Lýsing námskeiðs & skráning

Sérfræðingur í Hönnunarsprettum e. Design Thinking

Akademias, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, býður upp á námskeiðið Sérfræðingur í Hönnunarsprettum (Design Thinking Sprints).Námskeiðið gefur þátttakendum þekkingu, færni og leikni til þess að stýra verkefnum innan fyrirtækja og stofnana með því að nýta aðferðafræði skapandi hugsunar við hugmyndavinnu og lausnir á vandamálum. Sérstök áhersla er lögð á að þjálfa notkun skapandi hugsunar við mismunandi aðstæður eins og t.d. við hönnun á rými, heilbrigðislausnum og vöru- og þjónustunýjungum.

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

Leiðbeinendur námsins eru 5 - 10 talsins sem eru sérfræðingar hugmyndavinnu og hönnunarhugsun. Hver áfangi hefur á bilinu 2 – 3 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum. 

Umsjónarmaður er dr. Eyþór Ívar Jónsson, einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna sem hefur verið leiðandi í MBA náminu í Copenhagen Business School í fimmtán ár og kennt MBA við fjölda háskóla ásamt því sem hann er Vice President (frá júní 2020) fyrir European Academy of Management sem er samstarfsvettvangur 50 háskóla. 

Leiðbeinendur:

Eyþór Ívar Jónsson – Forseti Akademias
Hlín Helga Guðlaugsdóttir - Kennari við Stockholm School of Entrepreneurship
Sigurður Þorsteinsson - Partner hjá Design Group Italia
Paul Bennett - Chief Creative Director hjá IDEO
Arnar Gauti Sverrisson - Hönnuður og fjölmiðlamaður

+ 5 - 10 innlendir og erlendir fyrirlesarar með dæmisögur.

Áfangar:

  1. Hönnunarsprettir – Tilgangur og aðferðafræði
  2. Rannsóknaraðferðir og vettvangsvinna
  3. Samsetning, sögur, og tækifærin
  4. Hugflæði og frumgerðir
  5. Pilots og næstu skref
  6. Verðmætasköpun

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námskeiðið hefst 7.febrúar 2022 kennt er á mánudögum 13:00 – 16:00 og þriðjudögum 9:00 – 12:00 í þrjár vikur

Námið er í boði sem staðnám eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námið er  21 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi og Sýning.  

Námsmat: Hópverkefni í tímum og lokaverkefni (einstaklings- eða hópverkefni).

Námsgjöld: 290.000 kr. (Miðstöð hönnunar og arkitektúrs býður í dag námskeiðið á tilboði, 220.000 kr.)

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

Viltu upplýsingar um hvernig þetta nám getur styrkt þig í starfi?

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson