Akademias.
  • Fræðslulausnirfyrir vinnustaði
  • miniMBAog lengri námskeið
  • Rafrænnámskeið á netinu
  • Sprettirnámslínur á netinu
  • Þekkingarþorpfræðslumiðstöðvar
  • Skrá á póstlista
  • Um Akademias
  • Innskráning
  • Tækninám
  • Leita
  • Valmynd

Sprettir

Akademias L Leiðtoginn og skipulag Áskrift af yfir 100 rafrænum námskeiðum í 12 mánuði Nánari upplýsingar
Akademias VefverslunarSprettur Nánari upplýsingar
Akademias VerkefnaSprettur Nánari upplýsingar

Stök rafræn námskeið

  • Leiðtogar, samskipti og teymi (23 námskeið)
    • Að nýta aðferðafræði Coaching fyrir stjórnendur
      • Eva Karen Þórðardóttir

      Hvernig er hægt að kveikja áhuga og drifkrafti hjá starfsfólki og hvernig getum við stýrt teymi til árangurs eru spurningar og verkefni sem margir stjórnendur standa fyrir. Coaching er eitt af helstu verkfærum stjórnandans til að ná árangri á þeim sviðum.

      Skoða námskeið

    • Að takast á við ágreining
      • Helgi Guðmundsson

      • Lára Herborg Ólafsdóttir

      Stjórnendur og starfsmenn þurfa að vera meðvitaðir um það hvernig reglur varðandi persónuvernd hafa áhrif á starfsumhverfi þeirra og hverju þarf að huga sérstaklega að í því sambandi.

      Skoða námskeið

    • Agile á hversdagsmáli
      • Helgi Guðmundsson

      Agile er viðskiptafílósófía og hreyfing sem hófst í hugbúnaðargeiranum fyrir um 20 árum síðan og hefur öðlast gífurlegar vinsældir.  Agile hugmyndir og nálganir hafa dreift sér frá hugbúnaðargerð yfir í m.a. stjórnun, mannauðsstjórnun, fjármál, markaðsetningu og sölu.

      Skoða námskeið

    • Ársreikningar
      • Haukur Skúlason

      Lestur ársreikningar snýst um að útskýra í einföldu og stuttu máli hvað ársreikningar fyrirtækja eru, hvernig þeir eru uppbyggðir og hvaða upplýsingar þeir geyma. Í seinni hluta námskeiðsins er farið yfir árshlutareikning NOVA og byggt á þeim upplýsingum sem fram komu í fyrri hlutanum. Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á ársreikningum en skortir grunn til að byggja á.

      Skoða námskeið

    • Framkoma
      • Edda Hermanns

      Öll þurfum við á einhverjum tíma að koma fram, hvort sem það eru kynningar í vinnu, stórir fyrirlestrar eða framkoma í fjölmiðlum. Framkomunámskeiðið er nytsamlegt fyrir alla sem vantar aðferðir til að efla framkomu. Farið er yfir æfingar og góð ráð. Framkomunámskeiðið er fyrir alla sem vilja verða betri í að koma fram af öryggi og efla sannfæringarkraft. Hvort sem það er á vinnustaðnum eða fyrir fjölmiðla. Hentar sérstaklega vel stjórnendum sem koma reglulega fram.

      Skoða námskeið

    • Innleiðing jafnlaunakerfa og jafnlaunavottun
      • Árný Daníelsdóttir

      • Sigríður Örlygsdóttir

      Þetta námskeið er skipt í tvennt. Aðallega er það hugsað fyrir stjórnendur en auk þess fylgir stutt kynningarnámskeið fyrir starfsfólk. Það er í lögum að öll fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli eigi að öðlast jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Það getur reynst stjórnendum fyrirtækja og stofnana erfitt að byrja ferlið að jafnlaunavottun.

      Skoða námskeið

    • Leiðtoginn og stjórnunarstílar
      • Dr. Eyþór Ívar Jónsson

      Það er nauðsynlegt að hafa öfluga leiðtoga til þess að stýra starfi fyrirtækja, stofnana og jafnvel verkefnum. Það eru auknar kröfur um að fólk sem er í stjórnendastöðum skilji að hlutverk leiðtogans getu verið mismunandi og að ólíkar aðstæður geta kallað á ólíka stjórnunarstíla. Árangursrík fyrirtæki þurfa leiðtoga sem geta leitt breytingar eða tryggt að fólk nái saman og geti skapað árangur saman.

      Skoða námskeið

    • Leiðtoginn og teymið
      • Dr. Eyþór Ívar Jónsson

      Það er mikilvægt að ungir leiðtogar fái sjálfstraust og skilning á því hvað gerir þá að góðum leiðtogum. Það er að verða til ný kynslóð af leiðtogum sem horfir annars konar á hlutverk leiðtogans en fyrri kynslóðir. Lykilatriði er að geta unnið vel með öðru fólki. Grunnurinn af því er að þekkja sjálfan sig og skilja hvernig maður þarf að stýra til þess að ná árangri.

