Lýsing námskeiðs og skráning

Hannaðu 2023 – Markmið og árangur

 

Það er ekkert mál að setja sér markmið. Mörg okkar setja sér markmið í kringum tímamót eins og áramót. Það eru hins vegar ekki margir sem hanna vegferðina að markmiðum sínum og skipuleggja hvernig skal vinna markvisst að þeim. 

 

Á námskeiðinu verða nýttar aðferðir hönnunarhugsunar (e. design thinking) til að hanna ferli að ná árangri. Farið verður yfir markmiðasetninguna, af hverju viðkomandi markmið er valið, hvernig á að ná markmiðinu og hvaða þýðingu það hefur fyrir viðkomandi að ná markmiðinu. Einnig verður farið yfir hvernig árangur er metinn og hvort það þurfi að endurskoða eða endurbæta markmiðin.

 

Þátttakendur vinna með eigin markmið og þróa þau á námskeiðinu og hanna leið til þess að gera þau að veruleika. Þátttakendur vinna einnig saman til þess að fá hugmyndir um hvernig má hanna vegferð að markmiðum.

 

Markmiðasetning verður skoðuð út frá nokkrum sjónarhornum sem gefa heildarmynd á hvernig fólk getur náð árangri í leik og starfi. Farið verður yfir tól og tæki til að einfalda markmiðasetningu.

 

Aðferðir hönnunarhugsunar (e. design thinking) verða kynntar, aðferðirnar eru oft notaðar til þess að hanna vörur og þjónustu hjá fyrirtækjum. Að þessu sinni verða aðferðirnar yfirfærðar til að þjóna þörfum einstaklinga. Það verða gerðar æfingar, bæði í hópavinnu og einstaklingsbundið.

 

Námskeiði er fyrir þá sem vilja taka 2023 með trompi og nýta það til þess að ná árangri. Að þessu sinni verður meira lagt upp úr vegferðinni að markmiðinu heldur endanlegum árangri. Áhersla er lögð að þátttakendur geti nýtt lærdóminn af vegferðinni til þess að takast á við aðrar áskoranir í lífinu. 

 

Hannaðu þitt 2023 er á vegum Akademias og yfirumsjón hefur Ingi Björn Sigurðsson. Ingi Björn hefur aðstoða hundruði af frumkvöðla á vegferð sinni, að gera hugmyndir sínar að veruleika.

 

Tímasetning:  Kennt er í tvö skipti.

Verð: 19.900 fyrir þátttakanda

 

Leiðbeinandi

Ingi Björn Sigurðsson fjárfestingarráðgjafi

Hoobla - Systir Akademias