Lýsing námskeiðs & skráning

SALA OG SÖLUSTJÓRNUN - SÖLUNÁMSKEIÐ

Þjálfun sölumanna og söluteyma er oft lykillinn að því að auka tekjur og getur því verið besta fjárfesting fyrirtækja. 

Á námskeiðinu færðu að kynnast nokkrum af þeim lykilþáttum sem mikilvægt er að hafa í huga ef þig langar að skara framúr og hámarka söluárangur. Markmiðið er að þú gangir út með mikilvæg tól sem munu nýtast þér og þínu fyrirtæki við að ná settum markmiðum. Ekki láta þetta tækifæri fram hjá þér fara en hér er um að ræða kröftugt, skemmtilegt og lifandi námskeið i sölu og sölutækni ólík því sem boðið hefur verið uppá hingað til.  

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

 • Auðveldar leiðir til að auka sölu.
 • Hvernig notum við sölutækni og hverjar eru réttu spurningarnar?
 • Markmiðasetning, árangursdrifing sala og viðbótarsala.
 • Með hvaða leiðum er best að nálgast tilvonandi viðskiptavini?
 • Hvernig náum við að hvetja söluteymin og hvernig getum við notað umbun?
 • Hvernig er best að takast á við mótbárur, öll nei-in!
 • Hvaða aðferðir getum við nýtt okkur við að loka sölu?
 • Hvernig náum við betri tengslum við viðskiptavini og/eða hugsanlega viðskiptavini og tryggjum að þeir komi aftur?
 • Ánægður viðskiptavinur er besta auglýsingin...

Hagnýt atriði:

 • Næsta námskeið er 10 og 12 nóvember, frá kl 17:00 til 21:00.  
 • Námið er kennt í sal Akademias, Borgartúni 23. Einnig er hægt að taka þátt í beinni á netinu en hátæknikennslustofa Akademias gerir fjarnemum kleift að taka þátt í náminu, umræðum og verkefnum einsog þeir væru á staðnum.
 • Verð 49.900 kr. Snemmskráningartilboð 34.900 kr.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnumálastofnun styrkir jafnframt skjólstæðinga sína um 50% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is

Fyrir hverja:

Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma að sölu og þjónustu að einhverju leyti og vilja ná betri árangri á sínu sviði, s.s. sölufulltrúar, sölustjórar, verslunarstjórar, söluteymi og verslunareigendur.

Kennarar:

Lovísa og Unnur reka saman Kvartz markaðs- og viðburðarstofu en báðar hafa þær viðamikla reynslu í sölu og markaðsmálum. 

Lovísa Anna Pálmadóttir hefur m.a. starfað sem markaðsstjóri hjá Smáralind, BESTSELLER og Te&Kaffi. Ennfremur hefur Lovísa mikla reynslu af kennslu, markmiðasetningu og stefnumótun sölu og þjónustu fyrir hin ýmsu fyrirtæki í mörgum ólíkum atvinnugeirum.

Unnur María Pálmadóttir hefur starfað m.a. sem verkefnastjóri, markaðsráðgjafi og við sölu hjá 365 miðlum og Árvakri í yfir 15 ár og hefur því mikla reynslu á því sviði. Hún hefur einnig starfað með söluteymum við markmiðasetningu, gerð markaðs- og söluáætlana, sérhæft sig í sölutækni og samskiptum við viðskiptavini.

 

Skráning

Dagsetningar í boði, smelltu til að skrá þig:

Skrá mig, Sala og sölustjórnun 10 og 12 nóvember

 

Leiðbeinendur

Lovísa Pálmadóttir

Unnur Pálmadóttir

*****
Mat þátttakenda á mælikvaraðnum 1 til 5

Umsagnir

,,Mjög flott námskeið og stóðst fullkomnlega væntingar mínar"
..

,,Frábært námskeið og gagnlegt. Mörg atriði sem ég mun nýta strax í mínu starfi"
..

,,Námskeiðið hjálpar mér mikið að takast á við öll nei-in og ekki detta niður spíralinn. Fullt hús stiga!"
..