      Skoða námskeið

    • Mannauðsstjórnun og breytingar
      • Herdís Pála Pálsdóttir

      Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð vinnu, vinnustaða, vinnuafls og vinnumarkaðar. Hvernig verður eiginlega þessi framtíð vinnu og hvernig þurfa dagleg störf stjórnenda að breytast til að styðja sem best við rekstur fyrirtækja á vinnumarkaði framtíðarinnar.

      Skoða námskeið

    • Markmiðasetning
      • Dr. Erla Björnsdóttir

      • Þóra Hrund Guðbrandsdóttir

      Á þessu námskeiði er fjallað um markmiðasetningu, tímastjórnun og venjur. Farið er vel yfir þau skref sem liggja að baki farsællrar markmiðasetningar og fjallað um ákveðnar gildrur sem algengt er að falla í þegar fólk setur sér markmið. Einnig verður farið vel yfir tímastjórnun og kenndar leiðir til að hámarka nýtingu á tíma.

      Skoða námskeið

    • Samskipti og samræður
      • Dr. Eyþór Ívar Jónsson

      Samskipti og samræður skipta gríðarmiklu máli þegar fólk er að vinna saman, hvort sem er í hópum eða deildum og sviðum. Íslendingar eru ekki þekktir fyrir góðar umræður og þurfa þess vegna, umfram aðra, að vera vakandi fyrir hvað gerir samskipti góð og samræður markvirkar.

      Skoða námskeið

    • Samskipti og tengslanet í atvinnulífi
      • Edda Hermanns

      Samskipti og tengslanet fer yfir hvernig samskipti eru að þróast á tímum tæknibreytinga á vinnumarkaði. Samhliða þeim tæknibreytingum hefur aldrei verið jafn mikilvægt að rækta tengsl við alla hagaðila og rækta tengslanet, í leik og starfi. Námskeiðið hentar þeim sem vilja rækta tengslanet sitt í leik og starfi og þurfa til þess hugmyndir eða aðferðir

      Skoða námskeið

    • Sáttamiðlun
      • Lilja

      Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreiningi þar sem hlutlaus sáttamiðlari aðstoðar aðila við að finna sínar eigin lausnir. Fjallað er um hugmyndafræði sáttamiðlunar, sáttamiðlunarferlið, hlutverk sáttamiðlara og hvaða verkfæri sáttamiðlari nýtir til þess að hjálpa fólki við að leysa úr ágreiningi sínum.

      Skoða námskeið

    • Skapandi vinnuumhverfi
      • Guðmundur Arnar Guðmundsson

      Hvað þarf til að vera leiðtogi í skapandi hugsun? Hvernig gera stjórnendur lærdóm og þekkingu hluta af menningu fyrirtæksins? Þessum spurningum og fleirum svarar Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias á námskeiðinu Skapandi vinnuumhverfi sem byggir á stöðugum lærdóm.

      Skoða námskeið

    • Stafræn umbreyting og leiðtogar
      • Dr. Eyþór Ívar Jónsson

      Stafrænar umbreytingar eru að gjörbreyta hvernig fyrirtæki starfa, hvernig neytendur versla og upplifa og hvernig starfsmenn vinna. Drifkraftur breytinga er alltaf að aukast og það er þegar ljóst að flest störf munu breytast og skapandi eyðilegging mun gera þau fyrirtæki úrelt sem leitast ekki við að breytast í takt við tímann. Það er mikil þörf fyrir stafræna leiðtoga sem skilja að stafræn umbreyting er ekki vegferð sem snýst um útlit heldur kjarnafærni fyrirtækisins.

      Skoða námskeið

    • Stefnumótun og skipulag
      • Dr. Eyþór Ívar Jónsson

      Stefnumótun og skipulag er grundvöllur fyrir árangri fyrirtækja. Án þess að hafa stefnu eiga fyrirtæki erfitt með framþróun og án skipulags sem styður stefnumótun verður stefna aldrei að veruleika. Öll fyrirtæki eiga að hafa skýra stefnu og skipulag sem styður við þá stefnu og tilgang sem gefur fólki ástæðu til þess að taka þátt í vegferðinni.

      Skoða námskeið

    • Stjórnarhættir minni og meðalstórra fyrirtækja
      • Dr. Eyþór Ívar Jónsson

      Stærstu mistökin sem minni og meðalstór fyrirtæki gera er að hafa ekki stjórn sem hefur skýrt hlutverk og viðeigandi stjórnarmenn. Námskeið hannað fyrir stjórnarmenn og framkvæmdastjóra sprotafyrirtækja og minni og meðalstórra fyrirtækja. Námskeiðið er hliðstætt við alþjóðlegt námskeið sem dr. Eyþór Ívar Jónsson hefur hannað og stýrt í Svíþjóð og Danmörku um árabil.

      Skoða námskeið

    • Stjórnarhættir og sjálfbærni fyrirtækja
      • Dr. Eyþór Ívar Jónsson

      Stjórnarhættir fyrirtækja skipta sífellt meira máli enda er ákvörðunarvald fyrirtækja hjá stjórnum fyrirtækja. Víðast hvar skortir verulega upp á fagmennsku í íslenskum stjórnum og lítill skilningur á mikilvægi þess að nálgast sjálfbærni með sérstökum áhuga í stjórnum. Grunnurinn að árangursríkum fyrirtækjum er að hafa stjórn sem hefur virði fyrir félagið.

