Lýsing námskeiðs og skráning

Sérfræðingur í vexti og verðmætasköpun með Blitzscaling

Árið 2018 kom út bókin Blitzscaling: The Lightning-Fast Path to Building Massively Valuable Companies. Höfundar bókarinnar voru Reid Hoffman, stofnandi Linkedin, og Chris Yeh, framtaksfjárfestir. Bókin er þegar orðin ein af þeim metsölubókum sem komið hefur úr Kísildalnum sem allir sem eru í fyrirtækjarekstri þurfa að lesa. Hún fjallar um ofurvöxt fyrirtækja og hvernig á að gera fyrirtæki skalanleg.

„The Case studies you‘re about to explore and the tools you‘re about to gain have never been more relevant. This is an ideal moment to be reading this book.“
Bill Gates, stofnandi Microsoft

„Blitzscaling shows how companies can build value for customers and shareholders in the digital age. A compelling inside view of how the new economy is being built and is transforming global business“
Sheryl Sandberg, höfundur Lean in og Option B

„I can‘t think of any other [book] that so perfectly captures the specific challenges – and opportunities – that a company faces at every stage of growth. This book shares some of the key secrets for building mission-oriented, global busiensses at speed.“ 
Brian Chesky – stofnandi og framkvæmdastjóri AirBnB

Akademias, í samstarfi við Global Scaling Academy og Blitzscaling Ventures, býður nú upp á námskeiðið Sérfræðingur í vexti og verðmætasköpun með Blitzscaling þar sem annar höfundur bókarinnar, Chris Yeh, er aðalleiðbeinandi ásamt fleirum. Þetta er einstakt tækifæri til þess að læra um hvað þarf til þess að gera fyrirtæki að vaxtarfyrirtæki og hvernig er hægt að vaxa hratt eins og einhyrningur (e. unicorn). Námskeiðið er fyrir alla þá sem koma að stjórnun og stefnumótun fyrirtækja, viðskiptaþróun og markaðsmálum.

Leiðbeinendur námsins eru um 6 – 8 talsins þar sem Chris Yeh fer fremstur í flokki. Umsjónarmenn eru Eyþór Ívar Jónsson og Jeffrey D. Abbot. Eyþór, forseti Akademias, er sérfræðingur í verðmætasköpun og uppbyggingu fyrirtækja. Hann hefur aðstoðað við að skipuleggja viðskiptamódel og vaxtarstefnu hjá mörg hundruð sprotafyrirtækjum á Norðurlöndunum í gegnum hraðla og önnur verkefni.  Eyþór er forseti Akademias og skipuleggur miniMBA og Leiðtoganám Akademias. Jeffrey er fjárfestir og sérfræðingur í aðferðafræði Blitzscaling. Hann stofnaði Blitzscaling Ventures með Chris Yea og fleirum og hefur jafnframt stýrt fjölda námskeiða og ráðstefna um Blitzscaling.

Námskeiðið Sérfræðingur í vexti og verðmætasköpun með Blitzscaling snýst um að efla færni og leikni í aðferðafræði, skipulagi og tækni í tengslum við vöxt og verðmætasköpun fyrirtækja.

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

Námskeiðið er kennt á ensku.

Leiðbeinendur:

Chris Yeh – Meðhöfundur bókarinnar Blitzscaling og framtaksfjárfestir
Jeffrey D. Abbott – framtaksfjárfestir, fyrirlesari og leiðbeinandi í Blitzscaling
Marc Gruber - markaðssérfræðingur og leiðbeinandi í Blitzscaling
Sharon Tal – markaðssérfræðingur og leiðbeinandi í Blitzscaling  
Hilmar Bragi Janusson – framkvæmdastjóri framtakssjóðsins Iðunnar
Guðjón Már Guðjónsson – Stofnandi OZ
Eyþór Ívar Jónsson – Forseti Akademias

Áfangar:

  1. Blitzscaling fyrirtæki 
  2. Hvenær á að skala fyrirtæki 
  3. Viðskiptamódel og stefnumótun 
  4. Markaðir og framlegð 
  5. Netverkskáhrif og leitni 
  6. Sjálfbær Blitzscaling 

Hagnýtar upplýsingar:

Námið er í boði sem staðnám eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námið er  18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.

Námsmat: Hópverkefni í tímum og lokaverkefni sem byggir á raunhæfu verkefni sem tengist vinnu eða áhugamáli nemenda (einstaklingsverkefni)

Námsgjöld: 290.000 kr. 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

 

 
Hoobla - Systir Akademias