Lýsing námskeiðs og skráning

Markaðssetning til ferðamanna

Nýtt námskeið í samstarfi við Datera, en námskeiðið einblínir á stafræna markaðssetningu til ferðamanna á neytendamarkaði (B2C). Á námskeiðinu verður farið yfir helstu þætti stafrænnar markaðssetningar en efnistök eru sérsniðin að þeim sem eru að markaðssetja vörur og þjónustu til ferðamanna, jafnt erlendra sem innlendra.

Námið er 21 kennslustund og skiptist í sjö áfanga, hver áfangi er 3 klukkustundir í senn:

  1. Þekktu markaðinn
  2. Vefurinn, miðpunktur alls
  3. Markmið og mælingar
  4. Efnissköpun og leitarvélabestun
  5. Samfélagsmiðlar og samskiptatól
  6. Auglýsingar og keypt leit
  7. Samantekt, kynningar og umræður

Umsjónarmenn námsins eru Hjalti Már Einarsson og Tryggvi Freyr Elínarson frá Datera.

Hjalti hefur markaðssett íslenska ferðaþjónustu síðan 2009, fyrst í 12 ár sem forstöðumaður markaðssviðs Nordic Visitor og sl. rúm 2 ár sem viðskiptaþróunarstjóri og meðeigandi hjá Datera, en þar hefur Hjalti m.a. unnið með PLAY, Reykjavik Excursions, Icelandia, Höldur og Sky Lagoon.

Tryggvi hefur yfir 20 ára reynslu í stafrænni markaðssetningu og viðskiptaþróun. Samhliða innlendum og erlendum verkefnum hefur Tryggvi markvisst byggt upp öflug tengslanet og státar því af sterkum tengslum í innstu röðum hjá fyrirtækjum á borð við Facebook, Google, TripAdvisor, Snapchat, Tiktok, og Smartly.

Námið hentar þeim sem starfa við markaðssetningu til ferðamanna, jafnt erlendra sem innlendra, en líka þeim sem vilja auka þekkingu sína á markaðsmálum í greininni. Námið er í boði sem staðnám og fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar).

Áfangar

Hver áfangi er byggður þannig upp að fyrst er fyrirlestur frá leiðbeinanda, svo kemur erindi frá aðila í ferðaþjónustu og loks eru umræður.

  1. Þekktu markaðinn
    • Farið verður í stuttu máli yfir námskeiðið í heild sinni og lokaverkefni kynnt. Þá skoðum við einkenni íslenskrar ferðaþjónustu, hvaða gögn séu til staðar, neytendur, samkeppni og að hverju fólk sé að leita tengt Íslandi á leitarvélum. Gestafyrirlesari og umræður.
  1. Vefurinn, miðpunktur alls
    • Farið verður yfir hlutverk vefsins, vefstjórn og skipulag, ásamt þarfagreiningu fyrir nýjan eða uppfærðan vef. Gestafyrirlesari og umræður.
  1. Markmið og mælingar
    • Google Analytics eins og flestir þekkja það hvarf á síðasta ári, vefkökur eru á útleið og persónuvernd hefur gert vef- og árangursmælingar flóknari. En gjörbreytt landslag þýðir ný tækifæri, og forskot fyrir þá sem verða fyrstir til að ná tökum á breyttu umhverfi. Farið verður yfir mikilvægi gagna og mælinga, markmiða og mælikvarða ásamt mælaborðum og ýmsum tólum og tækjum á borð við GA4 og GTM. Gestafyrirlesari og umræður.
  1. Efnissköpun og leitarvélabestun
    • “Content is King”, en það er ekki nóg að vera með gott efni ef enginn finnur það. Farið verður yfir leitarvélabestun og mikilvægi efnissköpunar, m.a. strategíu, aðferðafræði, tæki og tól ásamt nýjum hlutverkum gervigreindar. Gestafyrirlesari og umræður.
  1. Samfélagsmiðlar og samskiptatól
    • Samfélagsmiðlum og samskiptaleiðum hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum ásamt kröfu frá viðskiptavinum um að geta “tekið samtalið” næstum því hvar og hvenær sem er. Farið verður yfir tilgang og markmið samfélagsmiðla og samskiptatóla, tölvupósta og spjallmenna. Gestafyrirlesari og umræður.
  1. Auglýsingar og keypt leit
    • Það hefur líklega aldrei verið auðveldara að eyða stórum fjárhæðum í gegnum Google og Facebook án þess að sjá alvöru árangur, og því aldrei verið mikilvægra að vera með ákveðin grunnatriði á hreinu. Farið verður yfir helstu miðla, áherslur og aðferðafræði þegar kemur að keyptum birtingum, svo sem keyptri leit, display ads, Meta og önnur auglýsingakerfi. Gestafyrirlesari og umræður. 
  1. Samantekt, kynningar og umræður
    • Námskeiðið dregið saman og nemendur flytja stutta kynningu á verkefni. Gestafyrirlesari verður með erindi og tekur þátt í umræðum um áskoranir og tækifæri í markaðsstarfi í ferðaþjónustu.