      Skoða námskeið

    • Stjórnun lykilverkefna og markmiðasetning með OKR
      • Ólafur Örn Nielsen

      Á námskeiðinu er farið ofan í aðferðafræði OKR eða "Objectives & Key Results" sem hefur hjálpað fyrirtækjum á borð við Google, Amazon og Spotify að framkvæma stefnu með skýrum, sýnilegum og mælanlegum hætti.

      Skoða námskeið

    • Straumlínustórnun (lean) á hversdagsmáli
      • Helgi Guðmundsson

      Lean er hugtak sem margir kannast við að hafa heyrt um, oftast í sambandi við að gera verkferla í framleiðslu skilvirkari.  Umfram það eiga flestir erfitt með að útskýra hvað þetta felur í sér og margir upplifa tungumálið sem fjarlægt og jafnvel flókið.

      Skoða námskeið

    • Tilfinningagreind og hluttekning
      • Dr. Eyþór Ívar Jónsson

      Tilfinningargreind er síðfellt að verða mikilvægari hæfni í leik og starfi þar sem samvinna og samstarf fólks skiptir sköpum. Tilfinningagreind (EQ) hefur jafnframt verið tengd við árangur í leik og starfi, vel umfram það sem hefðbundin greind (IQ) skilar. Þegar teymisvinna fer vaxandi í fyrirtækjum þá er mikilvægt að stjórnendur og allir þátttakendur hafi tilfinningagreind til þess að auka líkur á árangursríkri teymisvinnu.

      Skoða námskeið

    • Tímastjórnun og skipulag funda
      • Dr. Eyþór Ívar Jónsson

      Lærðu einfalda tímastjórnun og hvernig á að skipuleggja árangursríka fundi

      Skoða námskeið

    • Verkefnastjórnun og skipulag
      • Dr. Eyþór Ívar Jónsson

      Verkefnastjórnun verður sífellt mikilvægari í fyrirtækjum og félögum. Það er þörf fyrir verkefnastjóra sem geta skilgreint, mótað, skipulagt og framkvæmt verkefni sem skila raunverulegum ávinningi. Það er gríðarleg sóun hjá fyrirtækjum fólgin í því að verkefni eru illa undirbúin og ekki vel stjórnað. Sóunin getur verið allt að 65% samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum. Ný og betri nálgun á verkefnastjórnun er lykillinn að því að efla árangur verkefnastjórnunar.

      Skoða námskeið

  • Þjónusta, sala og markaðssetning (13 námskeið)
    • Almannatengsl, samskipti við fjölmiðla og krísustjórnun
      • Grétar Theodórsson

      Á námskeiðinu lærir þú grunnatriði almannatengsla og hvernig þau nýtast fyrirtækjum í samskiptum við sína markhópa.

      Skoða námskeið

    • Auglýsingakerfi Facebook & Instagram
      • Arnar Gísli Hinriksson

      Lærðu að ná meiri árangri með auglýsingum á Facebook og Instagram. Þátttakendur öðlast hagnýta þekkingu á að beita auglýsingakerfi Facebook og djúpan skilning á öllum þeim eiginleikum sem auglýsingakerfið býður uppá.

      Skoða námskeið

    • Google Ads
      • Haukur Jarl Kristjánsson

      Námskeiðið er metnaðarfyllsta Google Ads námskeið sem hefur verið í boði á Íslandi. Kennarinn, Haukur Jarl, starfar hjá Pipar en þau fengu nýlíega 11 tilnefningar á European Search Awards.

      Skoða námskeið

    • Growth hacking
      • Guðmundur Arnar Guðmundsson

      Growth hacking er að umbylta markaðsdeildum og markaðsstarfi. Leiðandi fyrirtæki eins og Tesla, Facebook, Uber, Airbnb, Pintrest og íslensk fyrirtæki líkt og Arion Banki, Grid og CCP hafa byggt markaðsstarf og nýsköpun á aðferðafræðinni sem hefur hjálpað þeim að ná miklum árangri.

      Skoða námskeið

    • Ofurþjónusta
      • Pétur Jóhann Sigfússon

      • Guðmundur Arnar Guðmundsson

      Að skapa einstaka og eftirminnilega þjónustuupplifun fyrir viðskiptavini er lykilþáttur í árangri fy

      Skoða námskeið

    • Pipedrive

      Pipedrive er einfalt en öflugt tól til að styðja við sölu til fyrirtækja. Hlutverk Pipedrive er að leiða söluteymi í gegnum söluferli og auka líkurnar á því að sala lokist. Pipedrive er einnig með flottar skýrslur til að fylgjast með árangri. Nova notar sjálft Pipedrive til að styðja við sína sölu og munu tveir starfskraftar Nova sýna hvernig það er notað.

