Lýsing námskeiðs & skráning

Leiðtogi í sölu og sölustjórnun

Akademias býður upp á námskeiðið Leiðtogi í sölu og sölustjórnun. Námskeiðið er þróað til þess að efla sölu og sölustjórnun hjá íslenskum fyrirtækjum bæði á neytenda- og fyrirtækjamarkaði. Sennilega hefur sölumennska aldrei verið mikilvægari fyrir íslensk fyrirtæki og tækni og aðferðafræði sem eflir árangursríka sölu og samskipti við viðskiptavini er grundvallaratriði í uppbyggingu fyrirtækja.  

Leiðbeinendur námsins eru um 10 talsins sem eru sérfræðingar sölu og sölustjórnun bæði á neytenda- og fyrirtækjamarkaði. Leiðbeinendur hafa bæði stýrt söluverkefnum á Íslandi og alþjóðlega. Umsjónarmaður er Eyþór Ívar Jónsson, hjá Akademias sem er sérfræðingur í verðmætasköpun og uppbyggingu fyrirtækja. Hann hefur aðstoðað við að skipuleggja sölu- og markaðsstarf hjá mörg hundruð sprotafyrirtækjum á Norðurlöndunum í gegnum hraðla og önnur verkefni.  Eyþór er forseti Akademias og skipuleggur miniMBA og Leiðtoganám Akademias.

Námskeiðið Leiðtogi í sölu og sölustjórnun snýst um að efla sölumenn fyrirtækja og stjórnendur sölumála með því að skapa aukna færni og leikni í aðferðafræði, skipulagi og tækni. Lögð er áhersla á að söluteymi læri að vinna saman og að nemendur geti bæði skipulagt söluherferðir betur og stýrt litlum og stórum söluverkefnum.  

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

Leiðbeinendur:

Haukur Gíslason – Sölustjóri Crayon og f.v. sölu og þróunarstjóri Men and Mice, Valitor og Latabæjar.
Kolbeinn Björnsson – Stofnandi Mink Campers og Sæbýli o.fl., f.v. framkvæmdstjóri hjá EksoBionics, LazyTown, Össur o.fl.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir - Stofnandi og framkvæmdastjóri Blush
Jói Sigurðsson - Stofnandi Crankwheel
Baldvin Jónsson – Stofnandi Sustainable Iceland og f.v. framkvæmdastjóri hjá Food & Fun Festival o.fl.
Guðmundur Arnar Guðmundsson – f.v. markaðsstjóri Íslandsbanka, Wow, Nova o.fl.
Eyþór Ívar Jónsson – Forseti Akademias

+ fleiri fyrirlesarar með dæmisögur.

Áfangar:

  1. Sala, sölumaður, sölustjórnun
  2. Söluferlið – frá „leads“ til lokunar
  3. Söluteymið og kúltúrhakk
  4. Trixin og tæknin
  5. Aðferðafræði og nýsköpun
  6. Skipulag og árangur

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Næsta námskeið verður 2022, dagsetningar auglýsingar fljótlega.

Námið er í boði sem staðnám eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námið er  18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.

Námsmat: Hópverkefni í tímum og lokaverkefni sem byggir á raunhæfu verkefni sem tengist vinnu eða áhugamáli nemenda (einstaklingsverkefni)

Námsgjöld: 290.000 kr. 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

 

Viltu upplýsingar um hvernig þetta nám getur styrkt þig í starfi?