Lýsing námskeiðs og skráning

Sérfræðingur í net- og gagnaöryggi fyrirtækja

Net- og gagnaöryggi er orðið nauðsynlegt í öllum fyrirtækjum sem halda utan um viðkvæmar upplýsingar á netinu eða tölvuþjónum. Námskeiðið fjallar um ýmsar hliðar netöryggis, gagnaverndar, forritaverndar og um aðgerðir sem eru nauðsynlegar í mismunandi atvikum og samræmingu aðgerða.

Fyrir hverja er námskeiðið

Sérfræðingur í net- og gagnaöryggi er ábyrgur fyrir að halda utan um að upplýsa starfsmenn um áhættur sem fylgja stafrænum gögnum og vinnslu, stýra aðgerðum sem miðað net- og gagnaöryggi fyrirtækja og bregðast við atvikum þar sem öryggisbrestur hefur orðið. Gott er að nemendur hafi haldgóða þekkingu á tölvum og tölvukerfum.

Að loknu námskeiði

Eftir að hafa lokið þessu námskeiði þá geta nemendur:

  • Gert greiningu á net-og gagnaöryggi fyrirtækja
  • Þekkja bestu aðferðir við uppsetningu öruggra netkerfisaðgangsstjórnanna
  • Geta haft eftirlit með netkerfinu og lagt til aðgerðir
  • Geta byggt upp starfsmannafræðslu um gagnaöryggi

Áfangar:

  • Inngangur að gagnaöryggi hjá fyrirtækjum
  • Netöryggi og ytri varnir
  • Vernd gagna og dulkóðun
  • Hönnun öryggis
  • Aðgerðir við öryggisatvikum
  • Öryggisstjórn og samræming

Leiðbeinandur:

Hermann Jónsson – hugbúnaðarsérfræðingur
Þórarinn Hjálmtýrsson – markaðssérfræðingur
o.fl.

 

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námskeiðið hefst 20. nóvember og er kennt á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum frá 16:30 – 19:30. Í tvær vikur, til 29. nóvember. Námskeiðið er 18 kennslustundir.

Námskeiðið er kennt í staðkennslu í Borgartúni 23 og/eða í  fjarkennslu, í beinni á netinu og einnig hægt að horfa á alla fyrirlestra eftir á.

Námsmat: Einstaklingsverkefni

Verð: 195.000

 

Leiðbeinendur

Hermann Jónsson

Þórarinn Hjálmarsson

Hoobla - Systir Akademias