Lýsing námskeiðs & skráning

Leiðtogi í Skapandi hugsun (Design Thinking)

Akademias, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, býður upp á námskeiðið Leiðtogi í Skapandi hugsun (hönnunarhugsun). Námskeiðið er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja efla hugmyndavinnu og skapandi hugsun hjá hinu opinbera, í íslensku atvinnulífi og þriðja geiranum. Skapandi hugsun (e. Design Thinking) er aðferðafræði sem var fyrst þróuð af bandaríska ráðgjafarfyrirtækinu IDEO til þess að þróa lausnir sem byggja á hönnun og frumleika. 

Leiðbeinendur námsins eru 10 - 15 talsins sem eru sérfræðingar hugmyndavinnu og hönnunarhugsun. Hver áfangi hefur á bilinu 2 – 3 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum. Á námskeiðinu koma saman m.a. leiðbeinendur eins og Paul Bennett, sem hefur verið leiðandi í Skapandi hugsun fyrir IDEO í tvo áratugi og unnið með mörgum af stærstu fyrirtækjum heimsins og Sigurður Þorsteinsson, partner hjá Design Group Italia, sem hefur leitt skapandi vinnu fyrir Bláa lónið, 3M, PepsiCo og fleiri alþjóðleg fyrirtæki og fjöldinn allur af innlendum og erlendum sérfræðingum.  

Umsjónarmaður er Svava María Atladóttir, partner hjá Future Medical Systems í San Francisco. Hún vann jafnframt í sex ár hjá IDEO í Palo Alto höfuðstöðvunum en IDEO var frumherji og hefur verið leiðandi í hönnunarhugsun alþjóðlega. Svava María hefur stýrt fjölda verkefna þar sem hönnunarhugsun hefur verið leiðandi aðferðafræði við að finna lausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hún er meðhöfundur bókarinnar Discovery Design: Charting New Directions in Healthcare Improvement.

Námskeiðið Leiðtogi í Skapandi hugsun snýst um að skapa þekkingu, færni og leikni til þess að stýra verkefnum innan fyrirtækja og stofnana með því að nýta aðferðafræði skapandi hugsunar við hugmyndavinnu og lausnir á vandamálum. Sérstök áhersla er lögð á að þjálfa notkun skapandi hugsunar við mismunandi aðstæður eins og t.d. við hönnun á rými, heilbrigðislausnum og vöru- og þjónustunýjungum.

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

Leiðbeinendur:

Svava María Atladóttir, partner hjá Future Medical Systems
Paul Bennett – Chief Creative Officer hjá IDEO
Eyþór Ívar Jónsson – Forseti Akademias
Guðmundur Arnar Guðmundsson – Framkvæmdastjóri Akademias 
Sigurður Þorsteinsson – Partner hjá Design Group Italia

+ 5 - 10 innlendir og erlendir fyrirlesarar með dæmisögur.

Áfangar:

  1. Hönnunarhugsun – Tilgangur og aðferðafræði
  2. Rannsóknaraðferðir og vettvangsvinna
  3. Samsetning, sögur, og tækifærin
  4. Hugflæði og frumgerðir
  5. Pilots og næstu skref
  6. Verðmætasköpun

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námskeiðið byrjar 24. nóvember 2021 og kennt er á miðvikudögum 13:00 – 16:00 og fimmtudögum 9:00 – 12:00 í þrjár vikur

Námið er í boði sem staðnám eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námið er  21 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi og Sýning.  

Námsmat: Hópverkefni í tímum og lokaverkefni (einstaklings- eða hópverkefni).

Námsgjöld: 290.000 kr. (Miðstöð hönnunar og arkitektúrs býður í dag námskeiðið á tilboði, 220.000 kr.)

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Viltu upplýsingar um hvernig þetta nám getur styrkt þig í starfi?

 

Leiðbeinendur

Svava María Atladóttir Senior Partner Future Medical Systems

Paul Bennett – Chief Creative Officer hjá IDEO

Sigurður Þorsteinsson – Partner hjá Design Group Italia

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson, Akademias