Leiðtogi í Viðburðastjórnun og upplifunarhönnun
Lögð er áhersla á hvernig hægt er að skapa eftirminnilega og minnistæða upplifun af viðburðum, stöðum/svæðum, þjónustu og rýmum. Ennfremur er lögð áhersla á bæði stór verkefni og smá, fyrir fyrirtæki, stofnanir og fagfélög, sveitarfélög og hið opinbera, innlend jafnt sem erlend.
Aðferðafræðin byggir á stuttum hönnunarsprettum, fyrirlestrum og samtölum við sérfræðinga innlenda og erlenda. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, úrlausnir vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.
Útgangspunktur námskeiðsins er upplifunarhagkerfið og mun Joseph Pine, höfundur hugtaksins og bókarinnar The Experience Economy, opna námskeiðið og gefa tóninn.
Umsjón námsins er í höndum Eyþór Ívar Jónsson, Vice President fyrir ráðstefnur hjá European Academy of Management og forseti Akademias og Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuklasans.
Leiðbeinendur eru meðal annarra:
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins
Helga Ólafsdóttir, stjórnandi Hönnunarmars
Eva María Þ. Lange, framkvæmdastjóri Pink Iceland
Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Cognitio
Jóhann G. Jóhannsson, leikari, leikstjóri og framleiðandi
Eyþór Ívar Jónsson, vice President fyrir ráðstefnur hjá European Academy of Management
Listinn verður uppfærður
Leiðbeinendur námsins eru sérfræðingar í að hanna, skipuleggja og stýra upplifun. Tveir til þrír leiðbeinendur halda utan um hvern áfanga sem byggja á reynslusögum og raundæmum.
Áfangar:
- Verðmæti upplifunar
- Inngangur og tilgangur
- Íslenskt upplifunarhagkerfi
- Upplifunarhagkerfið
- Undirbúningur upplifunar (set the stage)
- Hönnun upplifunar
- Eftirvænting
- Að skrifa söguna
- Hönnunarsprettur - Upplifunin
- Unnið með Ísland sem útgangspunkt í hönnunarsprett
- Leiksýningin (the show)
- Sviðsmyndin
- Sýningin
- Leikstjórinn
- Leikhúsið (Everything is theatre!)
- Kynningar á einstaklingsverkefnum
- Hönnunarsprettur - Leikurinn
- Unnið með útgangspunkt í hönnun á viðburði
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.
Námskeiðið er 18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.
Námsmat: Hönnunarsprettir og lokaverkefni (einstaklings- eða hópverkefni).
Námskeiðagjald: 240.000
Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.
Leiðbeinendur
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Rósbjörg Jónsdóttir, Framkvæmdastjóri Cognitio