Lýsing námskeiðs & skráning

Lestur launaseðla

Launafólk á rétt á því að fá í hendur við útborgun launa sundurliðun á launaútreikningi. Launaseðillinn er einnig kvittun launafólks fyrir greiðslu skatta, lífeyrissjóðsiðgjalda og félagsgjalds til stéttarfélags. Ekkert eitt staðlað form er til um launaseðla en í kjarasamningum koma fram leiðbeiningar um það hvaða upplýsingar skuli vera á launaseðli. Í þessum fyrirlestri fer Oddur Birnir Pétursson, sérfræðingur á kjaramálasviði VR, yfir allt það helsta sem launafólk þarf að vita um launaseðilinn. Hvað á að koma fram, hvernig sundurliðun er oftast sett upp og hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar við skoðum launaseðilinn.  


Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Almennar upplýsingar sem koma eiga fram á launaseðli
  • Munurinn á sundurliðun þegar starfskraftur er á taxtalaunum og hinsvegar föstum mánaðarlaunum
  • Þær leiðir sem eru í boði varðandi uppsöfnun orlofs og muninn á þeim
  • Hvað skiptir sérstöku máli að skoða í launaliðnum til að passa að þú sért að fá rétt laun
  • Allir frádráttarliðir sýndir og út frá hverju þeir eru reiknaðir

Kennari: 
Oddur Birnir Pétursson, sérfræðingur á kjaramálasviði VR

Fyrir hverja: 
Námskeiðið er fyrir öll þau sem vilja vita meira um launaseðla, læra að lesa þá og þekkja þá þætti sem eru mikilvægastir fyrir okkur öll að hafa á hreinu.

Hagnýt atriði:

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
  • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
  • Námið er í 4 hlutum og er um 30 mínútur í heildina. 
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
 
Hoobla - Systir Akademias