Lýsing námskeiðs og skráning

miniMBA - Viðskiptaráðgjafi

miniMBA Viðskiptaráðgjafi er fimm vikna þjálfun sem veitir þátttakendum tæki og tækni til að móta og þróa hæfni sína sem viðskiptaráðgjafar. Námskeiðið samþættir kenningar og hagnýt raundæmi til að byggja upp djúpan skilning á lykilatriðum viðskiptaráðgjafar, frá greiningu viðskiptaumhverfis til framkvæmda á ráðgjöf. Nemendur fá innsýn í hvernig ráðgjafar hjá McKinsey & Company, BCG, Bain & Company, KPMG, PWC og fleiri fyrirtækjum vinna.  

Helstu þættir námskeiðsins innihalda:

  • Viðskiptaráðgjöf sem atvinnugrein: Þróun atvinnugreinarinnar og viðskiptaráðgjafar sem fagsviðs.
  • Aðferðafræði: Tækni og aðferðir til að greina vandamál og leggja til lausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir.
  • Ráðgjafarfyrirtækið: Hvernig á að byggja upp ráðgjafarfyrirtæki og viðhalda áhrifaríkum samskiptum við viðskiptavini.
  • Verkefnastýring: Aðferðir í verkefnastjórnun sem tryggja skilvirkni og árangur í ráðgjafaverkefnum.
  • Fagmennska í ráðgjöf: Mikilvægi siðferðislegra viðmiða, hæfni og fagmennsku í starfi viðskiptaráðgjafa.

Kennsluaðferðir:

Námskeiðið blanda saman fyrirlestrum, umræðum, hópverkefnum og raunhæfum dæmum til að tryggja að þátttakendur öðlist bæði þekkingu og færni sem nýtist í starfi viðskiptaráðgjafa. Einnig verður boðið upp á gestafyrirlestra frá reyndum ráðgjöfum til að gefa innsýn í raunverulegar aðstæður og áskoranir í greininni.

Markmið:

Að loknu námskeiðinu munu þátttakendur hafa öðlast nauðsynlega þekkingu og færni til að hefja eða bæta starfsferil sinn sem viðskiptaráðgjafar. Þeir munu vera færir um að beita viðeigandi tækjum og aðferðum í ráðgjöf, og hafa skilning á mikilvægi siðferðislegra gilda í viðskiptum.

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.

Námið er 30 klst., 5 áfangar, 6 klst. hver áfangi og próf.

Námskeiðið hefst 28. október 2024. Kennt á mánudaga kl. 13:00-16:00 og  þriðjudaga kl. 9:00-12:00 í fimm vikur eða til 26. nóvember

Námsmat: Einstaklingsverkefni, hópverkefni og heimapróf.

Námsgjöld: 319.000 kr. 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinendur

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Þórarinn Hjálmarsson