Lýsing námskeiðs og skráning

Spurnaforritun með Tryggva Frey Elínarsyni

Viltu bæta færni þína í samskiptum við Chat-GPT og læra að beita spurnaforritun með markvissum hætti? „Spurnaforritun“ er hannað fyrir þá sem vilja ná tökum á að nýta möguleika ChatGPT-4 á skilvirkan hátt, allt frá grunnatriðum til flóknari aðferða. Í þessum þriggja klukkustunda námskeiði leiðir Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera, þátttakendur í gegnum ferlið við að bæta færni sína í spurnaforritun, frá því að vera byrjandi til að verða meistari.

Námskeiðið leggur áherslu á raunhæfa notkun og dýpkun þekkingar í gegnum virka þátttöku og verkefnavinnu. Þátttakendur munu læra:

  • Hvernig best er að móta og stilla fyrirspurnir til að fá áreiðanleg og nákvæm svör frá ChatGPT.
  • Aðferðir til að meta og bæta svar gervigreindar til að mæta sértækum þörfum í mismunandi aðstæðum.
  • Útfærsla á flóknum spurningakeðjum til að leysa viðamikil og margþætt verkefni.

Námskeiðið er kjörið fyrir einstaklinga sem þegar hafa grunnþekkingu á gervigreind og leita leiða til að nýta sér hana á mun dýpri og áhrifaríkari hátt í starfi og með því gera gervigreindina að hinum fullkomna aðstoðarmanni.

Tryggvi Freyr Elínarson hefur yfir 20 ára reynslu í stafrænni markaðssetningu og viðskiptaþróun. Samhliða innlendum og erlendum verkefnum hefur Tryggvi markvisst byggt upp öflug tengslanet og státar því af sterkum tengslum í innstu röðum hjá fyrirtækjum á borð við Facebook, Google, TripAdvisor, Snapchat, Tiktok, og Smartly.

Föstudags námskeið hjá Akademias eru hugsuð sem þriggja klukkustundar langir vinnustofur þar sem áherslan er lögð á afmarkað viðfangsefni undir handleiðslu sérfræðinga í því efni. Námskeiðunum lýkur alltaf með einum drykk og tækifæri til tengslamyndunar í húsakynnum Akademias.

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.

Námskeiðið er 3 klst. og lýkur með tækifæri til tengslamyndunar.

Kennsla fer fram föstudaginn 3.maí frá kl. 13:00-16:00

Ætlast er til þess að nemendur hafi aðgang að ChatGPT-4 til að hámarka virði námskeiðsins.

Námsgjöld: 39.900kr.

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinandi

Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna Datera

Hoobla - Systir Akademias