Lýsing námskeiðs og skráning

Sérfræðingur í sölu og sölustjórnun

Akademias býður upp á námskeiðið Sérfræðingur í sölu og sölustjórnun. Námskeiðið er þróað til þess að efla sölu og sölustjórnun hjá íslenskum fyrirtækjum bæði á neytenda- og fyrirtækjamarkaði. Sennilega hefur sölumennska aldrei verið mikilvægari fyrir íslensk fyrirtæki og tækni og aðferðafræði sem eflir árangursríka sölu og samskipti við viðskiptavini er grundvallaratriði í uppbyggingu fyrirtækja.  

Leiðbeinendur námsins eru um 10 talsins sem eru sérfræðingar sölu og sölustjórnun bæði á neytenda- og fyrirtækjamarkaði. Leiðbeinendur hafa bæði stýrt söluverkefnum á Íslandi og alþjóðlega. Umsjónarmaður er Eyþór Ívar Jónsson, hjá Akademias sem er sérfræðingur í verðmætasköpun og uppbyggingu fyrirtækja. Hann hefur aðstoðað við að skipuleggja sölu- og markaðsstarf hjá mörg hundruð sprotafyrirtækjum á Norðurlöndunum í gegnum hraðla og önnur verkefni.  Eyþór er forseti Akademias og skipuleggur miniMBA og Leiðtoganám Akademias.

Námskeiðið Sérfræðingur í sölu og sölustjórnun snýst um að efla sölumenn fyrirtækja og stjórnendur sölumála með því að skapa aukna færni og leikni í aðferðafræði, skipulagi og tækni. Lögð er áhersla á að söluteymi læri að vinna saman og að nemendur geti bæði skipulagt söluherferðir betur og stýrt litlum og stórum söluverkefnum.  

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

Leiðbeinendur:

Haukur Gíslason – Sölustjóri Crayon og f.v. sölu og þróunarstjóri Men and Mice, Valitor og Latabæjar.
Kolbeinn Björnsson – Stofnandi Mink Campers og Sæbýli o.fl., f.v. framkvæmdstjóri hjá EksoBionics, LazyTown, Össur o.fl.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir - Stofnandi og framkvæmdastjóri Blush
Jói Sigurðsson - Stofnandi Crankwheel
Baldvin Jónsson – Stofnandi Sustainable Iceland og f.v. framkvæmdastjóri hjá Food & Fun Festival o.fl.
Guðmundur Arnar Guðmundsson – f.v. markaðsstjóri Íslandsbanka, Wow, Nova o.fl.
Eyþór Ívar Jónsson – Forseti Akademias

+ fleiri fyrirlesarar með dæmisögur.

Áfangar:

  1. Sala, sölumaður, sölustjórnun
  2. Söluferlið – frá „leads“ til lokunar
  3. Söluteymið og kúltúrhakk
  4. Trixin og tæknin
  5. Aðferðafræði og nýsköpun
  6. Skipulag og árangur

Hagnýtar upplýsingar:

Námið er í boði sem staðnám eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námið er  18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.

Hefst 5.mars 2024, kennt á þriðjudögum 13:00 - 16:00 og miðvikudögum 9:00 - 12:00 - 3 vikur

Námsmat: Hópverkefni í tímum og lokaverkefni sem byggir á raunhæfu verkefni sem tengist vinnu eða áhugamáli nemenda (einstaklingsverkefni)

Námsgjöld: 269.000 kr. 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Lærdómsvinir Akademias:

Nú gefst vinkonum, vinum, samstarfsfólki eða öðrum sem vilja eiga skólavin með sér í náminu tækifæri á að bóka sig á námskeið og fá 25% afslátt, ef tveir eða fleiri bóka sig saman í bókun.

Endilega sendið okkur línu með nafni 2 á akademias@akademias.is

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

 

Leiðbeinendur

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson, Akademias

Hoobla - Systir Akademias