Lýsing námskeiðs & skráning

OFURÞJÓNUSTA

Að skapa einstaka og eftirminnilega þjónustuupplifun fyrir viðskiptavini er lykilþáttur í árangri fyrirtækja. Góð þjónusta er í dag orðin sjálfsagður hlutur og verða því fyrirtæki að ganga mun lengra til að skara framúr. Þau þurfa að bjóða ofurþjónustu. Fyrirtæki sem fara framúr væntingum uppskera ekki aðeins endurtekin kaup heldur laða ánægðir viðskiptavinir nýja inn, með því að segja frá upplifun sinni á netinu og í raunheimum. Lykillinn að meðmælum er að fara framúr væntingum og búa til jákvæða, einstaka og minnistæða upplifun fyrir viðskiptavini.

Á námskeiðinu er farið á hagnýtan hátt yfir það hvernig fyrirtæki geta skapað sér sérstöðu með ofurþjónustu. Í því samhengi er litið til þeirrar aðferðafræði sem farsæl fyrirtæki nota til að skapa sér sérstöðu, hvetja starfsfólk sitt til að ganga skrefinu lengra og uppskera fyrir vikið aukna sölu og ánægju.

Rýnt er í fjölmörg hagnýt dæmi frá íslenskum og erlendum fyrirtækjum sem þátttakendur geta innleitt strax í sínum störfum. Kynnt er hvernig Disney, Apple, Starbucks, Nordstrom, Ritz Carlton, fyrirtækin sem skora hæst í Íslensku ánægjuvoginni og fleiri farsæl þjónustufyrirtæki haga sínum málum.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

  • Hvernig við sköpum ofurþjónustu.
  • Hvernig við sköpum vinnuumhverfi sem ýtir undir starfsánægju og ofurþjónustu.
  • Sannfæringa- og samskiptafræði.
  • Ferli við að skapa einstaka þjónustuupplifun fyrir viðskiptavini með því að huga að öllum snertipunktum.
  • Hvernig við getum virkjað og hjálpað starfsfólki fyrirtækisins að skilja mikilvægi þess að fara fram úr væntingum.
  • Hvernig við tökumst á við erfiða viðskiptavini.

Námskeiðið er fyrst og fremst hagnýtt og uppfullt af raunsögum. 

Næstu námskeið:

  • Næsta námskeið verður mánudaginn 7. september á Center Hotel Plaza við Ingólfstorg.
  • Bjóðum einnig uppá sérsniðnar lausnir fyrir fyrirtæki, t.d. fyrirlestra og sérsniðin þjónustunámskeið í staðnámi og fjarnámi sem gera starfsmönnum kleift að læra hvar og hvenær sem er. Ennfremur bjóðum við námskeið inn í kennslukerfi fyrirtækja, eins og Eloomi. Nánari upplýsingar gudmundur@akademias.is.
  • Verð: 49.900 kr. per. þátttakanda. Afsláttur ef þrír eða fleiri koma saman.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum gudmundur@akademias.is.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir alla sem stjórna, móta eða hafa áhrif á þjónustuupplifun viðskiptavina fyrirtækja af öllum stærðum, og í öllum atvinnugreinum. Hér má finna lista yfir hluta þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem sent hafa starfsmenn á námskeiðin.

Kennari: 

Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsráðgjafi og stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air, markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og sem vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. (Nánari upplýsingar um kennara hér)

 

Skráning

Dagsetningar í boði, smelltu til að skrá þig:

Skrá mig, Ofurþjónustunámskeið 7. september

 

Leiðbeinandi

Guðmundur Arnar Guðmundsson