Lýsing námskeiðs & skráning

Vefverslun og auglýsingakerfi 

Námslína í samstarfi við SVÞ, SI og SAF 

Þekking og færni í stafrænni markaðssetningu er lykilatriði í að ná árangri í verslun og þjónustu. Covid-19 mun auka veltu netverslana geysilega mikið sem mun að jafnframt hafa mikil áhrif á kauphegðun að loknum hamförunum. 

Öll fyrirtæki verða því að koma sér upp þekkingu og færni í sölu og markaðssetningu á netinu, tíminn til að byrja er núna! 

Vefverslun og auglýsingakerfi samanstendur af fjórum áföngum í fjarnámi sem þátttakendur hafa 12 mánuði til að klára. Þátttakendur læra í gegnum netið og þeir geta lært hvar og hvenær sem þeim hentar.

Áfangarnir eru:

 • Markaðsstarf í Kreppu (8,5 klukkustundir)
  • Grunnatriði í markaðsstarfi á óvissutímum. Námskeiðið kennir greiningu, stefnumótun og samsetningu aðgerðaráætlunar. Þátttakendur læra að bregðast við breytingum á markaði með réttu boði, fyrir réttan hóp, á réttum tíma og á réttu verði. (sjá nánar um námskeiðið Markaðsstarf í Kreppu)
 • Vefverslun & Shopify (3 klukkustundir)
  • Á námskeiðinu læra þátttakendur að hanna og setja upp vefverslun með vinsælasta vefverslunarkerfi heims, Shopify. Farið er skref fyrir skref yfir það hvernig vefverslun er uppsett, og hvernig kerfið virkar. (sjá nánar um námskeiðið Vefverslun og Shopify)
 • Auglýsingakerfi Facebook og Instagram (Um 5 klukkustundir)
 • Auglýsingakerfi Google og Youtube (Um 4,5 klukkustundir)
  • Námskeiðið kennir þátttakendum að ná góðum tökum á auglýsingakerfi Google: leitarorðum, vefborðum og myndbandsauglýsingum á Youtube. Ennfremur að skilja og nýta tölfræðina sem auglýsingakerfið býður uppá svo ná megi hámarks árangri. (sjá nánar um námskeiðið Auglýsingakerfi Google og Youtube)

 • Myndvinnsla með Photoshop (Um 5,5 klukkustund)

  Hagnýt atriði:

  • Öll námslínan er í fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
  • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu. 
  • Fullt verð 149.900 kr.  Tilboð í dag 99.900 kr.
  • Námsleiðin er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
  • Vinnumálastofnun styrkir jafnframt skjólstæðinga sína um allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
  • Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is