Sérfræðingur í viðskiptagrunni Dynamics 365
Hefst 20. nóvember
Microsoft Dynamics 365 Sales er heildarlausn sem heldur utan um núverandi viðskiptavini, viðskiptatækifæri, mögulega framtíðarviðskiptavini sem og aðrar sölutengdar upplýsingar. Með notkun á Microsoft Dynamics 365 Sales geta fyrirtæki haldið utan um sölumál, sjálfvirknivætt bestu venjur, meðhöndlað mismunandi gögn og upplýsingar á staðlaðan og skilríkan máta.
Sérfræðingur í viðskiptagrunni er ábyrgur fyrir greiningum, þarfagreiningu, kröfugerð, setja upp sölukerfið, vinna náið með málefnasérfræðingur og öðrum hagsmunaaðilum. Nemendur geta unnið við að innleiða Microsoft Dynamics 365 Sales kerfið, gera breytingar og aðlaganir með stöðluðum tólum frá Microsoft Power Platforminu. Gott er að nemendur hafi haldgóða þekkingu á Microsoft Power Platform lausnum og helst hafi setið eitt eða fleiri grunnnámskeið eins og
Eftir að hafa lokið þessu námskeiði þá geta nemendur:
Leiðbeinandi:
Einar Hagalín Láruson Linkedin: https://www.linkedin.com/in/lobbi2011/
Einar er útskrifaður tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur síðan 2004 unnið við Microsoft Business Applications með áherslu á Microsoft Dynamics Ax og síðar Microsoft Dynamics 365. Einar hefur unnið með Power Platform lausnir frá því að þær komu fyrst fram á markaðinn í kringum 2017 og hefur verið í fararbroddi í kennslu og innleiðingu á Power Platform lausnum á Íslandi. Einar vinnur í dag sem sjálfstæður sérfræðingur við Microsoft Dynamics 365 og Power Platform í gegnum eigin rekstur EB5 ehf. Einar er jafnframt vottaður Microsoft kennari, Microsoft Certified Trainer – MCT. Einar er einnig þekktur og viðurkenndur fyrirlesari og stofnandi að Power Platform User Group Iceland og hefur staðið fyrir fyrirlestrum með aðkomu erlendra sérfræðinga.
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
Námskeiðið hefst 20. nóvember og er kennt á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum frá 16:30 – 19:30. Í tvær vikur. Námskeiðið er 18 kennslustundir.
Námskeiðið er kennt í staðkennslu í Borgartúni 23 og/eða í fjarkennslu, í beinni á netinu og einnig hægt að horfa á alla fyrirlestra eftir á.
Námsmat: Einstaklingsverkefni
Verð: 195.000
Einar Hagalín Láruson