      Skoða námskeið

    • Póstlistar með Mailchimp
      • Bjarni Ben

      Hámarkaðu árangur tölvupósta til viðskiptavina. Póstlistar eru meðal öflugustu markaðstóla fyrirtækja en ekki alltaf nýttir til fulls. Á þessu námskeiði verður farið yfir bestu leiðirnar í vali á kerfum, hönnun á tölvupóstum, sendingum, eftirfylgni og greiningum á árangri.

      Skoða námskeið

    • Sala og sölutækni
      • Guðmundur Arnar Guðmundsson

      Þjálfun sölumanna og söluteyma er oft lykillinn að því að auka tekjur og getur því verið besta fjárfesting fyrirtækja.

      Skoða námskeið

    • Samningatækni FBI
      • Guðmundur Arnar Guðmundsson

      Á námskeiðinu læra þátttakendur samningatækni FBI.  Tæknina notar FBI til að mynda í samningaviðræðum við hryðjuverkamenn og aðra glæpamenn. Í slíkum aðstæðum er ekki hægt að loka samningum með því að setja ,,þú getur 2 gísla, og ég 2, erum við þá ekki sátt?“.  Allt annað en að ná öllum gíslunum er óásættanlegt.

      Skoða námskeið

    • Stjórnun markaðsstarfs
      • Guðmundur Arnar Guðmundsson

      • Dr. Eyþór Ívar Jónsson

      Öll fyrirtæki þurfa stöðugt að endurhugsa markaðsstarfið sitt. Kauphegðun er alltaf að breytast bæði á neytenda- og fyrirtækjamarkaði. Bæði til skamms og langtíma. Það sem neytendur urðu að eiga í gær verður óþarfi í dag.

      Skoða námskeið

    • Söluþjálfun B2B
      • Ófeigur Friðriksson

      Markmið þessa sölunámskeiðs er að hjálpa sölufulltrúum að skilja af hverju við erum ekki að loka sölutækifærum sem blasa við okkur. Námskeiðið hjálpar söluráðgjöfum að líta inná við og taka ábyrgð á eigin árangri í stað þess að firra sig ábyrgð og búa til afsakanir. Farið er í mikilvægi þess að tileinka sér einfalt og kraftmikið skipulag auk þess sem við getum náð ótrúlegum árangri með því að æfa næstu skref til þess að mæta betur undirbúin.

      Skoða námskeið

    • Tekjustýring og verðlagning
      • Stefnir Agnarsson

      Námskeið, í samstarfi við SAF, fyrir þá sem vilja læra verðlagningu og tekjustýringu með sérstaka áherslu á hótel og gististaði.

      Skoða námskeið

    • Textaskrif fyrir vefsíður til að ná árangri á Google
      • Berglind Ósk

      Við setjum upp vefsíður til að fólk geti nálgast upplýsingar og jafnvel framkvæma ýmsar aðgerðir. Til þess að setja fram upplýsingarnar á sem besta máta er nauðsynlegt að skilja notendur okkar: hvaða fólk er að nota vefsíðuna, til hvers og af hverju? Þá getum við hafist handa að skrifa texta í okkar rödd og tón á sem auðskiljanlegastan hátt. Berglind Ósk er notendamiðaður textasmiður sem leiðir okkur í gegnum bestu leiðir til að skrifa góðan texta fyrir vefinn.

      Skoða námskeið

  • Heilsuefling (10 námskeið)
    • Andleg heilsa með Tolla Mortheins
      • Tolli Morthens

      Byrjaðu á sjálfum þér. Andleg heilsa, líkamleg heilsa og svefn spila lykilhlutverk í velgengni. Námskeiðið er þríþætt og leiðbeinendur eru Indíana Nanna, Tolli Morthens og Dr. Erla Björnsdóttir. Í fyrsta hlutanum fer fer Indíana Nanna yfir líkamlega heilsu og hvernig hún tengist andlegri heilsu. Þá fjallar hún um það hvernig hvatning virki til þess að hefjast handa, halda áfram og búa til vana. Í lokin sýnir hún sniðugar hreyfingar sem hægt er að gera daglega.

      Skoða námskeið

    • Betri svefn með Dr. Erlu Björnsdóttir
      • Dr. Erla Björnsdóttir

      Byrjaðu á sjálfum þér. Andleg heilsa, líkamleg heilsa og svefn spila lykilhlutverk í velgengni. Námskeiðið er þríþætt og leiðbeinendur eru Indíana Nanna, Tolli Morthens og Dr. Erla Björnsdóttir. Í fyrsta hlutanum fer fer Indíana Nanna yfir líkamlega heilsu og hvernig hún tengist andlegri heilsu. Þá fjallar hún um það hvernig hvatning virki til þess að hefjast handa, halda áfram og búa til vana. Í lokin sýnir hún sniðugar hreyfingar sem hægt er að gera daglega.

      Skoða námskeið

    • Jóga fyrir jafnvægi í hraða nútíma samfélags
      • Addý

      Að staldra við í amstri dagsins og gera stuttar öndunaræfingar eða jógaæfingar hjálpar til við að ná jafnvægi og hamingju í hraða nútíma samfélags. Jóga æfingar koma blóðflæði af stað og skerpir fókus. Það er ótrúlegt hvað jóga og meðvituð öndun hefur róandi áhrif á taugakerfið og getur dregið úr stressi.

