Lýsing námskeiðs & skráning

miniMBA: Stefnumótun og nýsköpun

Akademias og Huawei bjóða upp á miniMBA með áherslu á stefnumótun, nýsköpun og tækni. Huawei er eitt fremsta tæknifyrirtæki í heiminum í dag og er búið að vinna að verkefni um heim allan. Sérfræðingar Huawei ætla að segja raunsögur um hvernig tækni, nýsköpun og stefnumótun fer saman. Nokkrir af helstu sérfræðingum og prófessorum Evrópu í nýsköpun og stefnumótun munu jafnframt segja frá af hverju og hvernig er nauðsynlegt að nýta tækifæri tækninnar til þess að skapa nýjungar og marka fyrirtækjum stefnu til framtíðar. Ennfremur munu íslenskir stjórnendur fjalla um hvernig þeir eru að nýta sér tæknina til þess að skapa nýjungar fyrir framtíðina.

Meðal leiðbeinanda eru:

John Herlihy, framkvæmdastjóri Linkedin í EMEA og LATAM. John hefur náð einstökum árangri í að byggja upp Linkedin in Evrópu og Suður-Ameríku. Hann situr jafnframt í nokkrum stjórnum. 
David R. Beatty, prófessor í stefnumótun við Rotman School of Management í Toronto, Canada. David var lengi partner hjá McKinsey og hefur verið stjórnarformaður átta skráðra fyrirtækja. Hann hefur fengið fjölda verðlauna fyrir störf sín m.a. Order of Canada.
Nicolai J. Foss, prófessor í stefnumótun og nýsköpun við CBS í Danmörku og Bocconi á Ítalíu. Nicolai er einn fremsti fræðimaður Dana á þessu sviði og hefur fengið fjölda verðlauna m.a. Knight of the Order of the Danneborg og fékk verðlaun sem besti hagfræðingur Dana árin 2013, 2014 og 2015. 
Vivek K. Velamure, prófessor í nýsköpun og frumkvöðlafræðum við HHL Leipzig í Þýskalandi. Vivek er ein af skærustu stjörnum Þýskalands í rannsóknum á frumkvöðlum og nýsköpun og hefur skrifað fjölda ritrýndra greina. Hann er jafnframt SIG Chair fyrir Nýsköpun hjá European Academy of Management. 
Kenneth Fredriksen, framkvæmdastjóri Huawei á Norðurlöndunum. Kenneth hefur verið í lykilstjórnendastöðum hjá Huawei á annan áratug og leikið lykilhlutverk í að byggja upp Huawei á Norðurlöndunum, þar með talið á Íslandi. 
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi. Guðbjörg hefur verið í lykilstöðum innan Marel og stýrði  m.a. vöruþróunarstarfsemi félagsins bæði á Íslandi og Bretlandi. 
Orri Hauksson, forstjóri Símans og stjórnarformaður Isavia. Orri hefur verið lykilmaður í íslensku atvinnulífi um langa hríð og var m.a. framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.  
Helgi Hjálmarsson, forstjóri og stofnandi Völku. Helgi stofnaði Völku í bílskúrnum heima hjá sér árið 2003 en Valka er nú eitt fremsta hátæknifyrirtæki landsins. 
Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri og stofnandi OZ. Guðjón hefur verið einn þekktasti frumkvöðull Íslands í um þrjá áratugi og er einn mesti sérfræðingur landsins í tækni og nýsköpun. 
Igor Milojevic, Jakub Borkowski og Jens Magnússon  sérfræðingar Huawei. Igor, Jakub og Jan eru leiðandi sérfræðingar frá Huawei sem munu fara í gegnum raundæmi frá vinnu fyrirtækisins í Evrópu og Asíu. 

Þetta er einstakt tækifæri til þess að fá beinan aðgang að þeirri tækni sem er að umbreyta viðskiptalífinu. Á námskeiðinu mun stefnumótandi umræða og nýsköpun snúast um nýja tækni eins og 5G fjarskiptatækni og gervigreind. Ennfremur verður sérstaklega skoðað hvernig sjálfbærni hjá fyrirtækjum getur verið drifin áfram af tækni. Notuð verða raundæmi frá Huawei til þess að sýna hver tækifærin eru og stefnumarkandi kostir.   

Umsjónaraðili námskeiðsins er dr. Eyþór Ívar Jónsson, sem er einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna sem hefur verið leiðandi í MBA náminu í Copenhagen Business School í fimmtán ár og kennt MBA við fjölda háskóla. Leiðbeinendur námsins eru 10 - 15 talsins sem eru sérfræðingar í tæknibreytingum, nýsköpun og stefnumótun. Hver áfangi hefur á bilinu 2 – 5 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum.

miniMBA – Tæknibreytingar, nýsköpun og stefnumótun snýst um að skapa þekkingu, færni og leikni sem tengist nýsköpun og stefnumótun með tæknibreytingar sem útgangspunkt. Í miniMBA lærir fólk um nýjar aðferðir tengdar nýsköpun og nýsköpunarferlinu, tækifæri sem felast í nýrri tækni eins og 5G fjarskiptatækni og gervigreind og stefnumótun sem aðferðafræði til þess að umbreyta fyrirtækjum til framtíðar. Huawei hefur boðið einstakt aðgengi að raunsögum af fyrirtækjum sem eru að nýta sér tæknibreytingar sem tækifæri til umbreytinga. 

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

Áfangar:

Nýsköpun til umbóta og umbreytinga
Nýsköpun og nýsköpunarferli
Nýsköpun viðskiptamódela
Nýsköpunarradarinn
Nýsköpunarfyrirtæki til framtíðar

Fjarskiptatækni og tengingar
5G sem drifkraftur breytinga
Nýr tengdur heimur og viðskiptamódel
Innleiðing tækni til breytinga
Ný tegund tengsla-fyrirtækja  

Gervigreind og lærdómur
Gervigreind sem drifkraftur breytinga
Tækifæri sem felast í gervigreind
Lærdómur, gögn og þekking
Þekkingarfyrirtæki framtíðarinnar

Sjálfbærni og tækni
Sjálfbærni og kapítalismi Hagaðila
Tæknidrifin sjálfbærni  
Sameiginlegur ávinningur tækni
Ný tegund af áhrifaríkum fyrirtækjum

Stefnumótun og tækifæri
Stefnumótun og aðferðafræði
Innleiðing stefnu
Umbreytingar og tækni
Stefnumiðað fyrirtæki  

Leiðbeinendur:

* Leiðbeinendur námsins eru 10 - 15 talsins sem eru sérfræðingar í tæknibreytingum, nýsköpun og stefnumótun. Listinn á því eftir að stækka.

Hagnýtar upplýsingar

Námskeiðið byrjar 18.apríl og kennt  á þriðjudögum 13:00 - 16:00 og miðvikudögum 9:00 - 12:00 - í 5 vikur.

Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið eins og hentar þátttakendum hverju sinni.

Námskeiðið er 30 klst., þ.e. 5 áfangar, 6 klst. hver áfangi.  

Námsmat: Einstaklingsverkefni, hópverkefni og heimapróf.

Námskeiðsgjöld: 290.000 kr. Snemmskráningartilboð 240.000

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

 
Hoobla - Systir Akademias