miniMBA
Alþjóðaviðskipti
Hefst 6.nóvember
miniMBA með áherslu á alþjóðaviðskipti og stafræn viðskipti. Námskeiðið snýst um að skapa þekkingu, færni og leikni til að eiga árangursrík og skilvirk viðskipti við meðal annars Asíu, hvor sem er sem viðskiptavinir á Íslandi eða í Asíu. Ennfremur að kunna á samskiptakerfi og tækni sem að skilar árangurríkri markaðsinngöngu og samskiptum við alþjóða viðskiptavini. miniMBA er fyrir fólk í einkageiranum, hjá hinu opinbera eða í þriðja geiranum sem vill skapa verðmæti fyrir meðal annars Austurlandabúa og byggja upp samvinnu og samskipti sem skila sér í árangursríkum viðskiptum. Í miniMBA lærir fólk um menningu og neytendur, inngöngu á nýja markaði, samfélagsmiðla og samskiptatækni, samstarfsaðilia, dreifileiðir og alþjóðlegt viðskiptaumhverfi.
Námið er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja að Íslendingar nýti sér tækifærið sem felst í alþjóðaviðskiptum við t.d Asíu, hvort sem er á Íslandi eða í Asíu. Asía er leiðandi alþjóðlegum viðskiptum og kaupmáttur þar hefur aukist verulega á undanförnum árum sem hefur ýtt undir ferðalög og neyslu á vörum og þjónustu frá Vesturlöndum.
Leiðbeinendur námsins eru sérfræðingar í viðskiptum, samskiptatækni og inngöngu á markaði. Hver áfangi hefur á bilinu 2 til 3 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum.
Umsjónarmaður er dr. Eyþór Ívar Jónsson Eyþór er einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna sem hefur verið leiðandi í MBA náminu í Copenhagen Business School í fimmtán ár og kennt MBA við fjölda háskóla. Eyþór hefur m.a. kennt við háskóla í Austurlöndum og þjálfað hundruð nemenda í alþjóðaviðskiptum.
Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum við sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.
LEIÐBEINENDUR á síðasta námskeiði:
Guðlaugur Þór Þórðarson – Utanríkisráðherra Íslands
John Clark – Yfirmaður Tencent í Evrópu
Kjeld Erik Brodsgaard - Prófessor við Copenhagen Business School
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir – Aðstoðarframkvæmdastjóri Carbon Recycling International
Ársæll Harðarson – Svæðisstjóri hjá Icelandair
Bjarni Ármannsson – Framkvæmdastjóri Iceland Seafood International
Björn Örvar Lárusson – Stofnandi og CSO hjá Orf Genetics
Meiting Quin – Nordic-China Startup Forum
Danielle Neben – Markaðsstjóri ePassi Iceland
Ólafur Stephensen – Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir – Framkvæmdastjóri Ferðaklasans á Íslandi
Haukur Harðarson – Stofnandi Arctic Green Energy
Guðmundur Arnar Guðmundsson – Akademias og fv. markaðsstjóri t.a.m. WOW air, Nova og hjá Icelandair
Eyþór Ívar Jónsson – Copenhagen Business School
Sarah Chu – Nordic Business House
Listinn verður uppfærður
ÁFANGAR
Menning og neytendur
Asía nútímans
Kauphegðun
Ferðamenn
Fyrirtækjamenning
Innganga á nýja markaði
Tenging vöru og viðskiptavinar
Inngönguleiðir á markað
Verðlagning
Inngönguáætlun
Samfélagsmiðlar og samskiptatækni
Stafrænn heimur
Samskiptaforrit
Traust og sýnileiki
Samskiptatækni
Samstarfsaðilar og dreifileiðir
Samstarfsaðilar í Asíu
Alibaba og aðrar dreifileiðir
Samningar og samningatækni
Stjórnun markaðsstarfs
Alþjóðlegt viðskiptaumhverfi
Stökkbreytingar í alþjóðlegum viðskiptum
Gjaldeyrir og greiðslumátar
Lög og reglur í viðskiptum
Alþjóðleg vaxtarfyrirtæki
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
Námið hefst 6.nóvember og er 30klst., 5 áfangar, 6 klst. hver áfangi og próf.
Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23 eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.
Kennt verður á mánudögum frá 13:00 til 16:00 og á þriðjudögum frá 09:00 til 12:00 frá 6.nóvember til og með 5.desember.
Námsmat: Einstaklingsverkefni, hópverkefni og heimapróf.
Námsgjöld 290.000 Snemmskráningartilboð: 240.000 kr.
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum asdis@akademias.is.
Guðmundur Arnar Guðmundsson, Akademias
Dr. Eyþór Ívar Jónsson