Lýsing námskeiðs & skráning

Sókn: Hraðbraut fyrir alþjóðavæðingu

Nám sem undirbýr íslensk fyrirtæki fyrir inngöngu á erlenda markaði í samvinnu við Íslandsstofu, Nýsköpunarsjóð og Funderbeam.  

Uppbygging námsins tekur mið af þörfum hvers þátttakenda og er samsett úr fimm þáttum til að hámarka líkur á árangri. Námið er samsett af ráðgjafagreiningu, námssprettum, netáfangum, mentorum og verkefnum. Hægt verður að taka allt námið í fjarnámi ef óskað er eftir því (m.t.t. Covid - 19), þ.e. viðtöl verða þá á netinu og streymt verður frá Sprettum og öðrum viðburðum. 

1. Ráðgjafagreining

Greiningarvinna í samstarfi við fyrirtækið sem hjálpar stjórnendum að skipuleggja erlenda sókn:

Þrír fundir:

 • Fundur 1 í upphafi náms:
  • Djúpviðtal þar sem farið er í gegnum stöðu og stefnu fyrirtækisins.
 • Fundur 2 í miðju náms:
  • Samræðufundur um möguleika í erlendri sókn.
 • Fundur 3 í lok náms:
  • Mat á sóknaráætlun fyrirtækisins og endurgjöf.

2. Sprettir

Í náminu eru þrír sprettir:

 • Sprettur 1 - Viðskiptamódel til sóknar. Verðmætasköpun, markhópar, samstarfsaðilar, markaðsnálgun, kostnaðarþættir og tekjumódel.
 • Sprettur 2 - Markaðssetning. Vörumerki, markaðsgreining, sölusían, stafræn markaðssetning, viðskiptavinaprófun, dreifileiðir, söluaðferðir.
 • Sprettur 3 - Innganga á markað. Aðgerðaráætlun, inngönguleiðir, stefnumótun, markaðseinkenni, samstarfsaðilar.

3. Fimm netáfangar

Þátttakendur fá val um að ljúka 5 fjarnámsáföngum sem skerpa á sóknarferlinu. Í boði verða t.d. Stjórnir sprotafyrirtækja, Viðskiptavinaþróun, Stafræn markaðssetning með Google og Facebook, OKR – Markmiðasetning, Stjórnun markaðsstarfs, Sölustjórnun, Samningatækni, VaxtarHakk, Asana verkefnastjórnun, Markaðsgreining o.fl.

4. Mentorar 

 • Viðskiptavinaþróun: Mentorar sem hafa stýrt alþjóðavæðingu hjá fyrirtækjum og ráðgjafar í alþjóðvæðingu ræða um mögulegar leiðir til þess að prófa vöru á markaði og búa til lykilviðskiptavini.
 • Markaðsprófun: Mentorar sem eru á lykilmarkaðssvæðum sem ræða um hvaða möguleika vara/þjónusta á á markaðinum og hverjir eru hagsmunaaðilar.
 • Inngönguáætlun: Mentorar sem hafa stýrt alþjóðavæðingu hjá fyrirtækjum og ráðgjafar í alþjóðvæðingu ræða um mögulegar inngönguleiðir inn á ákveðinn markað.

5. Verkefni

1. Viðskiptamódel til sóknar:

 • Uppsett viðskiptamódel sem útskýrir verðmætasköpun, markhópa og markaðsnálgun.

2. Markaðsprófun:

 • Prófun á lykilviðskiptavinum á erlendum markaði.

3. Inngönguáætlun:

 • Stefnumótun, aðgerðaáætlun og fjármagnsáætlun.

Kennsludagar  

  • 6. október - Úr startholunum - upphafsdagur 
  • 7. - 8. október - Djúpviðtöl um stöðu og stefnu fyrirtækis (90 mín per fyrirtæki)
  • 9. október - Sprettur 1 - Viðskiptamódel til sóknar (7 klst.)
  • 14. október - Sprettur 2 - Markaðssetning (7 klst.)
  • 15. og 16. október - Markaðsnálgun - Samtal um fókus í alþjóðavæðingu 90 mín per fyrirtæki
  • 20. október - Sprettur 3 - Innganga á markað (7 klst.)
  • 21. og 22. október - Endurgjöf á inngönguáætlun (90 mín per fyrirtæki)
  • 7. - 22. október - Valfrjálsir netáfangar (15 til 25 klst.)
  • 12. - 23. október - Fundir með mentorum eftir samkomulagi
  • 22. október - Sigur að leiðarlokum - lokadagur 

  Leiðbeinendur

  • Ingi Björn Sigurðsson. Fjárfestingastjóri Nýsköpunarsjóðs.
  • Jarþrúður Ásmundsdóttir. Útflutningur og fjárfestingar hjá Íslandsstofu.
  • Karl Guðmundsson. Forstöðumaður, útflutningur og fjárfestingar hjá Íslandsstofu.
  • Friðrik Friðriksson. Fjármálastjóri Nýsköpunarsjóðs.
  • Svava María Atladóttir. Senior Partner Future Medical Systems.
  • David Beatty, einn mesti sérfræðingi heimsins í stjórnarháttum.
  • Guðmundur Fertram Sigurjónsson. Framkvæmdastjóri og stofnandi Kerecis.
  • Björn Örvar Lárusson. Stofnandi og CEO ORF líftækni.
  • Georg Lúðvíksson. Framkvæmdastjóri Meniga.
  • Runno Allikivi. Funderbeam Nordics.
  • Dr. Eyþór Ívar Jónsson. Akademias.
  • Guðmundur Arnar Guðmundsson. Akademias.

  Hagnýtar upplýsingar

  • Námið er allt að 54 klukkustundir ásamt verkefnavinnu.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is) Hafðu samband og við aðstoðum gudmundur@akademias.is 
  • Verð 390.000 kr. Snemmskráning 290.000 kr. 
  • Kennsla fer fram hjá Íslandsstofu, Sundagörðum 2, 104 Reykajvík.

  Nánari upplýsingar

  Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Eyþór, eythor@akademias.is.

   

  Skráning

  Dagsetningar í boði, smelltu til að skrá þig:

  Skrá mig, SÓKN - hraðbraut fyrir alþjóðavæðingu

   

  Leiðbeinendur

  Björn Örvar Lárusson, stofnandi og CSO ORF líftækni

  David Beatty

  Friðrik Friðriksson fjármálastjóri Nýsköpunarsjóðs

  Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Meniga

  Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Kerecis

  Ingi Björn Sigurðsson fjárfestingastjóri Nýsköpunarsjóði

  Jarþrúður Ásmundsdóttir, útflutningur og fjárfestingar hjá Íslandsstofu

  Karl Guðmundsson, forstöðumaður, útflutningur og fjárfestingar hjá Íslandsstofu

  Svava María Atladóttir Senior Partner Future Medical Systems