      Skoða námskeið

    • Kulnun, þekktu einkennin

      Skoða námskeið

    • Líkamleg heilsa með Indíönu Nönnu Jóhannsdóttur
      • Indíana Nanna Jóhannsdóttir

      Byrjaðu á sjálfum þér. Andleg heilsa, líkamleg heilsa og svefn spila lykilhlutverk í velgengni. Námskeiðið er þríþætt og leiðbeinendur eru Indíana Nanna, Tolli Morthens og Dr. Erla Björnsdóttir. Í fyrsta hlutanum fer fer Indíana Nanna yfir líkamlega heilsu og hvernig hún tengist andlegri heilsu. Þá fjallar hún um það hvernig hvatning virki til þess að hefjast handa, halda áfram og búa til vana. Í lokin sýnir hún sniðugar hreyfingar sem hægt er að gera daglega.

      Skoða námskeið

    • Mátturinn í næringunni
      • Elísa Viðarsdóttir

      Hvernig getum við tekið lítil skref í átt að bættum lífsstíl, hver er mátturinn í matnum og hver er ávinningurinn af því að lifa heilsusamlegra lífi?

      Skoða námskeið

    • Núvitund
      • Anna Dóra Frostadóttir

      Á örnámskeiðinu er núvitund kynnt og helstu ástæður fyrir því að við höfum þörf fyrir að þjálfa hana í nútímasamfélagi. Fjallað er um hvað felst í núvitundarþjálfun og helstu ávinningar hennar, eins og aukin hugarró, einbeiting, bætt samskipti og minni streita, sem skilar sér í aukinni vellíðan bæði í lífi og starfi.

      Skoða námskeið

    • Qigong - Skapandi mannauður í lífsorku og gleði
      • Þorvaldur Ingi Jónsson

      Qi (Chi) er lífsorkan. Í 5.000 ár hafa Kínverjar stundað Qigong til heilsueflingar og til lækninga. Æfingarnar byggja á djúpri Qigong öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, í samhljómi við nærandi hugleiðslu. Þær heila og styrkja líkamlegt og andlegt heilbrigði.

      Skoða námskeið

    • Rétt líkamsbeyting og vellíðan í vinnu
      • Ásgerður Guðmundsdóttir

      Langar þig að læra að stilla starfsaðstöðuna þína frá a-ö og þar með draga markvisst úr vöðvabólgu og streitu?

      Skoða námskeið

    • Sigraðu streituna
      • Helga Hrönn Óladóttir

      Hver er muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu? Til þess að geta áttað sig á sínum eigin tilfinningum og komið í veg fyrir það að maður brenni út er gott að kunna skil á þessum atriðum.

      Skoða námskeið

  • Hugbúnaður og upplýsingatækni (42 námskeið)
    • Facebook Workplace
      • Hermann Jónsson

      Lærðu að nota Facebook Workplace í samskipti og samvinnu

      Skoða námskeið

    • Fjarvinna með Teams
      • Guðný Halla Hauksdóttir

      Námskeiðið fjallar um verkefni og verkefnastýringu á tímum fjarvinnu, sem hefur margaukist útaf sottlu. Notað er fjarvinnutólið Microsoft Teams til að halda utan um alla þræði verkefnisins. Teams hefur mjög marga kosti og getur auðveldlega komið í staðinn fyrir samskiptaforrit og geymslustaði fyrir gögn.

      Skoða námskeið

    • Flow í Microsof
      • Hermann Jónsson

      Þetta er stutt kynning á Flow fyrir þá sem vilja vita hvað Flow er. Við sýnum hvernig hægt er að búa til einföld flæði (flow) sem geta nýst okkur í vinnunni.

      Skoða námskeið

    • Gervigreind og snjallar lausnir - Framtíðin er gagnadrifin-
      • Brynjólfur Borgar Jónsson

      Á námskeiðinu er fjallað um tækni- og viðskiptalegan grunn gagnadrifinna og snjallra lausna. Þjónustufyrirtæki sem við þekkjum, t.d. Amazon, Spotify og Netflix, nýta þessa tækni til þess að þjóna viðskiptavinum betur og bæta samkeppnishæfni.

      Skoða námskeið

    • Google workspace djúpköfun
      • Atli Stefán Yngvason

      Google Workspace er öflug skrifstofusvíta full af hugbúnaði til að einfalda og bæta rekstur fyrirtækja. Workspace fæddist á Netinu og býr því öll þar. Workspace hét áður Google Apps og svo G-Suite. Svítan talar vel við aðrar lausnir á Netinu og er hægt að tengja hana við ýmislegt. Það eru um 6 milljón fyrirtæki og 120 milljón nemendur sem nota Workspace í dag. Workspace býður upp á póst, spjall, fjarfundi, ritvinnslu, glærugerð, gluggareikni, gagnasvæði og ýmislegt fleira sniðugt. En hvernig er best að nýta sér Workspace og stilla það?

