Leiðtoginn
Leiðtogi í strategískri uppbyggingu vörumerkja
Nýtt námskeið - Hefst 24. mars 2025
Í harðnandi samkeppni nútímans er sterkt vörumerki—ímynd og orðspor fyrirtækis eða vöru—lykillinn að velgengni. Það er ekki lengur nóg að vera sýnilegur. Vörumerki þurfa að skapa tengsl við markhópa sína, og aðra hagaðila, sem byggja upp traust til lengri tíma.
Vörumerkið er mikilvægt stefnumarkandi verkfæri sem stuðlar að langtímaárangri fyrirtækja—stöðugleika og auknum vexti. Með markvissri uppbyggingu veitir vörumerkið samkeppnisforskot sem erfitt er að líkja eftir.
Námskeiðið "Leiðtogi í strategískri uppbyggingu vörumerkja" er röð vinnustofa þar sem þátttakendur tileinka sér nútíma aðferðafræði við uppbyggingu sterkra vörumerkja. Í hverri vinnustofu er fléttað saman hagnýtri fræðslu og verklegri vinnu þar sem þátttakendur vinna m.a. með eigin vörumerki (raunveruleg eða ímynduð).
Námskeiðið er ætlað stjórnendum, markaðsfólki og öðrum sem vilja tileinka sér öflug verkfæri til að móta, byggja upp og viðhalda sterkum vörumerkjum.
Markmið námskeiðsins:
Efnisyfirlit:
Kennari
Gunnar Þorvaldsson er eigandi ráðgjafafyrirtækisins Þorvalds sem veitir stjórnendaráðgjöf á sviði stefnumótunar og strategískrar uppbyggingar vörumerkja.
Með blöndu af skapandi hugsun og strategískri nálgun hefur hann í meira en 15 ár aðstoðað fyrirtæki og stofnanir í ólíkum geirum atvinnulífsins við að byggja upp sterk vörumerki.
Gunnar þekkir af eigin raun hvernig skýr og miðlanleg strategía – sem tekur mið af öllum snertiflötum allra hagaðila við vörumerkið – getur umbreytt fyrirtækjum og tekið þau á annað stig.
Hagnýtar upplýsingar
Námskeiðið hefst 24. mars 2025 og er kennt á mánudögum 13:00 – 16:00 og þriðjudögum 9:00 – 12:00 í þrjár vikur.
Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.
Námskeiðið er 18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.
Námsmat: Einstaklingsverkefni.
Námskeiðagjald: 269.000
Fyrir nánari upplýsingar um námskeiðið hafið samband við Þórarinn Hjálmarsson hjá Akademias.
Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.
Gunnar Þorvaldsson