Lýsing námskeiðs & skráning

Ofurþjónusta

Að skapa einstaka og eftirminnilega þjónustuupplifun fyrir viðskiptavini er lykilþáttur í árangri fyrirtækja. Góð þjónusta er í dag orðin sjálfsagður hlutur og verða því fyrirtæki að ganga mun lengra til að skara framúr. Þau þurfa að bjóða ofurþjónustu.

Fyrirtæki sem fara framúr væntingum uppskera ekki aðeins endurtekin kaup heldur laða ánægðir viðskiptavinir nýja inn, með því að segja frá upplifun sinni á netinu og í raunheimum. Lykillinn að meðmælum er að fara framúr væntingum og búa til jákvæða, einstaka og minnistæða upplifun fyrir viðskiptavini.

Á námskeiðinu er fjallað um:

 • Mikilvægi þjónustu og hvað finnst íslendingum vera mikilvægustu þættir ofurþjónustu? 
 • Fisksalarnir! Fjórar reglur sem bæta starfsanda og þjónustumenningu (Fish! Management philosophy).
 • Hvernig tökumst við á við þjónustufall or erfiða viðskiptavini.
 • Ofurþjónustu og þjónustuupplifun
 • Sálfræðiaðferðir sem hjálpa okkur í samskiptum við viðskiptavini sem bæði eykur ánægju og líkur á kaupum

Hagnýtar upplýsingar:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og þátttakendur kjósa á tímabilinu.
 • Námið er í 5 hlutum og rúmlega 1,5 klst.
 • Verð 29.900 kr.
 • Tilboð! Kauptu þrjú MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. Smelltu hér.
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið eða sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
 • Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir alla sem veita, móta eða skapa þjónustuupplifun viðskiptavina fyrirtækja og stofnanna af öllum stærðum, og í öllum atvinnugreinum. 

Kennarar: 

Námskeiðið er flutt af Pétri Jóhanni Sigfússyni skemmtikrafti sem gerir námskeiðið að skemmtilegasta námskeiði Akademias!

Guðmundur Arnar Guðmundsson, höfundur námskeiðisins, er framkvæmdastjóri Akademias. Hann hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air, markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og sem vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi.