Námslína í verkefnastjórnun, tímastjórnun, fjarvinnu, markmiðasetningu og skipulagningu
Verkefnastjórnun og skipulag í fyrirtækjum
Námslína fyrir stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem vilja styrkja sig í verkefnastjórnun, skipulagi og innri samskiptum. Þekking og skilningur á þessum atriðum er lykillinn að árangri fyrirtækja. Verkefnastjórnun og skipulag í fyrirtækjum samanstendur af fimm áföngum í fjarnámi. Þátttakendur geta lært þegar þeim hentar og eins oft og þeir vilja. Eftir skráningu getur þátttakendi byrjað að læra strax og hefur aðgang að náminu í 12 mánuði.
Áfangarnir:
-
Tímastjórnun og skipulag funda (1,5 klst)
Þetta námskeið er tvískipt og tekur á helstu mýtum í sambandi við tímastjórnun og skipulagningu funda. Fyrri hlutinn fjallar um helstu aðferðir sem stjórnendur og starfsmenn geti gert til þess að hámarka afköst en á sama tíma skapa jafnvægi á milli vinnu og frítíma. Seinni hlutinn fjallar um ástæður óskilvirkra funda og hvernig megi ná meiri árangri á fundum með forgangsröðun og skipulagningu. Sjá meira
Leiðbeinandi er Dr. Eyþór Ívar Jónsson.
-
Verkefnastjórnun með Asana (3 klst)
Farið er yfir grunfnþætti verkefnastjórnunarkerfisins Asana með áherslu á nýtingu kerfisins sem samskiptatól til þess að fækka fundum og hafa betri yfirsýn yfir þau verkefni sem hjálpa fyrirtækinu að vaxa. Asana er eitt vinsælasta verkefnastjórnunarkerfi heimsins í dag og er sérlega vinsælt meðal dreifðra hópa. Sjá meira
Leiðbeinandi er Sigurhanna Kristjánsdóttir.
-
Fjarvinna með Teams (1,5 klst)
Þetta námskeið fjallar um fjarvinnutólið Microsoft Teams og hvernig stjórnendur geti notast við tólið til verkefnastýringar á tímum fjarvinnu til þess að ná árangri og halda góðu sambandi við samstarfsfólk í fjarvinnu.
Leiðbeinandi er Guðný Halla Hauksdóttir. Sjá meira
-
Stjórnun lykilverkefna og markmiðasetning með OKR (2,5 klst)
Á þessu námskeiði lærir þú einfalda og áhrifaríka aðferðafræði við að skerpa fókus og forgangsraða. Notast er við aðferðafræði OKR sem stendur fyrir Objectives & Key Results sem hefur hjálpað mörgum fyrirtækjum að framkvæma stefnu með skýrum, sýnilegum og mælanlegum hætti. Sjá meira
Leiðbeinandi er Ólafur Örn Nielsen.
-
Markmiðasetning
Námskeiðið kennir aðferðir og leiðir til að bæði setja sér markmið og hvernig við getum aukið líkur á að ná þeim. Þetta námskeið opnar 20. janúar.
Leiðbeinendur eru dr. Erla Björnsdóttir og Þóra Hrund Guðbrandsdóttir.
Hagnýtar upplýsingar:
- Allir áfangar er í fjarnámi á netinu, þú getur byrjað að læra núna!
- Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
- Fullt verð er 149.900 kr. Tilboðsverð í dag 99.900 kr
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnumálastofnun getur einnig veitt skjólstæðingum sínum styrk fyrir 70% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta ennfremur sótt um styrk í Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi á www.attin.is.