Lýsing námskeiðs og skráning

Sérfræðingur í fræðslustjórnun og þjálfun starfsfólks

Akademias býður upp á námskeiðið Sérfræðingur í fræðslustjórnun og þjálfun starfsfólks. Námskeiðið er hannað fyrir þá sem sjá um að skipuleggja þjálfun og fræðslu starfsfólks hjá fyrirtækjum og stofnunum. Gríðarleg þörf er fyrir skipulagða framþróun mannauðs fyrirtækja með menntun og þjálfun.

Leiðbeinendur námsins eru um 10 talsins sem eru sérfræðingar stjórnun, fræðslu og fræðslukerfum og þjálfun starfsfólks. Hver áfangi hefur á bilinu 2 – 3 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum. Umsjónarmaður er Eyþór Ívar Jónsson, hjá Akademias sem hefur leitt stjórnendaþjálfun í mörgun löndum og er jafnframt forseti Akademias og skipuleggur miniMBA og Leiðtoganám Akademias.

Námskeiðið Sérfræðingur í fræðslustjórnun og þjálfun snýst um að skapa þekkingu, færni og leikni til þess að skipuleggja og framkvæmda fræðslu- og þjálfunaráætlun fyrirtækja. Lögð er áhersla á að hjálpa þátttakendum að skapa aðferðafræði sem að virkar til þess að vekja áhuga starfsfólks á fræðslu og þjálfun sem eykur virði þeirra sem starfsfólks og fyrirtækis eða stofnunar. Farið yfir helstu fræðslukerfi, þarfagreiningar, útfærslur á þróun fræðslu og þjálfunar, lærdómsfyrirtækið og verðmætasköpun sem felst í þjálfun starfsfólks. 

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

Leiðbeinendur:
Gerður Pétursdóttir – Fræðslustjóri Isavia
Hildur Betty Kristjánsdóttir - Framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins
Aðalheiður Hreinsdóttir – Framkvæmdastjóri LearnCove 
Kolbrún Magnúsdóttir – Mannauðssérfræðingur
Valgarð Már Jakobsson - Skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ
Jón Gunnar Þórðarson - Framkvæmdastjóri BaraTala
Sverrir Hjálmarsson - Fræðsluráðgjafi hjá Akademias
Eyþór Ívar Jónsson – Forseti Akademias

Áfangar:

  1. Símenntun sem framþróun
  2. Lærdómsfyrirtækið
  3. Fræðslukerfi og uppsetning rafrænnar fræðslu
  4. Þarfagreining og fræðslustefnur
  5. Aðferðafræði og kennslufræði
  6. Verðmætasköpun með símenntun

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Nýtt námskeið hefst 5. september og kennt er á fimmtudögum 13:00 – 16:00 og föstudögum 9:00 – 12:00 í þrjár vikur

Námið er í boði sem staðnám eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námið er  18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.

Námsmat: Hópverkefni í tímum og lokaverkefni sem byggir á raunhæfu verkefni sem tengist vinnu eða áhugamáli nemenda (einstaklingsverkefni)

Námsgjöld: 269.000 kr. 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson