Lýsing námskeiðs og skráning

Hraðall - 90 daga umbreyting – Upphafið á nýrri vegferð!

90 daga umbreyting er hraðall til þess að efla þína vegferð í lífi og starfi með áherslu á stöðuga þjálfun og menntun sem miðar að því að grípa tækifæri framtíðarinnar. Markmiðið er að hjálpa þér að endurhugsa tilgang og markmið þín með aukinn árangur að leiðarljósi og búa til lærdómsvegferð sem miðar að framþróun í leik og starfi. Hraðallinn er samansettur með það að leiðarljósi að einstaklingar fái tæki, tól og stuðning til þess að hanna og móta sína eigin framtíð og frama.

Bóka fund

Hraðallinn samastendur af A. fimm vinnustofum (í stað- og fjarnámi), þ.m.t. upphafi hraðals og lok hraðals þar sem farið er yfir ferlið og kennt á tæki á tól sem eru notuð í hraðlinum, B. Fimm fundum með ráðgjafa sem hjálpar til við að útfæra og raungera markmið, C. Verkefnum sem fela í sér tæki og tól fyrir endurskoðun á sjálfmati og útfærslu á áskorunum. D. Þremur samhittingum í litlum hópum þar sem áskoranir eru ræddar. Einnig hafa þátttakendur aðgang að rafrænu námsefni sem tengist vegferð þeirra og tækifærum til tengslamyndunar.

Lykilþættir:

 1. Upphaf hraðals – 6. september – Í upphafi skal endinn skoða!
 2. Persónulegir fundir með ráðgjöfum
 3. Vinnustofur og námskeið
 4. Sjálfsmat og áskoranir - Verkefni
 5. Tengslanet og samhittingur
 6. Lok hraðals – 6. desember -  Upphafið á nýrri vegferð!

90 daga áætlun í grófum dráttum:

Kafli 1: (dagar 1 – 10) – Að undirbúa vegferðina

 • Áhersla á styrkleika, hugarfar og framtíðarsýn
 • Vinnustofa 1 – Upphaf hraðals – Í upphafi skal endinn skoða! – 6. september kl. 13:00 – 16:00
 • Fundur með ráðgjafa um stöðu, tilgang og markmið
 • Sjálfsmat og áskoranir sem varða styrkleika, hugarfar og framtíðarsýn

Kafli 2: (dagar 11 – 30) – Að hraða lærdómsferlinu

 • Áhersla á sérhæfð markmið, venjur og lærdómsáætlun
 • Vinnustofa 2 – Kanvas fyrir nýja vegferð – 16. september kl 9:00 – 12:00
 • Fundur með ráðgjafa: Markmið og venjur
 • Samhittingu 1 – Þátttakendur hittast í litlum hópum og ræða áskoranir
 • Sjálfmat og áskoranir sem varða góðar og slæmar venjur og lærdómsvegferð

Kafli 3: (dagar 31 – 60) – Ný hæfni og sigrar

 • Áhersla á að læra nýja hæfni, ná árangri og fagna sigrum
 • Vinnustofa 3 – Tilfinningagreind og samvinna – 14. október kl. 9:00 – 12:00
 • Fundur með ráðgjafa: Framtíðarsýn og arfleifð
 • Samhittingu 2 – Þátttakendur hittast í litlum hópum og ræða áskoranir
 • Sjálfsmat og áskoranir sem varða nýja hæfni, mælingu á árangri og endurmat

Kafli 4: (dagar 61 – 80) – Framþróun og stefna til framtíðar

 • Áherslu á að endurhugsa tækifæri framtíðarinnar
 • Vinnustofa 4 – Lífshjól og leiðarvísir – 18. nóvember kl. 9:00 – 12:00
 • Fundur með ráðgjafa: Lærdómsáætlun
 • Samhittingu 3 – Þátttakendur hittast í litlum hópum og ræða áskoranir
 • Sjálfsmat og áskoranir sem varða tækifæri og sameiginlegan ávinning

Kafli 5: (dagar 80 – 90) – Upphafið á nýrri vegferð

 • Áhersla á að skipuleggja næstu 90 daga með vegferð að leiðarljósi
 • Vinnustofa 5 – Upphafið á nýrri vegferð – 6. desember kl. 13:00 – 16:00
 • Fundur með ráðgjafa: Áætlun fyrir næstu 90 daga
 • Sjálfsmat og áskoranir sem varða endurmat á 90 dögum og tækifærum til framþróunar

Hraðallinn var upphaflega hannaður fyrir Akademias Executive MBA til þess að hjálpa nemendum að skipuleggja námsvegferð sína og nýta námið til framtíðar.

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Nýtt námskeið hefst 6. september  með vinnustofu 1. Alls eru 5 vinnustofur: Vinnustofa 1 (6. september kl. 13:00 – 16:00), Vinnustofa 2 (16. september kl. 9:00 -12:00), Vinnustofa 3 (14. október kl. 9:00 – 12:00), Vinnustofa 4 (18. Nóvember kl. 9:00 – 12:00) og Vinnustofa 5 (6. desember kl. 13:00 – 16:00). Einnig eru fundir með ráðgjöfum og samhittingur í hópum sem verða tímasettir í samráði við þátttakendur.

Námið er í boði sem staðnám eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.

Námið er  hannað sem 30 klst – 5 x þriggja klst vinnustofur, 5 x 60 mín ráðgjafarfundir, 3 x 90 mín samhittingur + heimavinnu (sjálfsmat, áskoranir og ítarefni)

Námsmat: Einstaklingsverkefni

Námsgjöld: 319.000 kr.

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

 

Leiðbeinendur

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Þórarinn Hjálmarsson