17. maí 2021
Leiðtogi í samningatækni
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að skoða samningatækni út frá ólíkum sjónarhólum og þjálfa þátttakendur í að verða betra í samningatækni sem nýtist við ólíkar aðstæður. Við semjum á hverjum degi, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Samningatækni er því hæfni sem allir þurfa að kunna skil á og geta nýtt sér. Sérstaklega er lögð áhersla á samningatækni í viðskiptum og efnahagsmálum. Einnig er farið í gegnum samskiptatækni sem getur haft áhrif á niðustöðu samninga.
Námskeiðið byggist annars vegar á raunsögum frá erfiðum samningaferlum þar sem farið er yfir hvernig ferlið fór fram og hvernig lesið var í stöðuna. Hins vegar byggir námskeiðið á stuttum fyrirlestrum og æfingum sem hjálpa þátttakendum við að þjálfa upp tækni og aðferðafræði sem nýtist við alls konar aðstæður.
Meðal leiðbeinenda eru:
Lee Buchheit - Aðalsamningamaður Íslands í Icesave deilunni.
Stefán Haukur Jóhannesson – Sendiherra og aðalsamningamaður Íslands í mörgum alþjóðlegum samningum.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir – Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
Stefán Eiríksson – Fv. Lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins (RUV)
Erlendur Svavarsson – Framkvæmdastjóri Cabo Verde Airlines
Umsjónaraðili námskeiðsins er dr. Eyþór Ívar Jónsson sem er einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna sem hefur verið leiðandi í MBA náminu í Copenhagen Business School í fimmtán ár og kennt MBA við fjölda háskóla. Leiðbeinendur námsins eru sérfræðingar í samningatækni. Hver áfangi hefur á bilinu 2 – 3 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum.
Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.
Áfangar:
- Ágreiningur og úrlausnir (4 klst)
- Samningurinn um Ísland
- Að skilja ágreining
- Sameiginlegt úrlausnarefni
- Samskipti og samningtækni (4 klst)
- Alþjóðlegir samningar
- Viðmið og útgangspunktar
- Speglun og samkennd
- Verðmætaaukning og gagnkvæmur ávinningur (4 klst)
- Auðlindir og skipting gæða
- Uppskipting og aukning verðmæta
- Sigrar til skemmri og lengri tíma
- Viðræður og spurningar (4 klst)
- Samkennd og samvinna
- Ferli og skipulag
- Síðasta orðið
Hagnýtar upplýsingar
Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið eins og hentar þátttakendum hverju sinni.
Námskeiðið byrjar 17. maí kl. 17:00. Kennt er 17, 18, 19 og 20. maí kl. 17:00 - 21:00 alla daga. Námskeiðið er 16 klst., þ.e. 4 áfangar, 4 klst. hver áfangi.
Námsmat: Hópverkefni.
Verð: 240.000 kr. Ef tvö sæti eða fleiri eru keypt, fæst 50% afsláttur af viðbótarsætum. Til þess að bóka tvö sæti eða fleiri, hafið samband við bokhald@akademias.is
Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.
Leiðbeinendur
Erlendur Svavarsson. Framkvæmdastjóri Cabo Verde Airlines
Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
Lee Buchheit - Aðalsamningamaður Íslands í Icesave deilunni
Stefán Eiríksson. Fv. Lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins (RUV)
Stefán Haukur Jóhannesson, Sendiherra og aðalsamningamaður Íslands í mörgum alþjóðlegum samningum