      Skoða námskeið

    • Jira fyrir stjórnendur
      • Sandra Axelsdóttir

      Á þessu námskeiði er farið yfir allt það helsta sem gott er að kunna skil á þegar Jira er stillt að þörfum hvers fyrirtækis. Áhersla er á þær stillingar sem eru eins fyrir Jira Server, Data Center or Cloud, eins og project stillingar (workflows, screens, permissions, notification ofl.), almennar global stillingar, réttindastillingar og fleira.

      Skoða námskeið

    • Jira þjónustustjórnun
      • Sandra Axelsdóttir

      Á þessu námskeiði er farið yfir allar Project stillingar fyrir Jira Service Management Projects (JSM). Til að komast í allar þessar stillingar þarf Jira administrator réttindi.

      Skoða námskeið

    • Lærðu að búa til vefsíðu Squarespace
      • Einar Þór Gústafsson

      Vilt þú læra að búa til flottan vef með litlum sem engum tilkostnaði? Vilt þú hafa einfalda leið til að uppfæra efni og bæta við upplýsingum á vefnum þínum? Vilt þú sleppa við tæknilegt vesen og bras við vefþjóna og hýsingu? Þá er vefsíðugerð í Squarespace fyrir þig.

      Skoða námskeið

    • MacOS Monterey
      • Hermann Jónsson

      Á þessu námskeiði skoðum við nýjustu útgáfuna af macOS stýrikerfinu: Monterey.

      Skoða námskeið

    • Microsoft 365 á Apple Tölvu
      • Hermann Jónsson

      Stutt yfirferð yfir uppsetningu á Office 365 á Apple tölvu. Gert er ráð fyrir að nemendur séu kunnugir Office 365, en vilja kynna sér muninn á því að setja upp Office 365 á MacOS í stað Windows.

      Skoða námskeið

    • Microsoft Delve
      • Hermann Jónsson

      Hvað er Delve og hvernig nýtist það mér í starfi? Á þessu námskeiði er farið í grunnþætti Delve og hvernig það nýtist okkur í starfi.

      Skoða námskeið

    • Microsoft Excel grunnur
      • Hermann Jónsson

      Á Þessu námskeiði verður farið í það helsta sem Excel hefur upp á að bjóða. Markmiðið er að nemendur nái tökum á töflureikni, útreikningum og meðhöndlun gagna og geti nýtt sér Excel á sem breiðastan hátt.

      Skoða námskeið

    • Microsoft Excel Pivot töflur
      • Hermann Jónsson

      Hér lærum við að búa til Pivot töflur og hvernig þær virka.

      Skoða námskeið

    • Microsoft Excel vefviðmótið
      • Hermann Jónsson

      Á þessu námskeiði förum við í muninn á Excel forritinu og Excel Online. Þetta er EKKI full kennsla á Excel, heldur eingöngu verið að sýna hvernig Excel Online er frábrugðið forritinu og hvaða kosti og galla Online útgáfan hefur.

      Skoða námskeið

    • Microsoft Forms
      • Hermann Jónsson

      Skoða námskeið

    • Microsoft Lists
      • Hermann Jónsson

      Microsoft Lists er hluti af Office 365 og er sniðugt tól til að halda utan um gögn og upplýsingar. Microsoft List býður upp á mismunandi viðmót á listum og einnig er hægt að setja á áminningar sem láta þig vita þegar breytingar eru gerðar í listanum.

      Skoða námskeið

    • Microsoft OneDrive
      • Hermann Jónsson

      Á þessu námskeiði munum við skoða það helsta sem OneDrive for Business býður upp á. Við munum skoða hver er tilgangur og grunn virkni OneDrive, hver er munurinn á OneDrive Personal og OneDrive for Business. Við lærum allt um samhæfingu og að deila skjölum, utan og inna fyrirtækisins og skoðum útgáfustýringu OneDrive.

      Skoða námskeið

    • Microsoft OneNote
      • Hermann Jónsson

      Þú lærir hvernig á að nota OneNote til að skipuleggja þig. Þú lærir að setja upp verkefni og halda utan um þau í OneNote.

      Skoða námskeið

    • Microsoft OneNote fyrir Windows 10
      • Hermann Jónsson

      Hér skoðum við þá útgáfu af OneNote sem kallast OneNote fyrir Windows 10. Þessi útgáfa fylgir með Windows 10 stýrikerfinu. Við berum saman þessa útgáfu og desktop útgáfuna af OneNote.

      Skoða námskeið

    • Microsoft Outlook
      • Hermann Jónsson

      Ekki láta Outlook stjórna þér, þú átt að stjórna Outlook. Á þessu námskeiði lærum við að nota Outlook sem tímastjórnunartæki. Við skoðum hvernig pósta við eigum EKKI að senda frá vinnunetfangi og hvaða hlutverki Outlook gegnir í vinnunni. Við lærum hagnýtar leiðir í Outlook sem eru hannaðar til að hjálpa okkur að ná stjórn á vinnudeginum.

      Skoða námskeið

    • Microsoft Outlook vefviðmótið
      • Hermann Jónsson

      Stutt yfirferð yfir vefviðmót Outlook. VIð skoðum viðmótið og helstu eiginleika og könnum tengingar Outlook við önnur Office 365 forrit svo sem Teams, Planner, SharePoint og ToDo.

