Lýsing námskeiðs & skráning

Pipedrive - Vertu Séní í B2B sölupípu

Pipedrive er einfalt en öflugt tól til að styðja við sölu til fyrirtækja. Hlutverk Pipedrive er að leiða söluteymi í gegnum söluferli og auka líkurnar á því að sala lokist. Pipedrive er einnig með flottar skýrslur til að fylgjast með árangri. Nova notar sjálft Pipedrive til að styðja við sína sölu og munu tveir starfskraftar Nova sýna hvernig það er notað.

Á námskeiðinu er fjallað um: 

 • Hvað er Pipedrive
 • Til hvers er Pipedrive
 • Af hverju Pipedrive 
 • Uppsetning á Pipedrive
 • Helstu ferlar í Pipedrive
 • Kennsla starfsfólk fyrir Pipedrive
 • Skýrslur úr Pipedrive fyrir stjórnendur 
 • Tilkynningar úr Pipedrive
 • Finndu þér meira sniðugt fyrir Pipedrive

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
 • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
 • Námið er í 6 hlutum og er um 1 klst í heildina. 
 • Námskeiðin eru innifalin fyrir alla fyrirtækjaviðskiptavini Nova en almennt verð er 29.900 kr.
 • Við bjóðum upp á möguleikann að kaupa 3 MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. og 5 MasterClass námskeið að eigin vali á 99.900 kr.
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
 • Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is

Fyrir hverja?

Pipedrive er fyrir söluteymi og sölustjóra sem vilja koma sinni sölupípu á næsta stig á einfaldan máta. Aðferðafræðin hentar sérstaklega vel fyrir söluteymi sem selja til fyrirtækja. 

Leiðbeinendur 

Auðunn Sólberg er með 20 ára reynslu í sölu, viðskiptastýringu, sölustjórn og söluþjálfun. Hann er þjálfari hjá Nova og er í fyrirtækjasölu.

Jón Andri Sigurðarson er með yfir 20 ára reynslu í hugbúnaðarþróun, nýsköpun og tæknilausnum. Hann er líka þjálfari hjá Nova og er í viðskiptaþróun.

Séní hjá Nova:

Séní námskeið Nova í samstarfi við Akademias eru fremstu námskeið landsins fyrir skýjalausnir sem henta fyrirtækjum sem vilja bjarga sér sjálf, nútímavæða rekstrarumhverfið og spara helling í leiðinni. Námskeiðin eru innifalin fyrir alla fyrirtækjaviðskiptavini Nova.

Séní hjá Nova framkvæmir tæknigreiningu með þínu fyrirtæki, hjálpar til við að velja skýjalausnir sem styðja við reksturinn og koma því inn á tækniöldina. Spjallaðu við Séní hjá Nova og komdu þér upp betra verklagi sem styttir sporin og sparar allskonar auka kostnað.


Vertu í skýjunum með Séní á hradleid.is

 

Viltu upplýsingar um hvernig þetta nám getur styrkt þig í starfi?