Leiðtoginn
Leiðtogi í virðisdrifinni sjálfbærni
Námskeiðið hefst 26. ágúst 2025
Tryggið ykkur sæti á námskeið með 20% afslætti til 20. júlí 2025!
Til að virkja afsláttinn er kóðinn sumar2025 settur inn í skráningarferlið og við það virkjast 20% afsláttur af námskeiðinu.
Sjálfbærni er orðin ómissandi þáttur í starfsemi fyrirtækja og stofnana – ekki aðeins vegna lagalegra og samfélagslegra krafna, heldur einnig sem lykilþáttur í virðissköpun og samkeppnishæfni til framtíðar. Á námskeiðinu ætlum við m.a. að fjalla um það hvernig fyrirtæki geta hannað viðskiptamódel sem skapa sameiginlegt virði fyrir hluthafa og samfélag. Við munum með stefnumiðaðri nálgun sýna fram á möguleikana á því að samþætta sjálfbærni í viðskiptastefnu skipulagsheilda með það að markmiði að skapa sameiginleg verðmæti.
Á þessu námskeiði öðlast þátttakendur færni og innsýn til þess að leiða sjálfbærni innan sinna skipulagsheilda, með áherslu á tilgang, stefnu og markmið. Námskeiðið veitir hagnýta þekkingu og verkfæri í verkfærakistuna til þess að nýta sjálfbærni sem drifkraft framfara og virðissköpunar – þar sem leiðtogar stuðla að raunverulegum breytingum og innleiða sjálfbærni sem órjúfanlegan hluta af kjarnastarfsemi og framtíðarsýn. Að þekkja eigin rekstur er mikilvægt.
Markmið námskeiðsins
Helstu námsþættir
Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar fagfólki og stjórnendum sem vilja efla getu sína til að leiða sjálfbærni innan skipulagsheilda – hvort sem er í einkageira, opinberum rekstri eða hjá félagasamtökum.
Námskeiðið er leitt af Evu Magnúsdóttir, stofnanda og framkvæmdastjóra Podium og dr. Eyþóri Ívari Jónssyni, forseta Akademias, sem er einn reyndasti MBA-kennari Norðurlanda.
Leiðbeinendur á fyrri námskeiðum eru meðal annars:
Námskeiðið er leitt af dr. Eyþóri Ívari Jónssyni, forseta Akademias, sem er einn reyndasti MBA-kennari Norðurlanda og Evu Magnúsdóttur, stofnanda og framkvæmdastjóra Podium.
Dr. Eyþór Ívar Jónsson, einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna sem hefur verið leiðandi í MBA náminu í Copenhagen Business School í fimmtán ár og kennt MBA við fjölda háskóla ásamt því sem hann er Vice President fyrir European Academy of Management sem er samstarfsvettvangur 50 háskóla. Eyþór hefur jafnframt stýrt námslínunni Viðurkenndir stjórnarmenn, sem er leiðandi nám í stjórnarháttum á Íslandi, í um áratug.
Eva Magnúsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Podium ehf. Hún hefur umfangsmikla reynslu úr íslensku atvinnulífi af stjórnun og stefnumótun fyrirtækja, innleiðingar sjálfbærni og samskiptamálum. Hún hefur rekið Podium í 10 ár. Eva hefur setið fjölda námskeiða um sjálfbærni og samfélagsábyrgð þar á meðal frá Harvard Business School Online, og hefur veitt ráðgjöf, kennt og haldið fyrirlestra um málefnið. Hún er með MBA gráðu í viðskiptafræði og stjórnun frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig diplóma í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla. Að auki lauk hún B.Sc gráðu í þjóðháttafræði, leikhús- og kvikmyndafræðum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð.
Þau fá til liðs við sig hóp sérfræðinga í sjálfbærni og samfélagsábyrgð frá ýmsum sviðum atvinnulífsins, meðal þeirra sem komið hafa á fyrri námskeið eru:
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
Námskeiðið hefst 26. ágúst 2025. Kennt verður í 3 vikur á þriðjudögum frá 13-16 og á miðvikudögum frá 9-12.
Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23 eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.
Námið er 18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.
Námsmat: Hópverkefni í tímum og lokaverkefni sem byggir á raunhæfu verkefni sem tengist vinnu eða áhugamáli nemenda (einstaklingsverkefni)
Námsgjöld: 269.000 kr.
Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Eva Magnúsdóttir