Lýsing námskeiðs og skráning

miniMBA: Markaðsfræði, vöxtur með vörumerkjastjórnun og Growth hacking

miniMBA í Markaðsfræði snýst um að finna næsta sóknarfæri á markaði. Hjálpa fyrirtækjum að vera allt fyrir einhverja, en ekki eitthvað fyrir alla. Markmið námsins er að kynna þátttakendum hagnýta aðferðafræði og nýjustu þekkingu á markaðsfræði og vörumerkjastjórnun. Þátttakendur fá þekkingu, færni og hæfni í að greina markaði, móta stefnu og setja upp aðgerðaráætlun sem hjálpar fyrirtækjum að vaxa. Ennfremur hvernig hægt er að nota aðferðafræði Growth hacking, sem byggir á tilraunum og gögnum, til að ná meiri árangri í markaðsstarfi fyrir minna fjármagn.  

Námið er í umsjón Guðmundar Arnars hjá Akademias.  

Guðmundur Arnar Guðmundsson frá Akademias hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air auk þess sat hann í framkvæmdastjórn félaganna. Ennfremur var hann markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi.

Áfangar

Innsæi, gögn og neytendahegðun

Vörumerki og vörumerkjastjórnun
Markaðsinnsæi, greining á neytendum og samkeppninni
Hvernig finnum við réttu viðskiptavinina til að vaxa?
Mælingar, markaðsrannsóknir og gögn

Mótun markaðsstefnu

Aðgreining og auðkenning vörumerkja
Vörumerkjasögur og snertifletir við viðskiptavini
Staðfærsla - að þora að vera öðruvísi
Markaðstrektir
Samfélagsleg ábyrgð og markaðsstefna

Markaðsáætlanir og markaðsaðgerðir

Markaðsaðgerðir með réttri dreifingu, verðlagningu og vörunni
Markaðssamskipti með áherslu á gögn
,,Nudge" og atferlishagfræði til að auka virkni og ýta undir vöxt
Hvernig ákveðum við fjármagn til markaðsmála?
Samstarf við önnur vörumerki eða fræga einstaklinga (t.a.m. áhrifavaldar)

Einstök og minnistæð viðskiptavinaupplifun

Upplifunarhagkerfið (e. The Experience Economy)
Staðfærsla og upplifanir
Ferðalag viðskiptavina

Growth Hacking (NÝTT)

Hvað er Growth Hacking?
Hvernig getum við byrjað að nota gögn og tilraunir til að ná meiri árangri
Hvað getum við lært af Facebook, Google, Netflix, Spotify o.fl. leiðandi fyrirtækjum sem byggja alla sína sókn á aðferðafræðinni
Hver eru skrefin til að innleiða Growth hacking menningu í markaðsstarfi

Markaðshermir og lokaverkefni

Verkleg æfing í vörumerkjastjórnun í sýndarheim á netinu (hermir)
Lokaverkefni - einstaklingsverkefni

Leiðbeinendur á síðasta námskeiði:*

* Leiðbeinendur verða um 15-17 talsins og mun listinn uppfærast.

Hagnýtar upplýsingar

Námið hefst 6.nóvember og er 30klst., 6 klst í viku og lokaverkefni.

Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. Kennsla fer fram hjá Akademias í Borgartúni 23, 3 hæð. 

Kennt verður á mánudögum frá 13:00 til 16:00 og á þriðjudögum frá 09:00 til 12:00 frá 6.nóvember til og með 5.desember. 

Námsmat: Einstaklingsverkefni og markaðshermir (e. marketing simulator). Hermirinn er hópverkefni þar sem nemar stýra vörumerki í sýndarheim. 

Verð 290.000.  

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

Akademias Executive MBA

Þetta nám er hluti af executive MBA námi Akademias.

Þetta nám er hluti af Akademias Executive MBA. Executive MBA námið er hannað fyrir metnaðarfullt fólk sem vill mennta sig fyrir tækifæri framtíðarinnar. Með því að raða saman nokkrum námum er hægt að tryggja sér Akademias Executive MBA gráðu, sjá nánar hér.

Smelltu hér ef þú vilt bóka stuttan fund við Dr. Eyþór Ívar Jónsson sem hefur umsjón með Akademias Executive MBA náminu.

 

Leiðbeinandi

Guðmundur Arnar Guðmundsson, Akademias

Akademias Executive MBA

Þetta nám er hluti af executive MBA námi Akademias.

Þetta nám er hluti af Akademias Executive MBA. Executive MBA námið er hannað fyrir metnaðarfullt fólk sem vill mennta sig fyrir tækifæri framtíðarinnar. Með því að raða saman nokkrum námum er hægt að tryggja sér Akademias Executive MBA gráðu, sjá nánar hér.

Smelltu hér ef þú vilt bóka stuttan fund við Dr. Eyþór Ívar Jónsson sem hefur umsjón með Akademias Executive MBA náminu.

Hoobla - Systir Akademias