Lýsing námskeiðs & skráning

Stafræn hraðbraut fyrir viðskipti á netinu 

Námslína í samstarfi við SVÞ, SI og SAF 

Þekking og færni í stafrænni markaðssetningu er lykilatriði í að ná árangri í verslun og þjónustu. Covid-19 mun auka veltu netverslana geysilega mikið sem mun að jafnframt hafa mikil áhrif á kauphegðun að loknum hamförunum. 

Öll fyrirtæki verða því að koma sér upp þekkingu og færni í sölu og markaðssetningu á netinu, tíminn til að byrja er núna! 

Stafræn hraðbraut fyrir viðskipti á netinu samanstendur af sex áföngum í fjarnámi sem þátttakendur hafa 12 mánuði til að klára. Þátttakendur læra í gegnum netið og þeir geta lært hvar og hvenær sem þeim hentar.

Tilboð: 50% afsláttur til 15. maí!

Áfangarnir eru:

 • Markaðsstarf í Kreppu (8,5 klukkustundir)
  • Grunnatriði í markaðsstarfi á óvissutímum. Námskeiðið kennir greiningu, stefnumótun og samsetningu aðgerðaráætlunar. Þátttakendur læra að bregðast við breytingum á markaði með réttu boði, fyrir réttan hóp, á réttum tíma og á réttu verði. (sjá nánar)
 • Vefverslun & Shopify (3 klukkustundir)
  • Á námskeiðinu læra þátttakendur að hanna og setja upp vefverslun með vinsælasta vefverslunarkerfi heims, Shopify. Farið er skref fyrir skref yfir það hvernig vefverslun er uppsett, og hvernig kerfið virkar. (sjá nánar)
 • Auglýsingakerfi Facebook og Instagram (Um 5 klukkustundir)
  • Þátttakendur öðlast hagnýta þekkingu á að beita tæknilegum auglýsingaaðferðum og djúpan skilning á öllum þeim eiginleikum og kostum sem auglýsingakerfi Facebook býður uppá. (sjá nánar)
 • Auglýsingakerfi Google og Youtube (Um 4,5 klukkustundir)
  • Námskeiðið kennir þátttakendum að ná góðum tökum á auglýsingakerfi Google: leitarorðum, vefborðum og myndbandsauglýsingum á Youtube. Ennfremur að skilja og nýta tölfræðina sem auglýsingakerfið býður uppá svo ná megi hámarks árangri. (sjá nánar)
 • Myndvinnsla með Photoshop (Um 6 klukkustundir)
  • Námskeiðið kennir þátttakendum að vinna myndir og myndvinnslu. Sérstök áhersla er á að hjálpa starfsfólki fyrirtækja að verða sjálfbært í einfaldari hönnunarverkefnum eins og fyrir vefi, samfélagsmiðla og Google og Facebook auglýsingar. Slík þekking og færni getur sparað fyrirtækjum háar fjárhæðir á ári og gert fyrirtækjum kleift að setja meiri kraft í markaðssókn með fjölbreyttara markaðsefni. Þetta sparar fyrirtækjum háar fjárhæðir með því að geta gert einfalda myndvinnslu án aðkomu hönnuða. (sjá nánar)
 • Tölvupóstar í markaðsstarfi  (Rúml. 3 klukkustundir)
  • Lærðu að ná hámarksárangri í samskiptum við neytendur með tölvupóstum. Ennfremur að ná tökum á sjálfvirknivæddum tölvupóstsamskiptum til að auka sölu.
  • Byrjar 15. maí. (sjá nánar)

Hagnýtar upplýsingar

 • Öll námslínan er í fjarnámi, þú getur byrjað að læra hvenær sem er!
 • Fullt verð 214.400 kr. Tilboð verð 119.000 kr. til 1. ágúst!
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnumálastofnun getur einnig veitt skjólstæðingum sínum styrk fyrir 50% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta ennfremur sótt um styrk í Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi á www.attin.is.  

Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur Arnar, s. 844-2700, gudmundur@akademias.is

 

Skráning

Dagsetningar í boði, smelltu til að skrá þig:

Skrá mig, Stafræn markaðshraðbraut

 

Leiðbeinendur

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson

Hörður og Einar frá Koikoi

Ólöf Erla Einarsdóttir

Tryggvi Freyr Elínarson