Lýsing námskeiðs & skráning

Vakinn - eflum starfsandann

Hvatning, streitustjórnun og betri svefn. Einnig í boði á ensku.

Vakinn inniheldur áfanga um hvatningu, streitustjórnun og betri svefn. Námið er hannað með það að markmiði að undirbúa fólk til að takast á við erfiða tíma.

Það er nauðsynlegt að halda jákvæðu hugarfari og virkni þrátt fyrir að upplifa óvissu og erfiðleika í þeim aðstæðum sem nú eru uppi. Hætta er á auknum streitueinkennum og kulnun og er því mikilvægt að vita hvernig á að bregðast við til þess að stýra áhrifum og snúa neikvæðri þróun yfir í styrkleika og tækifæri. Góður svefn er svo undirstaða alls annars og þá er skilningur á því hvernig hægt er að bæta svefninn grundvallaratriði í uppbyggingu á jákvæðu hugarfari og aukinni virkni.

Magnús Scheving, Helga Hrönn Óladóttir og Erla Björnsdóttir leiða umræðuna í þessum áföngum með því að hjálpa til við að byggja upp einstaklinga og starfsmenn fyrirtækja fyrir tækifæri framtíðarinnar.

Fyrirtæki hafa séð tækifæri í að efla starfsanda á erfiðum tímum með því að veita starfmönnum aðgang að náminu.

Námið

Námið er tæplega þrjár klukkustundir, skipt upp í þrjá áfanga í 11 köflum.   

  1. Áfangi: Hvatning og virkni- Magnús Scheving, frumkvöðull og sérfræðingur í virkni
  2. Áfangi: Streitustjórnun-  Helga Hrönn Óladóttir, sérfræðingur hjá Streituskólanum
  3. Áfangi: Betri svefn- dr. Erla Björnsdóttir sérfræðingur í svefnrannsóknum

Hagnýtar upplýsingar

  • Opið fjarnámskeið, hægt að byrjað að læra hvenær sem er.
  • Verð 29.900 fyrir einstaklinga.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnumálastofnun styrkir jafnframt skjólstæðinga sína um 75% af námskeiðsgjaldi.
  • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Verð 240.000 kr. Hafið samband fyrir nánari upplýsingar gudmundur@akademias.is.
  • Flest fyrirtæki geta jafnframt sótt styrk frá Starfsmennunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði við námið fyrir alla starfsmenn, óháð inneign starfsmannanna sjálfra í starfsmenntunarsjóði, sjá nánar á www.attin.is

Umsjón

Magnús Scheving, frumkvöðull og sérfræðingur í virkni, Helga Hrönn Óladóttir, sérfræðingur hjá Streituskólanum, og dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum, í samvinnu við Akademias.

Fyrir hverja

Námið er fyrir alla þá sem vilja byggja sig og sitt starfsfólk upp fyrir betri tíma. Námið er sértaklega hannað með það í huga að efla starfsmenn og starfsanda hjá fyrirtækjum. 

Allar nánari upplýsingar gefur Guðmundur Arnar, gudmundur@akademias.is,

 

 

Leiðbeinendur

dr. Erla Björnsdóttir

Helga Hrönn Óladóttir

Magnús Scheving