Lýsing námskeiðs og skráning

Leiðtogi í sjálfbærni

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja taka virkan þátt í sjálfbærniþróun innan sinna skipulagsheilda og nýta leiðtogahæfni sína til að skapa raunveruleg áhrif á samfélagið og umhverfið. Sjálfbærni og samfélagsábyrgð eru orðin lykilatriði í nútíma rekstri, þar sem viðskiptavinir, starfsmenn og samfélagið í heild krefjast aukinnar ábyrgðar af fyrirtækjum og stofnunum. Á þessu námskeiði læra þátttakendur hvernig sjálfbærni getur orðið drifkraftur fyrir framfarir og árangur, og hvernig leiðtogar geta stýrt slíkri vegferð á markvissan og áhrifaríkan hátt.

Námið býður upp á djúpa innsýn í hvernig mótun, framkvæmd og miðlun sjálfbærnistefnu getur byggt upp traust, aukið orðspor og skilað auknu virði til samfélagsins og skipulagsheildarinnar sjálfrar. Þátttakendur munu fá í hendur verkfæri og þekkingu til að leiða sjálfbærnivegferð á árangursríkan hátt og beita sér fyrir því að sjálfbærni verði hluti af kjarnastefnu skipulagsheildar.

Helstu námsþættir:

  • Grunnur sjálfbærni og samfélagsábyrgðar: Farið er í grunnskilgreiningu á sjálfbærni, tilgang hennar og hvernig hún fléttast saman við siðferði, ábyrgð og gæðastjórnun innan skipulagsheilda.
  • Þróun og miðlun sjálfbærnistefnu: Aðferðir við að skipuleggja, framkvæma og meta miðlun sjálfbærnistefnu, þar sem horft er til mismunandi markhópa, skýrra markmiða og mælikvarða.
  • Undirstöður farsællar sjálfbærniþróunar: Kynning á þáttum eins og trausti, gagnsæi, samræmi og samvinnu, sem eru lykilatriði í árangursríkri innleiðingu og miðlun sjálfbærnistefnu.
  • Verkfæri fyrir sjálfbærni í framkvæmd: Hagnýt ráð og dæmi um hvernig nýta má mismunandi miðla og tækni til að miðla sjálfbærni, s.s. í skýrslum, á vefsíðum, á samfélagsmiðlum og í fræðsluviðburðum.
  • Áhrif sjálfbærnistefnu: Aðferðir til að mæla og sýna fram á áhrif sjálfbærnistefnu á efnahagslega, félagslega og umhverfislega þætti innan skipulagsheilda.
  • Verðmætasköpun með sjálfbærni: Rýnt í hvernig sjálfbærnistefna getur skapað aukið virði fyrir skipulagsheildina, t.d. með því að byggja upp traust, bæta ánægju viðskiptavina, efla samkeppnishæfni og styrkja orðspor.

Leiðbeinendur á fyrri námskeiðum eru meðal annars:

Námskeiðið er leitt af dr. Eyþóri Ívari Jónssyni, forseta Akademias, sem er einn reyndasti MBA-kennari Norðurlanda. Hann fær til liðs við sig hóp sérfræðinga í sjálfbærni og samfélagsábyrgð frá ýmsum sviðum atvinnulífsins, meðal þeirra sem komið hafa á fyrri námskeið eru:

  • Guðlaugur Þór Þórðarson - Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra
  • Hrefna Sigfinnsdóttir - Framkvæmdastjóri CreditInfo
  • Auður H. Ingólfsdóttir - Sviðsstjóri loftslagsmála og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun
  • Aðalheiður Snæbjarnardóttir - Forstöðumaður sjálfbærni hjá Landsbankanum
  • Vicki Preibisch - VP of Sustainability hjá Controlant
  • Hrönn Ingólfsdóttir - Forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavia

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námskeiðið hefst 11. mars 2025. Kennt verður í 3vikur á þriðjudögum frá 13-16 og á miðvikudögum frá 9-12.

Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23 eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námið er  18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.

Námsmat: Hópverkefni í tímum og lokaverkefni sem byggir á raunhæfu verkefni sem tengist vinnu eða áhugamáli nemenda (einstaklingsverkefni)

Námsgjöld: 269.000 kr. 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinendur

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir

Aðalheiður Snæbjarnardóttir

Hrönn Ingólfsdóttir

Sigrún Ósk Sigurðardóttir

Vicki Preibisch

Auður H. Ingólfsdóttir