Lýsing námskeiðs og skráning

Viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur


Metnaðarfullt nám hjá Akademias, í samstarfi við Datera, fyrir alla sem vilja ná góðum tökum á þeirri tækni og aðferðum sem eru að umbreyta markaðsstarfi.

Mikil áhersla er á Growth hacking aðferðafræðina. Hún byggir á ódýrum stafrænum aðferðum til að ná mun meiri árangri, á stuttum tíma, við að sækja nýja viðskiptavinum og halda núverandi viðskiptavinum. Markmið námsins er þannig að kenna þátttakendum að hámarka vöxt með stafrænum leiðum, gögnum og tilraunum.

Námið er um 60 klukkustundir og er samsett úr sex áföngum: 1) Stefnumótun og neytendahegðun, 2) Greiningar og mælingar, 3) Vefir og leitarvélabestun, 4) CRM og sjálfvirk markaðssamskipt, 5) Samfélagsmiðlar og 6) Vefauglýsingar. Ennfremur munu bæði innlendir og erlendir markaðssérfræðingar deila reynslusögum, t.d. frá SEM rush, HubSpot, Heimkaup, Bioeffect, Meniga, CCP o.fl.

Umsjónarmenn námsins eru tveir: Tryggvi Freyr Elínarson Þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá  Datera og Guðmundur Arnar Guðmundsson framkvæmdastjóri Akademias.

Guðmundur Arnar hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air auk þess sat hann í framkvæmdastjórn félaganna. Ennfremur var hann markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. Guðmundur hefur mikla innlenda og alþjóðlega reynslu af stafrænni markaðssetningu og verið ráðgjafi fyrir tugi fyrirtækja, sem dæmi Fly Play, Eldum rétt og Avis.

Námið er afar hagnýtt og markmiðið er að þátttakendur geti byrjað að nota aðferðirnar, tól og tæki strax í sínum störfum svo fyrirtækin vaxi.

Námið er í boði staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Áfangar:

Stefnumótun, growth hacking og neytendahegðun

Neytendahegðun (t.d. e Behavioural economics)
Greining á neytendum og samkeppni
Hvernig finnum við markaðsinnsæi?
Stefnumótun vörumerkja og staðfærsla
Mikilvægi vörumerkja
Hvernig byggjum við sterk vörumerki
Vaxtarhakk (e. growth hacking) og vöruþróun á Íslandi og erlendis
Mikilvægi tilrauna 

Greiningar og mælingar

Kynning á gagnagreiningu og gagnamiðuðu hugarfari
Google Analytics – Vinnustofa
Google Data Studio - Vinnustofa
Samkeppnisgreining með SEM Rush   
Gögn og gervigreind í markaðsstarfi

Vefir og leitarvélabestun

Hvað er leitarvélabestun?
Tól og tæki fyrir leitarvélabestun
Hitakort og AB prófanir
Hvernig skrifum við texta fyrir leitarvélar (og fólk)
Þarfagreining fyrir vef
Vefstjórnun og skipulag
Viðmótshönnun – mikilvægustu atriðin

CRM og sjálfvirk markaðssamskipti

Hvernig náum við árangri með CRM kerfi?
Hubspot CRM kerfið
Inbound markaðsfærslukynning með efnissköpun
Mailchip tölvupóstkerfið
Markaðsstarf með tölvupóstum í alþjóðlegu umhverfi
Markaðsstarf með tölvupóstum á Íslandi

Samfélagsmiðlar

Dagleg umsjón samfélagsmiðla (tæki og tól)
Notkun gagna á samfélagsmiðlum
Samfélagsmiðlar í alþjóðlegu umhverfi
Framleiðsla á efni fyrir samfélagsmiðla
Samfélagsmiðlar og viðburðir

Vefauglýsingar

Gerð birtingaáætlana
Auglýsingakerfi Facebook og Instagram
Auglýsingakerfi Google og Youtube
Auglýsingar á íslenskum vefmiðlum
Önnur auglýsingakerfi 

Leiðbeinendur (á síðasta námskeiði)

Guðmundur Arnar Guðmundsson, Framkvæmdastjóri Akademias og markaðsráðgjafi
Tryggvi Freyr Elínarson, Þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna Datera
Dave Smith, Senior Channel Account Manager at HubSpot
Anna Fríða Gísladóttir, Herferða og vörumerkjastjóri hjá Bioeffect
Lella Erludóttir, Sölu- og markaðsstjóri Ferðaþjónustu bænda
Ómar Þór Ómarsson, Framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Meniga
Halldór Harðarson, Markaðsstjóri Arion Banka
Kristen Martel - Growth analytics
Einar Thor, framkvæmdastjóri KoiKoI
Brynjólfur Borgar Jónsson, framkvæmdastjóri DataLab
dr. Logi Karlsson, vörustjóri dreifileiða og forstöðumaður á einstaklingssviði Íslandsbanka
Alexandra Diljá Bjargardóttir, Director of Growth hjá GRID
Hannes Johnson, Stofnandi Bulby og Head of Growth & Product

* Leiðbeinendur námsins eru um 18 talsins. Listinn verður uppfærður.

Hagnýtar upplýsingar:

Næsta námskeið hefst 21.ágúst 2023, síðustu námskeið hafa verið uppseld svo bókaðu þitt sæti sem fyrst til að missa ekki af.

Kennt verður mánudaga 13:00 - 16:00 og þriðjudaga 9:00 - 12:00 í 10 vikur til 24.október.

Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námið er um 60 klst., þ.e. 10 áfangar, 6 klst. hver áfangi + heimapróf.  

Námsmat: Verkefni og hópverkefni unnin í tíma og einstaklingslokaverkefni.

Verð: 350.000 kr.  

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum asdis@akademias.is

Allar nánari upplýsingar um námið gefur Guðmundur Arnar, gudmundur@akademias.is, s. 844-2700.

 

Leiðbeinendur

Guðmundur Arnar Guðmundsson, Akademias

Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna Datera

Hoobla - Systir Akademias