miniMBA: Fjármál fyrirtækja, fjártækni og árangursstjórnun
miniMBA í fjármálum fyrirtækja, fjártækni og árangursstjórnun snýst um að skapa þekkingu, færni og leikni sem tengist fjármála- og árangurslæsi stjórnenda og sérfræðinga hvort sem er í einkageiranum, hjá hinu opinbera eða í þriðja geiranum. Í miniMBA lærir fólk um mikilvægi fjártækni (fintech) fyrir breytt fjármálaumhverfi, fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja, mikilvæga árangursmælikvarða og árangursstjórnun og jafnframt drifkrafta verðmætasköpunar í heimi fjórðu iðnbyltingarinnar.
Námið er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja tryggja að Íslenskt atvinnulíf verði í farabroddi þegar kemur að fjártæknilæsi og árangursstjórnun. Fjártækni er að umbreyta fjármálamörkuðum og rekstri fyrirtækja. Stjórnendur fyrirtækja verða leggja áherslu á endurskipulagningu og árangursstjórnun í ljósi tæknibreytinga til þess að leiða fyrirtæki til framtíðar.
Nemendur fá vinnustofu í og aðgengi að hugbúnaðinum Valutico, sem er leiðandi hugbúnaður til þess að verðmeta fyrirtæki. Einn af helstu sérfræðingum Valutico, Andreas Steiner, mun fjalla um notkun hugbúnaðarins og leiða vinnustofu um notkun hugbúnaðarins.
Leiðbeinendur námsins eru 15 - 20 talsins sem eru sérfræðingar í fjármálum, fjártækni og árangursstjórnun. Hver áfangi hefur á bilinu 2 – 5 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum.
Umsjónarmaður er dr. Eyþór Ívar Jónsson, einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna sem hefur verið leiðandi í MBA náminu í Copenhagen Business School í fimmtán ár og kennt MBA við fjölda háskóla. Eyþór hefur stýrt endurskipulagningu á fyrirtækjum í tvo áratugi og stýrt hröðlum sem hafa lagt áherslu á sprotafyrirtæki í fjártækni.
Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.
Leiðbeinendur:
Marinó Örn Tryggvason - framkvæmdastjóri Kvika banki
Viðar Þorkelsson – fv. framkvæmdastjóri Valitor og Reitir
Haukur Skúlason - Framkvæmdastjóri Indó Services
Auður Björk Guðmundsdóttir - f.v. framkvæmdastjóri Two Birds ehf.
Gunnlaugur Jónsson – framkvæmdastjóri Fjártækniklasans
Narfi Snorrason - sérfræðingur í stefnumótun og þróun hjá Marel
Garðar Stefánsson - Framkvæmdastjór Rapyd í Evrópu
Hákon Stefánsson - Framkvæmdastjóri InfoCapital
Magnús Geir Þórðarson - Leikhússtjóri - Þjóðleikhúsið
Dusan Stojanovic - Stofnandi True Global Ventures og leiðandi viðskiptaengill í Evrópu.
Raul Allikivi - Stofnandi og framkvæmdastjóri GIG-A
Ian Choo - Stofnandi Ekofolio
Kristján Ingi Mikaelsson - fv. frkvstj. Rafmyntaráðs Íslands og meðstofnandi Fractal5
Áfangar:
Fjártækni til framtíðar
Bylting fjártækni
Blockchain og rafeyrir
Fjármál og tækni – tækifæri og ógnanir
Fjártæknifyrirtæki
Endurskipulagning fyrirtækja
Fjárhagsuppbygging og rekstur
Fjármögnun og framtíðarfjárfesting
Innri vöxtur, sameiningar og uppkaup
Fjárhagsleg endurskipulagning
Árangursmælikvarðar
Árangur í ólíkum víddum
Nýir mælikvarðar á árangur
Teymi, ferli og markmið
Innleiðing árangusviðmiða
Drifkraftar verðmætasköpunar
Verðmætadrifin stjórnun
Verðmat og áhrifaþættir
Verðmæti fyrir viðskiptavininn
Tækni og verðmætasköpun
Árangursstjórnun
Árangursstjórnunarkerfi
Áhættustjórnun
Áhrif umbreytinga
Árangursrík fyrirtæki
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.
Námið er 30 klst., 5 áfangar, 6 klst. hver áfangi og próf.
Kennt á miðvikudögum 13:00 - 16:00 og fimmtudögum 9:00 - 12:00 - í 5 vikur
Námsmat: Einstaklingsverkefni, hópverkefni og heimapróf.
Námsgjöld: 290.000 kr.
Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.
Leiðbeinendur
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Auður Björk Guðmundsdóttir, f.v. framkvæmdastjóri Two Birds ehf.
Viðar Þorkelsson – fv. framkvæmdastjóri Valitor og Reitir
Marinó Örn Tryggvason - framkvæmdastjóri Kvika banki
Auður Björk Guðmundsdóttir, f.v. framkvæmdastjóri Two Birds ehf.
Haukur Skúlason - Framkvæmdastjóri Indó Services
Gunnlaugur Jónsson – framkvæmdastjóri Fjártækniklasans