Lýsing námskeiðs & skráning

Heildræn heilsa

Byrjaðu á sjálfum þér. Andleg heilsa, líkamleg heilsa og svefn spila lykilhlutverk í velgengni. 

Námskeiðið er þríþætt og leiðbeinendur eru Indíana Nanna, Tolli Morthens og Dr. Erla Björnsdóttir. Í fyrsta hlutanum fer fer Indíana Nanna yfir líkamlega heilsu og hvernig hún tengist andlegri heilsu. Þá fjallar hún um það hvernig hvatning virki til þess að hefjast handa, halda áfram og búa til vana. Í lokin sýnir hún sniðugar hreyfingar sem hægt er að gera daglega.

Í öðrum hluta fer Tolli Morthens yfir andlega heilsu, þau hlutskipti mannsins að vera með stjórnlausan huga og hvernig það getur leitt til streitu og ójafnvægis. Þá ræðir hann um það hvernig núvitund og hugleiðsla getur stuðlað að jafnvægi og hugarró og mikilvægi sjálfskærleiks í þeirri iðkun.

Í þriðja hluta fer Dr. Erla Björns yfir það hvað sé að gerast í líkama og sál þegar við sofum og hvers vegna svefn er okkur svona mikilvægur. Hún ræðir um það hversu mikið við þurfum að sofa, áhrifin sem það hefur á okkur ef við sofum ekki nóg og hvernig við getum brugðist við svefnleysi. Í lokin fer hún yfir mikilvægar svefnvenjur sem gott er að venja sig á.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

 • Hreyfing og æfing. Hver er munurinn? Þarf að gera bæði?
 • Hvað kemur okkur af stað?
 • Hvað heldur okkur við efnið?
 • Hvernig búum við til nýjan vana?
 • Hver er heildarávinningurinn?
 • Hreyfing, hugarfar og sjálfstraust.
 • Góðar daglegar hreyfingar.
 • Hvernig heilinn hefur áhrif á okkar ómeðvituðu hegðun.
 • Undirmeðvitund og áföll.
 • Fortíðin, framtíðin og nútíðin.
 • Að leita inn á við.
 • Mikilvægi sjálfskærleiks.
 • Núvitund og hugleiðsla.
 • Tengingin á milli svefns og líkamlegrar og andlegrar heilsu.
 • Svefnmynstur og svefnstig.
 • Hvað hefur áhrif á líkamsklukkuna okkar.
 • Langvarandi svefnleysi og meðhöndlun þess.
 • Góðar svefnvenjur.

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
 • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu. 
 • Verð 39.900 kr
 • Námskeiðið er í 17 hlutum samtals og er um 2,5 klst í heildina.
 • Tilboð! Kauptu þrjú MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða fimm námskeið á 99.900 kr.
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
 • Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is

Fyrir hverja: 

Alla sem eru að fást við þá áskorun að vera manneskja og vilja bæta líðan sína í lífi og starfi. 

Leiðbeinendur:  

Indíana Nanna Jóhannsdóttir er stofnandi og yfirþjálfari GoMove Iceland. Hún býr yfir mikilli og fjölbreyttri reynslu í hóp- og fjarþjálfun, er viðurkenndur markþjálfi, hefur gefið út bókina Fjarþjálfun og er með B.A. í lögfræði frá Háskóla Íslands.

Tolli Morthens er menntaður myndlistamaður frá MHÍ 1983 og Hocshule der Kunste Berlin 1985, og starfar sem slíkur. Hann hefur iðkað Buddisma og Núvitundarhugleiðslu frá 2004 og kennt og leitt hugleiðslu í fangelsum landsins í um 17 ár. Þá hefur hann leitt tvær nefndir fyrir Félagsmálaráðuneytið um úrbætur fyrir skjólstæðinga fangelsismálastofnunar, með þáttöku annara ráðuneyta. Tolli er reynslumikill fyrirlesari um hugleiðslu en hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um hugleiðslu fyrir fyrirtæki og stofnanir eins og Íslandsbanka, Vodafone, Bónus o.fl.

Dr. Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og doktor í lif- og læknavísindum. Erla hefur sérhæft sig í rannsóknum, greiningu og meðferð á svefni og svefnvanda og er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns.

 

Leiðbeinendur

Dr. Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns

Indíana Nanna, stofnandi og yfirþjálfari GoMove Iceland

Tolli Morthens, myndlistamaður

Hoobla - Systir Akademias