18. mars 2021, Háskólabíó
RÁÐSTEFNA UM ÞJÓNUSTU
Fyrirlesari frá Disney Institute ásamt Joseph Michelli
Ráðstefnan skartar Joseph Michelli og fyrirlesara frá Disney Institute sem mun fjalla um hvernig Walt Disney Parks & Resorts hefur farið að því að skapa sína þjónustuupplifun.
Fyrirlesarar munu fjalla um hvað það skiptir miklu máli að huga að öllum smáatriðum, leggja aukna áherslu á hönnun þjónustuupplifunar viðskiptavina og tryggja að fyrirtækjamenning styðji við þjónustuloforðið.
Joseph Michelli er margfaldur metsöluhöfundu en hann hefur gefið út bækur um þjónustu Starbucks, Zappos, AirBnB, Mercedes-Benz og Ritz Carlton svo eitthvað sé nefnt. Hann er einn vinsælasti þjónustufyrirlesari heims og hefur verið ráðgjafi við fyrirtæki eins og: Microsoft, Godiva, Nespresso, Volkswagen, Chick-Fil-A, Fiat, HP, Bombardier, Pandora, Capital one o.fl.
Hér má sjá lista yfir bækur Michelli á Amazon.com.
Dagskrá
Fundarstjóri: Hrafnhildur Hafsteinsdóttir markaðs- og gæðastjóri Hjallastefnunnar
- Metöluhöfundurinn Joseph Michelli
- Sérfræðingur frá Disney Institute sem fjallar um galdrana að baki upplifuninni hjá Walt Disney Parks & Resorts
- Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova
- Már Másson framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðs Bláa lónsins
- Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar
- Bjarney Harðardóttir, framkvæmdastjóri hjá 66°Norður
- Snæbjörn Ingólfsson, sérfræðingur hjá Origo: Fer sjálfvirkni og aukin þjónusta saman?
- Kristinn G. Bjarnason, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Toyota
Hagnýt atriði
- Ráðstefnan er í boði í beinni yfir netið og í Háskólabíói.
- Þátttakendur á netinu hafa tækifæri á að leggja fram spurningar og taka þátt í umræðum í beinni eins og þeir sem verða á staðnum.
- Stund: 18. mars 2021, kl 8:30 til kl 12:30
- Fullt verð 54.900 kr. Snemmskráningarverð 34.900 kr. í takmarkaðan tíma.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af þátttökugjaldi
Fyrir hverja:
Ráðstefnan er fyrir alla sem stjórna, móta eða hafa áhrif á þjónustuupplifun viðskiptavina fyrirtækja og stofnana af öllum stærðum, og í öllum atvinnugreinum. Sem dæmi framkvæmdastjóra, forstöðumenn, verslunarstjóra og lykilstarfsmenn í þjónustustörfum.
Leiðbeinendur
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir markaðs- og gæðastjóri Hjallastefnunnar
Kristinn G. Bjarnason, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Toyota
Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova
Már Másson framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðs Bláa lónsins
Snæbjörn Ingólfsson, sérfræðingur hjá Origo