Lýsing námskeiðs & skráning

Leiðtogi í hönnunarsprettum

Akademias, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, býður upp á námskeiðið Leiðtogi í hönnunarsprettum (Design Thinking Sprints).Námskeiðið gefur þátttakendum þekkingu, færni og leikni til þess að stýra verkefnum innan fyrirtækja og stofnana með því að nýta aðferðafræði skapandi hugsunar við hugmyndavinnu og lausnir á vandamálum. Sérstök áhersla er lögð á að þjálfa notkun skapandi hugsunar við mismunandi aðstæður eins og t.d. við hönnun á rými, heilbrigðislausnum og vöru- og þjónustunýjungum.

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

Leiðbeinendur námsins eru 5 - 10 talsins sem eru sérfræðingar hugmyndavinnu og hönnunarhugsun. Hver áfangi hefur á bilinu 2 – 3 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum. 

Umsjónarmaður er dr. Eyþór Ívar Jónsson, einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna sem hefur verið leiðandi í MBA náminu í Copenhagen Business School í fimmtán ár og kennt MBA við fjölda háskóla ásamt því sem hann er Vice President (frá júní 2020) fyrir European Academy of Management sem er samstarfsvettvangur 50 háskóla. 

Leiðbeinendur:

Eyþór Ívar Jónsson – Forseti Akademias
Hlín Helga Guðlaugsdóttir - Kennari við Stockholm School of Entrepreneurship
Sigurður Þorsteinsson - Partner hjá Design Group Italia
Paul Bennett - Chief Creative Director hjá IDEO
Arnar Gauti Sverrisson - Hönnuður og fjölmiðlamaður

+ 5 - 10 innlendir og erlendir fyrirlesarar með dæmisögur.

Áfangar:

  1. Hönnunarsprettir – Tilgangur og aðferðafræði
  2. Rannsóknaraðferðir og vettvangsvinna
  3. Samsetning, sögur, og tækifærin
  4. Hugflæði og frumgerðir
  5. Pilots og næstu skref
  6. Verðmætasköpun

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námið er í boði sem staðnám eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Kennt verður á þriðjudögum frá 13:00 - 16:00 og á miðvikudögum frá 9:00 - 12:00 í þrjár vikur frá 30.ágúst

Námið er  21 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi og Sýning.  

Námsmat: Hópverkefni í tímum og lokaverkefni (einstaklings- eða hópverkefni).

Námsgjöld: 290.000 kr. Snemmskráningarverð 190.000

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

Viltu upplýsingar um hvernig þetta nám getur styrkt þig í starfi?

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Hoobla - Systir Akademias