      Skoða námskeið

    • Microsoft Planner
      • Hermann Jónsson

      Megináherslan er á að sýna hvernig nýta má Planner sem er hluti af Office 365 skýjalausn Microsoft til að ná fram aukinni skilvirkni í verkefnastjórnun.

      Skoða námskeið

    • Microsoft Power Platform
      • Ágúst Björnsson

      Microsoft hefur undan farin ár unnið markvisst að því að auka framleiðni fyrirtækja og einstaklinga og ein lykileiningin í því púsli er Power Platformið. Á þessu námskeiði verður farið yfir hagnýt dæmi um hvernig hver eining er virkjuð í daglegum rekstri fyrirtækja ásamt því að rýna í dæmi um hvernig einingarnar vinna saman sem ein heild í beinni tengingu við önnur rekstrarkerfi fyrirtækja.

      Skoða námskeið

    • Microsoft PowerPoint
      • Hermann Jónsson

      Á þessu námskeiði skoðum við helstu eiginleika PowerPoint og hvernig við getum búið til áhrifaríkt kynningarefni á einfaldan hátt.

      Skoða námskeið

    • Microsoft SharePoint
      • Hermann Jónsson

      Hér er farið í helstu atriðin sem notendur Sharepoint þurfa að kunna. Ef þú ert að stíga þín fyrstu skref í SharePoint eða finnst þú þurfa að læra undirstöðuatriðin er þetta námskeiðið fyrir þig.

      Skoða námskeið

    • Microsoft Sway
      • Hermann Jónsson

      Á þessu námskeiði skoðum við margmiðlunarforritið Sway og hvaða möguleika það forrit býður upp á. Við lærum að það er mjög einfalt að búa til kynningar, fréttabréf eða hvað sem þig langar að gera í Sway.

      Skoða námskeið

    • Microsoft Teams
      • Hermann Jónsson

      Á þessu námskeiði förum við í gegnum helstu eiginleika Teams og hvernig þú getur nýtt þér þá í samvinnu. Við skoðum þá samskiptamöguleika sem forritið felur í sér, og við skoðum hvernig fjöldi forrita getur tengist við Teams. Einnig skoðum við þá möguleika sem Teams fundir bjóða upp á og hvernig þú getur notað Teams í beina útsendingu (Live event).

      Skoða námskeið

    • Microsoft To Do
      • Hermann Jónsson

      Hér fræðumst við um Microsoft To Do og hvernig það talar við forrit eins og Outlook og Planner. Við lærum að gera lista, verk og undirverk og ýmsar gagnlegar stillingar. Við skoðum síma útgáfuna af Microsoft To Do og vefútgáfuna og sjáum hvernig verkin eru samhæfð milli tækja.

      Skoða námskeið

    • Microsoft Whiteboard
      • Hermann Jónsson

      Microsoft Whiteboard er hluti af Office 365 og kemur bæði í online útgáfu og sem forrit. Whiteboard er sniðugt tól í samvinnu þegar gott er að teikna upp hluti og "brainstorma". Whiteboard og Teams vinna einstaklega vel saman.

      Skoða námskeið

    • Microsoft Word
      • Hermann Jónsson

      Á Þessu námskeiði verður farið í það helsta sem Word hefur upp á að bjóða. Markmiðið er að nemendur nái tökum á forritinu og geti nýtt sér það á sem breiðastan hátt.

      Skoða námskeið

    • Microsoft Yammer
      • Hermann Jónsson

      Yammer er samskiptasíða fyrirtækisins. Auðvelt er að stofna hópa, hvort sem er innanhúss eða með utanaðkomandi aðilum til að einfalda samskipti og upplýsingagjöf.

      Skoða námskeið

    • Myndvinnsla með Photoshop
      • Ólöf Erla Einarsdóttir

      Lærðu að vinna myndir og grafík með einu öflugasta Photoshop námskeiði á Íslandi. Mikill fjöldi hefur nú farið í gegnum námið og hafa þátttakendur náð góðum tökum á Photoshop að því loknu.

      Skoða námskeið

    • Netöryggi 101
      • Atli Stefán Yngvason

      Netið er stærsti skemmtistaður í heimi, en það getur verið hættulegur staður fyrir greiðslukortanúmer, lykilorð, vinnukerfi og persónugreinanleg gögn. Ert þú með þinn eigin rekstur eða lítið fyrirtæki? Taktu þá netöryggið í gegn með nokkrum einföldum ráðum frá Séní hjá Nova og Atli Stefán Yngvasyni

      Skoða námskeið

    • Netöryggisnámskeið
      • Vilhelm Gauti Bergsveinsson

      Tölvuárásir eru að verða algengari á Íslandi. Netöryggi skiptir alla máli, bæði okkur sem einstaklinga og sem starfsmenn fyrirtækja og stofnana. Snertifletir tölvuglæpa eru mun fleiri en flesta grunar og þess vegna þurfa fyrirtæki að setja netöryggi á dagskrá. Fræðslan má ekki eingöngu ná til stjórnenda eða vera á ábyrgð tölvudeilda. Hún þarf að ná til allra starfsmanna.

