Lýsing námskeiðs & skráning

miniMBA: Stafræn verslun og markaðsstarf

miniMBA: Stafræn verslun og markaðsstarf er nýtt nám hjá Akademias fyrir alla sem vilja ná góðum tökum á þeirri stafrænu umbreytingu sem er að eiga sér stað í verslun og þjónustu. Námið er bæði fyrir þá sem eru núþegar með stafræna sölu eða þjónustu, en vilja ná meiri árangri, og jafnframt þá sem eru hefja vegferðina.

Námið er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja tryggja að Ísland verði í farabroddi á þessu sviði. Stafræn færni er lykilatriði í að ná árangri til framtíðar. Covid-19 hefur aukið vægi stafrænnar verslunar og þjónustu og varanlega breytt kauphegðun. Þróun og breytingar sem spáð var að tæki áratug hafa nú raungerst á nokkrum mánuðum.

Námið er samsett úr fimm áföngum: 1) Tækifærisgreining og stefnumótun, 2) Vefverslunarkerfi og sjálfvirk samskipti, 3) Þjónusta netverslanna, 4) Vaxtarhakk með auglýsingakerfum og 5) Gervigreind, tilraunir og mælaborð. Ennfremur munu leiðtogar úr viðskiptalífinu deila reynslusögum, t.d. frá Lyfju, Heimkaupum, Elko, CCP, Íslandspósti, Extraloppunni o.fl. 

Umsjónarmaður námsins er Guðmundur Arnar Guðmundsson, hjá Akademias. Hann hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air auk þess sat hann í framkvæmdastjórn félaganna. Ennfremur var hann markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. Guðmundur hefur mikla innlenda og alþjóðlega reynslu af verslun og markaðsetningu á netinu.

Líkt og allt nám hjá Akademias er það í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Áfangar

1. Tækifærisgreining og stefnumótun

Hvernig finnum við tækifærin á netinu (erlendis og á Íslandi)?
Hvaða tól getum við notað til að greina markaði? (SEM Rush, Google Analytics o.s.frv.)
Hvernig getum við séð hvað markhópurinn er að skoða á vef samkeppninnar?
Stefnumótun vefverslana

2. Vefverslunarkerfi og sjálfvirk samskipti

Umfjöllun og greining á hvað skiptir máli við val á vefverslunarkerfi
Kostir og gallar stærstu þriggja kerfanna: Shopify, Wocommerce og Magento
Hvernig náum við hámarks árangri með vefverslunarkerfinu?
Hvað skiptir máli við hönnun notendaupplifun  vefverslanna
Sjálfvirk samskipti með einföldum og ódýrum CRM kerfum

3. Þjónusta netverslana

Hvað þarf að hafa í huga varðandi þjónustu vefverslana
Flutningur og afhendingarkostir
Hvernig getum við hámarkað þjónustu á síðustu metrum
Hvað skiptir máli við vöruskil?
Greiðslumiðlun, hvaða kostir eru í boði og hvað skiptir máli?

4. Vaxtarhakk með auglýsingakerfum

Vaxtarhakk með auglýsingakerfi Google og Facebook
Leitarvélabestun
Hvernig skrifum við texta á vefinn fyrir fólk og leitarvélar sem hámarkar sölu
Tileinkunarlíkön (e. Attribution modeling)
Áhrifavaldar og hvernig efni virkar best á samfélagsmiðlum

5. Gervigreind, tilraunir og mælaborð

Hvað eru farsæl íslensk og erlend fyrirtæki að gera með gögn og gervigreind?
Hvernig geta allar vefverslanir tileinkað sér gagnadrifið markaðsstarf og gervigreind?
Hvað getum við lært af því hvernig Amazon, Netflix, Spotify og Facebook nota gögn og gervigreind?
Hvernig geta allar vefverslanir byrjað að gera tilraunir með atferlisfræði
Hvernig getum við búið til mælaborð og hvaða mælikvarðar skipta mestu máli?

+ Aðgangur að sex MasterClass netkúrsum (um 30 klst.) til að dýpka þekkingu: Markaðsstarf í Kreppu, Vefverslun & Shopify, Auglýsingakerfi Facebook og Instagram, Auglýsingakerfi Google og Youtube, Myndvinnsla með Photoshop og Lærðu að hagnýta gögn með snjöllum lausnum 

Leiðbeinendur sem voru á síðasta námskeiði:

* Leiðbeinendur námsins eru um 17 talsins en listinn er birtur með fyrirvara um breytingar.

Hagnýtar upplýsingar:

Næsta námskeið byrjar 14. september 2021. Kennt á þriðjudögum kl 13:00 – 17:00 og miðvikudögum kl 9:00 – 12:00 í 5 vikur.

Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námið er um 40 klst., þ.e. 5 áfangar, 7 klst. hver áfangi + heimapróf. Valkvæmt er svo að nema 6 MasterClass netáfanga (hefur 12 mánuði), samtals um 30 klst. 

Námsmat: Hópverkefni og heimapróf.

Námsgjald: 340.000 kr. Snemmskráningarverð til 1.ágúst 290.000 kr

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum gudmundur@akademias.is.

 

 

Leiðbeinendur

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju

Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.is

Edda Blumenstein, doktor í Omni Channel Retailing

Eyrún Jónsdóttir, VP Publishing CCP

Guðmundur Arnar Guðmundsson, Akademias

Elvar Bjarki Helgason, forstöðumaður Póstinum

Brynja Dan Gunnarsdóttir, Stofnandi og eigandi Extraloppunnar og áhrifavaldur

Auður Ösp Ólafsdótir, ráðgjafi og sérfræðingur í leitarvélabestun,

Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi DataLab Ísland

Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp

Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna Datera

Hreggviður Magnússon, leiðtogi í stafrænni markaðssetningu