Námsmat: Einstaklingsverkefni

Leiðbeinendur

Hjalti Már Einarsson, viðskiptaþróunarstjóri og meðeigandi Datera.

Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna, stofnandi og meðeigandi Datera.

Meðal gestafyrirlesara á fyrra námskeiði voru:

  • Guðmundur Lúther Hallgrímsson, digital marketing manager Blue Lagoon

  • Sigurður Valur Sigurðsson, verkefnastjóri markaðssamskipta Íslandsstofa

  • Jón Heiðar Ragnheiðarson, stofnandi Stuck in Iceland

  • Ragnheiður Haraldsdóttir, Guest experience & marketing manager, Sky Lagoon
  • Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska Ferðaklasans

  • Davíð Arnarson, ráðgjafi hjá Datera

  • Greg Perkins, CMO Travel Connect

Hagnýtar upplýsingar:

  • Námskeiðið hefst miðvikudaginn 14. janúar 2025.
  • Kennt verður á þriðjudögum kl. 13:00-16:00 og miðvikudögum frá klukkan 9:00-12:00 í 3 vikur en síðasti kennsludagur verður föstudaginn 31.janúar kl. 13:00-16:00 þar sem nemendur kynna lokaverkefni sitt.
  • Námið er 21 klst., þ.e. 7 áfangar, 3 klst. hver áfangi.
  • Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.
  • Verð: 299.000 kr. SAF-meðlimir 229.000 kr.
  • Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum asdis@akademias.is

Allar nánari upplýsingar um námið gefur Þórarinn Hjálmarsson, thorarinn@akademias.is.

Umsagnir nemenda

Sveinn Waage, Laufey Welcome Center “Námskeiðið var sérlega fróðlegt og gagnlegt. Sem stjórnandi sem hefur áralanga reynslu í markaðsmálum, umsjón vefs og samfélagsmiðla ásamt því að unnið sem ráðgjafi í samskiptum og sett saman og kennt námskeið fyrir HR, þá get ég vottað að ég lærði heilan helling. Bæði lærði ég nýja hluti og uppfærði þekkingu á öðru.“
Sveinn Waage, Laufey Welcome Center

Ólöf Birna Garðarsdóttir, Eyri Farm“Eitt er víst að fyrir námskeiðið hefði ég ekki einu sinni getað áttað mig á hvernig ætti að fóta sig í þessum frumskógi en ég tel mig hafa mun betri tilfinningu fyrir því núna og það er að mínu mati dýrmætt!”
Ólöf Birna Garðarsdóttir, Eyri Farm

Örvar B. Eiríksson, Selasetur Íslands“Fagmannlega uppsett og framkvæmt námskeið með sérfræðingum sem búa yfir yfirburðaþekkingu á viðfangsefninu. Gestafyrirlesarar komu svo með bragðgott viðbótar krydd á efnið.”
Örvar B. Eiríksson, Selasetur Íslands

 

Leiðbeinendur

Hjalti Már Einarsson, viðskiptaþróunarstjóri Datera

Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna Datera