Lýsing námskeiðs & skráning

Raddsprettur 

Viltu styrkja þig í framkomu? Kynnast röddinni þinni betur? Verða betri í því að standa upp og tala? Læra öll trixin í bókinni til að halda röddinni góðri við kennslu, á fundum og fyrirlestrum? Eða bara forvitnast meira um þetta verkfæri sem við notum frá því að við vöknum þar til við sofnum alla daga ársins? 
Ef svarið er já við eitthvað af þessum spurningum að þá er þetta klárlega eitthvað fyrir þig!
 
Námskeið ætlað þeim sem vilja ná betri stjórn á talröddinni og styrkja raddbeitingu sína í leik og starfi og efla með því sjálfstraustið. Kennt í hóp og hver og einn fær verkfæri við hæfi. 

Helstu áherslur:

  • Röddin og CVT raddtæknin (Complete Vocal Technique). 
  • Sviðskrekkurinn og frammistöðukvíðinn. 
  • Ræður/fyrirlestrar með og/eða án míkrafóns.

Hera Björk er með kennararéttindi í Complete vocal Technique frá CVI í Kaupmannahöfn og starfaði um margra ára skeið sem raddþjálfari og CVT kennari vítt og breitt um Evrópu. Hún hefur komið víða við sem raddþjálfi og aðstoðað ma. stjórnendur fyrirtækja, leikara, kennara, presta & pólitíkusa við að ná betra valdi á talröddinni. Hera Björk stofnaði og rak sinn eigin söngskóla frá árinu 2006 til 2020 og starfar í dag sem fasteignasali, fyrirlesari og söngkona. 

Hagnýt atriði:

  • Sumarsprettir eru tveggja daga námskeið sem eru 6 klst í heildina
  • Námskeiðið er kennt 15. og 16. ágúst 2022 klukkan 09:00-12:00
  • Verð 95.000 kr. Tilboð í dag 30% afsláttur með kóðanum Sumar30
  • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, ef keypt eru fleiri sæti. Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
  • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
  • Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is

Viltu upplýsingar um hvernig þetta nám getur styrkt þig í starfi?

 

Leiðbeinandi

Hera Björk Þórhallsdóttir, söngkona

Hoobla - Systir Akademias