Næsta námskeið 26. apríl 2021
miniMBA: Markaðsfræði, vöxtur með vörumerkjastjórnun
miniMBA í Markaðsfræði snýst um að finna næsta sóknarfæri á markaði. Hjálpa fyrirtækjum að vera allt fyrir einhverja, en ekki eitthvað fyrir alla. Markmið námsins er að kynna þátttakendum hagnýta aðferðafræði og nýjustu þekkingu á markaðsfræði og vörumerkjastjórnun. Þátttakendur fá þekkingu, færni og hæfni í að greina markaði, móta stefnu og setja upp aðgerðaráætlun sem hjálpar fyrirtækjum að vaxa. Námið er samstarfsverkefni Akademias og danska markaðsráðgjafafyrirtækisins CO/PLUS.
Leiðbeinendur námsins eru margir leiðandi í heiminum á sviði markaðsmála. Til dæmis Kevin Lane Keller einn helsti vörumerkjasérfræðingur heims og samhöfundur Philip Kotler á Marketing Management bókinni (vinsælasta markaðsfræðikennslubók í heimi á háskólastigi), Jenni Romaniuk forstöðumaður Ehrenberg-Bass stofnunarinnar í Ástralíu sem er sú áhrifamesta í heiminum á sviði markaðsmála og Joseph Pine sem er upphafsmaður The Experience Economy og höfundur samnefndrar bókar.
Námið er í umsjón Guðmundar Arnars hjá Akademias og Gaute Høgh stofnanda og eiganda CO/PLUS. CO/PLUS er ráðgjafafyrirtæki sem staðfærir sig á milli stjórnendaráðgjafafyrirtækja og auglýsingastofa.
CO/PLUS hefur unnið með mörgum heimsþekktum vörumerkjum, ásamt fjölmörgum íslenskum. Sem dæmi: Arla, Bang & Olufsen, Lego, Novo Nordisk, Statoil, Malibu og Danona. Á Íslandi hefur það unnið með vörumerki eins og Ísey skyr, Össur, Icelandic, Lýsi, Nova og Bioeffect.
Guðmundur Arnar Guðmundsson frá Akademias hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air auk þess sat hann í framkvæmdastjórn félaganna. Ennfremur var hann markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi.
Áfangar
Innsæi, gögn og neytendahegðun
Vörumerki og vörumerkjastjórnun
Markaðsinnsæi, greining á neytendum og samkeppninni
Hvernig finnum við réttu viðskiptavinina til að vaxa?
Mælingar, markaðsrannsóknir og gögn
Hvernig getum við notað tilraunir til að ná meiri árangri
Mótun markaðsstefnu
Aðgreining og auðkenning vörumerkja
Vörumerkjasögur og snertifletir við viðskiptavini
Staðfærsla - að þora að vera öðruvísi
Markaðstrektir
Samfélagsleg ábyrgð og markaðsstefna
Markaðsáætlanir og markaðsaðgerðir
Markaðsaðgerðir með réttri dreifingu, verðlagningu og vörunni
Markaðssamskipti með áherslu á gögn
,,Nudge" og atferlishagfræði til að auka virkni og ýta undir vöxt
Hvernig ákveðum við fjármagn til markaðsmála?
Samstarf við önnur vörumerki eða fræga einstaklinga (t.a.m. áhrifavaldar)
Einstök og minnistæð viðskiptavinaupplifun
Upplifunarhagkerfið (e. The Experience Economy)
Staðfærsla og upplifanir
Ferðalag viðskiptavina
Hvernig getum við notað gögn og tilraunir til að besta upplifun
Vera meira en vörumerki
Markaðshermir og lokaverkefni
Verkleg æfing í vörumerkjastjórnun í sýndarheim á netinu (hermir)
Lokaverkefni - einstaklingsverkefni
Leiðbeinendur*
- Gaute Høgh, stofnandi og eigandi CO/PLUS
- Kevin Lane Keller, E. B. Osborn Professor of Marketing at the Tuck School of Business at Dartmouth College
- Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir
- Jenni Romaniuk, Associate Director Ehrenberg-Bass Institute for marketing science
- Sasha Denham, framkvæmdastjóri CO/PLUS
- Joseph Pine, The Experience Economy, co-founder Strategic Horizon
- Jón Gnarr, grínisti, rithöfundur, leikari og fyrrverandi borgarstjóri
- Eyrún Jónsdóttir, VP Publishing CCP
- Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter
- Magnús Árnason, framkvæmdastjóri starfrænnar þróunar NOVA
- Amandine Caillot, head of strategy CO/PLUS
- Sunneva Sverrisdóttir, Account director CO/PLUS
- Óskar Þórðarson, stofnandi og framkvæmdastjóri Omnom
- Guðmundur Arnar Guðmundsson, Akademias
* Leiðbeinendur verða um 15 talsins. Fleiri munu því bætast við á næstu dögum.
Hagnýtar upplýsingar
Námið byrjar 26. apríl. Kennt er á mánudögum frá kl 13:00 til 16:00 og þriðjudögum frá 9:00 til 12:00. Þann 17. maí er kennt frá 9:00-12 og 13 til 16:00. Ekki er kennsla þann 25. apríl. Náminu lýkur þriðjudaginn 25. maí.
Kennsla fer fram hjá Akademias í Borgartúni 23, 3 hæð.
Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.
Námið er í heild um 40 klst. og í 5 hlutum.
Námsmat: Einstaklingsverkefni og markaðshermir (e. marketing simulator). Hermirinn er hópverkefni þar sem nemar stýra vörumerki í sýndarheim.
Námsgjald: 390.000 kr. Snemmskráningarverð: 290.000 kr.
Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.
Leiðbeinendur
Gaute Høgh, stofnandi og eigandi CO/PLUS
B. Joseph Pine, The Experience Economy
Jenni Romaniuk, Associate Director Ehrenberg-Bass Institute for marketing science
Guðmundur Arnar Guðmundsson, Akademias
Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir
Kevin Lane Keller, E. B. Osborn Professor of Marketing at the Tuck School
Eyrún Jónsdóttir, VP Publishing CCP
Sasha Denham, framkvæmdastjóri CO/PLUS
Sunneva Sverrisdóttir, Account director CO/PLUS
Magnús Árnason, framkvæmdastjóri starfrænnar þróunar NOVA
Óskar Þórðarson, stofnandi og framkvæmdastjóri Omnom
Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrum borgarstjóri
Amandine Caillot, head of strategy CO/PLUS