Lýsing námskeiðs og skráning

Sérfræðingur í samningatækni

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að skoða samningatækni út frá ólíkum sjónarhólum og þjálfa þátttakendur í að verða betri í samningatækni sem nýtist við ólíkar aðstæður. Við semjum á hverjum degi, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Samningatækni er því hæfni sem allir þurfa að kunna skil á og geta nýtt sér. Sérstaklega er lögð áhersla á samningatækni í viðskiptum og efnahagsmálum. Einnig er farið í gegnum samskiptatækni sem getur haft áhrif á niðustöðu samninga.  

Námskeiðið byggist annars vegar á raunsögum frá erfiðum samningaferlum þar sem farið er yfir hvernig ferlið fór fram og hvernig lesið var  í stöðuna. Hins vegar byggir námskeiðið á stuttum fyrirlestrum og æfingum sem hjálpa þátttakendum við að þjálfa upp tækni og aðferðafræði sem nýtist við alls konar aðstæður.

Meðal leiðbeinenda á síðasta námskeiði voru:

Lee Buchheit - Aðalsamningamaður Íslands í Icesave deilunni.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir – Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
Stefán Eiríksson – Fv. Lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins (RUV)
Guðrún Bergsteinsdóttir - Lögmaður, sáttamiðlari og eigandi hjá LOCAL lögmenn.
Erlendur Svavarsson – Framkvæmdastjóri Cabo Verde Airlines
Kristín Edwald - Lögmaður og eigandi hjá LEX lögmannsstofa
Eyþór Ívar Jónsson - Forseti Akademias 

Listinn verður uppfærður


Umsjónaraðili námskeiðsins er dr. Eyþór Ívar Jónsson sem er einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna sem hefur verið leiðandi í MBA náminu í Copenhagen Business School í fimmtán ár og kennt MBA við fjölda háskóla. Leiðbeinendur námsins eru sérfræðingar í samningatækni. Hver áfangi hefur á bilinu 2 – 3 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum.

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

Áfangar:

  1. Ágreiningur og úrlausnir (3 klst)
    1. Samningurinn um Ísland
    2. Leikritið í samningum
    3. Hegðun fólks og ákvarðanir
  2. Samskipti og samningtækni (3 klst)
    1. Auðlindir og skipting gæða
    2. Ágreiningur og úrlausnarefni
    3. Lögfræðileg álitaefni
  3. Verðmætaaukning og gagnkvæmur ávinningur (3 klst)
    1. Fólk og sameiginlegur ávinningur
    2. Uppskipting og aukning verðmæta
    3. Sigrar til skemmri og lengri tíma
  4. Viðræður og spurningar (3 klst)
    1. Samkennd og samvinna
    2. Ferli og skipulag
    3. Síðasta orðið
  5. Greiningar á samningaferli (3 klst)
    1. Sviðsmyndir samningaviðræðna
    2. Leikritið
    3. Óvæntir atburðir
  6. Vinnustofa í samningatækni (3 klst)
    1. Æfingar í samningum
    2. Endurgjöf  
    3. Lærdómur og eftirfylgni

Hagnýtar upplýsingar

Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið eins og hentar þátttakendum hverju sinni.

Námskeiðið hefst 20. ágúst 2024

Kennt verður á þriðjudögum frá 13:00-16:00 og á miðvikudögum frá 9:00 - 12:00 í 3 vikur.

Námsmat: Hópverkefni.

Verð: 269.000 kr. 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

Akademias Executive MBA

Þetta nám er hluti af executive MBA námi Akademias.

Þetta nám er hluti af Akademias Executive MBA. Executive MBA námið er hannað fyrir metnaðarfullt fólk sem vill mennta sig fyrir tækifæri framtíðarinnar. Með því að raða saman nokkrum námum er hægt að tryggja sér Akademias Executive MBA gráðu, sjá nánar hér.

Smelltu hér ef þú vilt bóka stuttan fund við Dr. Eyþór Ívar Jónsson sem hefur umsjón með Akademias Executive MBA náminu.

 

Leiðbeinendur

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Erlendur Svavarsson. Framkvæmdastjóri Cabo Verde Airlines

Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Lee Buchheit - Aðalsamningamaður Íslands í Icesave deilunni

Stefán Eiríksson. Fv. Lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins (RUV)

Akademias Executive MBA

Þetta nám er hluti af executive MBA námi Akademias.

Þetta nám er hluti af Akademias Executive MBA. Executive MBA námið er hannað fyrir metnaðarfullt fólk sem vill mennta sig fyrir tækifæri framtíðarinnar. Með því að raða saman nokkrum námum er hægt að tryggja sér Akademias Executive MBA gráðu, sjá nánar hér.

Smelltu hér ef þú vilt bóka stuttan fund við Dr. Eyþór Ívar Jónsson sem hefur umsjón með Akademias Executive MBA náminu.

Hoobla - Systir Akademias