Lýsing námskeiðs & skráning

Stefnumótun með áherslu á sjálfbærni og samfélagsábyrgð með CBS og Festu

Akademias og Copenhagen Business School Executive bjóða upp á námskeiðið Leiðtogi í sjálbærni og viðskiptaþróun í samstarfi við Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð. Námskeiðið miðar að því að tengja betur Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna við stefnu og viðskiptaþróun  hjá fyrirtækjum, stofnunum og félögum. Sjálfbærni er viðfangsefni sem fyrirtæki vita að þau standa frammi fyrir en hafa í fæstum tilvikum tekist að innleiða með þeim hætti sem eykur verðmæti og tilvistargrundvöll fyrirtækja.

Leiðbeinendur námsins eru sérfræðingar sjálfbærni og stefnumótun. Öll koma þau frá Copenhagen Business School. Steen Vallentin er sérfræðingur CBS í rannsóknum á sjálfbærni og stýrir m.a. rannsóknarverkefnunum CBS Sustainability og CBS Circularity initiative. Anne Mette Erlandsson Christiansen hefur aðstoða fjölda fyrirtækja á Norðurlöndunum við að móta stefnu sem byggir á sjálfbærni. Hún var áður partner hjá Deilotte og PwC. Hún stýrir m.a. ráðgjafarverkefninu Enact Sustainable Strategies. Eyþór Ívar Jónsson, er sérfræðingur í stefnumótun og forseti Akademias. Öll eru þau kennarar við MBA námið hjá Copenhagen Business School.

Námskeiðið Leiðtogi í sjálfbærni og viðskiptaþróun snýst um að skapa þekkingu, færni og leikni til þess að stýra verkefnum innan fyrirtækja og stofnana sem snúa að sjálfbærni og viðskiptaþróun. Farið er yfir helstu kenningar sem snúa að sjálfbærni og verðmætasköpun og aðferðafræði sem hjálpar til við að tryggja að samfélagsábyrgð og umhverfisvernd vinni með stefnumörkun og viðskiptaþróun félaga og stofnana. Jafnframt er farið yfir dæmi og reynslusögur frá Norðurlöndunum.  

Aðferðafræðin byggir á stuttum fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

Leiðbeinendur

Steen Vallentin, Copenhagen Business School
Anne Mette Erlandsson Christiansen, Copenhagen Business School
Eyþór Ívar JónssonCopenhagen Business School og Forseti Akademias

Hagnýtar upplýsingar

Tími:
Næsta námskeið verður 2022, dagsetning og tími auglýst síðar.

Námið er í boði sem staðnám- eða fjarnám (í beinni á netinu) eða sem blönduð námsleið. Námskeiðið er tveir dagar og fer staðnám  fram hjá Akademias, Borgartúni 23.

Námsmat: Hópverkefni í tímum.

Verð: 290.000 kr. 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

 

Leiðbeinendur

Anne Mette Erlandsson Christiansen, Copenhagen Business School

Steen Vallentin, Copenhagen Business School

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Hoobla - Systir Akademias