00

Námsgjöld: 39.900kr.

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinandi

Anna Margrét Gunnarsdóttir