Lýsing námskeiðs & skráning

miniMBA: Menning, hvatning og samskipti

Vegna fjölda áskorana býður Akademias upp á miniMBA með áherslu á menningu, hvatningu og samskipti. Námskeiðið er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja tryggja að Íslenskt atvinnulíf verði í farabroddi þegar kemur að því að efla mannauð og félagsauð í fyrirtækjum og stofnunum. Góð menning innan fyrirtækja er grunnur að árangri þeirra en við mótun hennar þarf að huga sérstaklega að hvatningu, samvinnu og góðum samskiptum.

Leiðbeinendur námsins eru 10 - 15 talsins sem eru sérfræðingar í að byggja upp menningu í fyrirtækjum, samskiptum og teymisvinnu. Hver áfangi hefur á bilinu 2 – 5 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum.

Umsjónaraðilar eru Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir og Eyþór Ívar Jónsson. dr. Eyþór Ívar Jónsson, einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna sem hefur verið leiðandi í MBA náminu í Copenhagen Business School í fimmtán ár og kennt MBA við fjölda háskóla. Eyþór hefur byggt upp mörg hundruð teymi í þeim fyrirtækjum og verkefnum sem hann hefur komið að. Ingibjörg Lilja vann m.a. hjá Spotify og tók þátt í uppbyggingu á einstakri menningu þar. Ingibjörg er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst.  

miniMBA í menningu, hvatningu og samskiptum snýst um að skapa þekkingu, færni og leikni sem tengist uppbyggingu á mannauði og teymum hvort sem er í einkageiranum, hjá hinu opinbera eða í þriðja geiranum. Í miniMBA lærir fólk um mikilvægi þess að búa til menningu til árangurs, hvatningu og teymisvinnu, mannleg samskipti og tjáningu og gildi og markmið.

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

Leiðbeinendur:

Kristín Hulda Sverrisdóttir, Executive PA to the Chairman at Alvogen
Gunnar Haugen, Talent management Director at CCP
Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landsspítalanum
Ólafur Stefánsson, ráðgjafi og handboltahetja, sjálfstæður
Edda Hermannsdóttir, director of marketing and communication at Íslandsbanki
Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttirfyrrum Learning And Development Specialist Spotify 
Sigrún Kjartansdóttir, CEO Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi 
Eyþór Eðvaldsson, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun
Eyþór Ívar Jónsson, Akademias
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi og einn stofnenda HR monitor
Birna Bragadóttir stjórnendaráðgjafi hjá Befirst

Áfangar:

Menning til árangurs
Menning sem skapar árangur
Innleiðing á breyttri menningu
Áhrif góðrar og slæmrar menningar
Kjarni góðrar menningar

Hvatning og endurgjöf
Þjálfun til árangurs
Hvatning sem aðferðafræði
Fyrirliðinn og leiðtogar
Endurgjöf og lærdómur

Teymi og sigrar
Árangursrík teymi
Uppbygging á teymi
Sigrar og áfangar
Að viðhalda teymisandanum

Samskipti og tjáning
Mannleg samskipti
Jákvæð sálfræði
Tilfinningagreind
Tjáning og viðhorf

Fólk, ferli og tilgangur
Tilgangur sem skiptir máli
Rétta fólkið í bátnum
Umbreytingar
Árangursrík menning og fyrirtæki

 
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námskeiðið byrjar 12. nóvember og er 30 klst., þ.e. 5 áfangar, 6 klst. hver áfangi.  

Sjá dagsetningar:
1) 12. nóvember 13:00 – 16:00
2) 13. nóvember 9:00 – 12:00
3) 19. nóvember 9:00 – 12:00
4) 19. nóvember 13:00 – 16:00
5) 20. nóvember 9:00 – 12:00
6) 26. nóvember 9:00 – 12:00 
7) 26. nóvember 13:00 – 16:00 
8) 27. nóvember 9:00 – 12:00 
9) 3. desember 13:00 – 16:00
10) 4. desember 9:00 – 12:00

Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námsmat: Einstaklingsverkefni, hópverkefni og heimapróf.

Námskeiðagjöld: 390.000 kr (Snemmskráningargjald 290.000 kr. ef bókað er fyrir 22. október)

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, allt að 3.000.000 kr á hverju ári óháð starfsmanni (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Skráning

Dagsetningar í boði, smelltu til að skrá þig:

Skrá mig, miniMBA: Menning, hvatning og samskipti

 

Leiðbeinendur

Kristín Hulda Sverrisdóttir, Executive PA to the Chairman at Alvogen

Gunnar Haugen, Talent management Director at CCP

Ólafur Stefánsson, ráðgjafi og handboltahetja, sjálfstæður

Edda Hermannsdóttir, director of marketing and communication at Íslandsbanki

Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir, fyrrum Learning And Development Specialist Spotify

Sigrún Kjartansdóttir, CEO Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi

Eyþór Eðvaldsson, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun

Birna Bragadóttir, stjórnendaráðgjafi hjá Befirst

Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi og einn stofnenda HR monitor

Dr. Eyþór Ívar Jónsson