Lýsing námskeiðs og skráning

Microsoft Dynamics 365 Grundvallaratriði (MB-910)

MB-910 Microsoft Dynamics 365 Fundamentals (CRM)

Þetta námskeið kynnir nemendur fyrir grunnhugtökum og notkun á Microsoft Dynamics 365 lausnunum. Farið er yfir helstu notkunarsvið nokkurra algengra lausna og hvernig þær geta nýst fyrirtækjum og stofnunum.

Fyrir hverja er námskeiðið

Þetta námskeið er ætlað öllum sem vilja kynna sér mögulega Microsoft Dynamics 365 lausna og hvernig þær vinna saman. Nemendur þurfa ekki að hafa þekkingu eða reynslu af Microsoft Dynamics 365 lausnum til þess að sitja þetta námskeið. Æskilegt er að nemendur hafi grunnþekkingu eða reynslu af því að vinna með viðskiptavinatengdar upplýsingar ( e. Customer Relationship Management, CRM ). Reynsla og/eða þekking á Microsoft Power Platform lausnum er mikill kostur sem og að hafa klárað eitt eða fleiri grunnnámskeið eins og:

  • PL-900: Microsoft Power Platform grunnur
  • PL-100: Microsoft Power Platform App Maker
  • PL-200: Microsoft Power Platform ráðgjafi ( Functional Consultant )

Að loknu námskeiði

Eftir að hafa lokið þessu námskeiði þá geta nemendur:

  • Lýst eiginleikum Dynamics 365 Marketing
  • Lýst eiginleikum Dynamics 365 Sales
  • Lýst eiginleikum Dynamics 365 Customer Service
  • Lýst eiginleikum Dynamics 365 Field Service

Hvað næst?

MB-210 Dynamics 365 Sales ráðgjafi

Leiðbeinandi:

Einar Hagalín Láruson Linkedin: https://www.linkedin.com/in/lobbi2011/

Einar er útskrifaður tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur síðan 2004 unnið við Microsoft Business Applications með áherslu á Microsoft Dynamics Ax og síðar Microsoft Dynamics 365. Einar hefur unnið með Power Platform lausnir frá því að þær komu fyrst fram á markaðinn í kringum 2017 og hefur verið í fararbroddi í kennslu og innleiðingu á Power Platform lausnum á Íslandi. Einar vinnur í dag sem sjálfstæður sérfræðingur við Microsoft Dynamics 365 og Power Platform í gegnum eigin rekstur EB5 ehf. Einar er jafnframt vottaður Microsoft kennari, Microsoft Certified Trainer – MCT. Einar er einnig þekktur og viðurkenndur fyrirlesari og stofnandi að Power Platform User Group Iceland og hefur staðið fyrir fyrirlestrum með aðkomu erlendra sérfræðinga.

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námskeiðið hefst 13. nóvember og er kennt mánudag (13. nóv.) þriðjudag (14. nóv.) og miðvikudag (15. nóv.) frá 16:30 – 19:30. Námskeiðið er 9 kennslustundir.

Námskeiðið er kennt í staðkennslu í Borgartúni 23 og/eða í  fjarkennslu, í beinni á netinu og einnig hægt að horfa á alla fyrirlestra eftir á.

Námsmat: Einstaklingsverkefni

Verð: 95.000

 

 

Leiðbeinandi

Einar Hagalín Láruson

Hoobla - Systir Akademias