      Skoða námskeið

    • Skýjageymsla fyrir byrjendur
      • Hermann Jónsson

      Á þessu námskeiði skoðum við fjórar vinsælustu skýjageymslurnar og hvernig við getum byrjað að nýta okkur þær. Við skoðum hvað skýjageymsla er og helstu kosti þess að nýta sér skýjageymslur.

      Skoða námskeið

    • Straumlínustjórnun (lean)
      • Guðmundur Ingi Þorsteinsson

      Með aðferðum Lean getum við lært að skipuleggja daginn og stýra áreitinu. Með því aukum við afköst og ljúkum vinnudeginum ánægð með afrakstur dagsins.

      Skoða námskeið

    • Vefverslun með Shopify
      • Einar Thor

      Á námskeiðinu læra þátttakendur að hanna og setja upp vefverslun með vinsælasta vefverslunarkerfi heims, Shopify. Yfir 500 íslenskar verslanir nota Shopify í dag.

      Skoða námskeið

    • Verkefnastjórnun í SharePoint
      • Hermann Jónsson

      Office 365 býður okkur upp á Planner verkefnastjórnunartólið, en ekki allir vita að SharePoint er líka með innbyggt verkefnastjórnunartól.

      Skoða námskeið

    • Verkefnastjórnun með Asana
      • Sigurhanna Kristinsdóttir

      Asana er eitt vinsælasta verkefnastjórnunarkerfið í heiminum í dag og er sérstaklega vinsælt á meðal hópa sem eru dreifðir - líkt og allir vinnustaðir eru í dag. Asana hjálpar einstaklingum og hópum að skipuleggja vinnuna sína betur og vera með meiri fókus á markmiðin, verkefnin og þau daglegu störf sem hjálpa fyrirtækjum að vaxa.

      Skoða námskeið

    • Windows 10
      • Hermann Jónsson

      Flest okkar kunna grunnatriðin á stýrikerfið okkar, en fæstir kunna það sem skiptir mestu máli: Hvernig getur stýrikerfið hjálpað mér að verða öflugri í vinnunni eða bara í því sem ég nota heimilistölvuna í? Einnig skoðum við skýjageymslur og hvernig við getum nýtt okkur þær.

      Skoða námskeið

    • Windows 11
      • Hermann Jónsson

      Hvað er nýtt og hverju hefur verið breytt? Þetta er það sem við munum skoða á þessu námskeiði. Við förum yfir helstu nýjungar og skoðum hver munurinn á Windows 10 og Windows 11 er.

      Skoða námskeið

    • Öryggisvitund
      • Hermann Jónsson

      Á þessu námskeiði skoðum við nýjustu útgáfuna af macOS stýrikerfinu: Monterey.

      Skoða námskeið

  • Vinnuvernd: Jafnrétti, Sjálfbærni og réttindi (8 námskeið)
    • Einelti á vinnustað
      • Minningarsjóður Dr. Brynju Bragadóttur og Landsvirkjun

      Einelti er alvarlegt vandamál sem hefur ekki einungis slæmar afleiðingar fyrir þolendur heldur einnig á vinnustaðinn í heild sinni. Einelti á aldrei að líðast í menningu vinnustaða og með þessu stutta námskeiði geta allir starfsmenn verið meðvitaðari um einelti og hvernig eigi að taka á því.

      Skoða námskeið

    • Hinn fullkomni karlmaður
      • Sverrir Norland

      „Hinn fullkomni karlmaður“ er stórskemmtilegur og hugvíkkandi fyrirlestur sem fjallar um karlmennsku í samtímanum á víðan og fjölbreyttan hátt – og einblínir á „jákvæða karlmennsku“. Hvernig eigum við að hugsa um karlmennskuna, bæta hana og efla – og vera með karlmönnum í liði? Hvernig líta fyrirmyndir ungra karlmanna út í dag, ef þær eru þá til?

      Skoða námskeið

    • Jafnlaunavottun, námskeið fyrir starfsfólk
      • Árný Daníelsdóttir

      • Sigríður Örlygsdóttir

      Það er í lögum að öll fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli eigi að öðlast jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu.

      Skoða námskeið

    • Lærðu að lesa launaseðilinn
      • Oddur Birnir Pétursson

      Launafólk á rétt á því að fá í hendur við útborgun launa sundurliðun á launaútreikningi. Launaseðillinn er einnig kvittun launafólks fyrir greiðslu skatta, lífeyrissjóðsiðgjalda og félagsgjalds til stéttarfélags. Ekkert eitt staðlað form er til um launaseðla en í kjarasamningum koma fram leiðbeiningar um það hvaða upplýsingar skuli vera á launaseðli. Í þessum fyrirlestri fer Oddur Birnir Pétursson, sérfræðingur á kjaramálasviði VR, yfir allt það helsta sem launafólk þarf að vita um launaseðilinn. Hvað á að koma fram, hvernig sundurliðun er oftast sett upp og hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar við skoðum launaseðilinn.

      Skoða námskeið

    • Persónuvernd GDPR fyrir starfsfólk