Lýsing námskeiðs & skráning

Krítísk færni á óvissutímum

Eftir ár af baráttu við kórónuveiruna getur lundin verið þung. Langvarandi óvissuástand og miklar breytingar geta haft áhrif á líðan sem skilar sér í lakari afköstum.

Krístísk færni á óvissutímum er námslína fyrir starfsmenn og stjórnendur. Markmið hennar er að auka aðlögunarfærni og afköst starfsfólks og stjórnenda fyrirtækja og stofnanna.

Námslínan inniheldur 8 fjarnámsáfanga sem þátttakendur hafa 12 mánuði til að klára. Hver og einn velur stað og stund til þess að læra og hægt er að horfa og læra eins oft og vilji er fyrir á þessum 12 mánuðum. 

Áfangarnir:

 • Vakinn - Hvatning, betri svefn og ráð gegn streitu (3 klst.)

Vakinn inniheldur áfanga um hvatningu, streitustjórnun og betri svefn. Námið er hannað með það að markmiði að undirbúa fólk til að takast á við erfiða tíma. Óvissa og erfiðleikar auka líkurnar á streitueinkennum og kulnun. Því er mikilvægt að vera meðvitaður og bregðast við tímanlega til þess að snúa ógnunum yfir í tækifæri. Sjá meira.

Leiðbeinendur eru Magnús Scheving, Helga Hrönn Óladóttir og dr. Erla Björnsdóttir.

 • Heildræn heilsa (1,5 klst)

Í þessu tvíþætta námskeiði er fyrst farið yfir líkamlega heilsu og hvernig hún tengist andlegri heilsu. Hvernig við getum hvatt okkur sjálf áfram og búið til góða vana. Í seinni hlutanum er farið í þau hlutskipti mannsins að vera með stjórnlausan huga og hvernig það getur leitt til streitu og ójafnvægis. Hvernig núvitund og hugleiðsla getur stuðlað að jafnvægi og hugarró og mikilvægi sjálfskærleiks í þeirri iðkun. Sjá meira.

Leiðbeinendur eru Indíana Nanna og Tolli Morthens.

 • Markmiðasetning ( 1 klst)

Á þessu námskeiði er fjallað um farsæla markmiðasetningu, tímastjórnun og venjur til að hámarka nýtingu á tíma. Markmiðið er að veita þátttakendum innblástur og hvatningu til að setja sér markmið, leyfa sér að dreyma stórt og gefa þeim verkfæri sem hámarka líkur á árangri. Sjá meira.

Leiðbeinendur eru dr. Erla Björnsdóttir og Þóra Hrund Guðbrandsdóttir.

 • Fjarvinna með Teams (1,5 klst)

Þetta námskeið fjallar um fjarvinnutólið Microsoft Teams og hvernig stjórnendur geta notast við tólið til verkefnastýringar á tímum fjarvinnu til þess að ná árangri og halda góðu sambandi við samstarfsfólk í fjarvinnu. Sjá meira.

Leiðbeinandi er Guðný Halla Hauksdóttir.

 • Tímastjórnun og skipulag funda (1,5 klst)

Þetta námskeið er tvískipt og tekur á helstu mýtum í sambandi við tímastjórnun og skipulagningu funda. Fyrri hlutinn fjallar um helstu aðferðir sem stjórnendur og starfsmenn geti gert til þess að hámarka afköst en á sama tíma skapa jafnvægi á milli vinnu og frítíma. Seinni hlutinn fjallar um ástæður óskilvirkra funda og hvernig megi ná meiri árangri á fundum með forgangsröðun og skipulagningu. Sjá meira.

Leiðbeinandi er dr. Eyþór Ívar Jónsson.

  • Critical Thinking, á ensku með LinkedIn Learning (1 klst)

  Í þessum áfanga er farið yfir þær aðferðir sem hægt er að nýta sér til þess að þróa með þér gagnrýna hugsun fyrir úrlausn vandamála og ákvörðunartöku. Þú lærir að sundurliða stór vandamál niður í smærri þætti, framsetja vandamálið á réttan hátt, spyrja réttra spurninga, koma auga á rót vandans, nýta þér gagnrýna hugsun til þess að greina afleyðingar og átta þig á því hvernig þú getur ýtt undir gagnrýna hugsun annarra. 

  Leiðbeinandi er leiðtogamarkþjálfinn Mike Figliuolo

  • Developing your Emotional Intellegence, á ensku með LinkedIn Learning (1 klst)

  Hvað er tilfinningagreind og afhverju er hún mikilvæg? Í þessu námskeiði lærir þú hvernig tilfinningagreind getur hjálpað þér að byggja upp skilvirk sambönd á vinnustaðnum. 

  Leiðbeinandi er leiðtogamarkþjálfinn og fyrirtækjasálfræðingurinn Gemma Roberts

  • Emotional Intelligence, the Key Determiner of Success, á ensku með LinkedIn Learning (30 mín) 

  Á þessu námskeiði er farið yfir hinar fjóru víddir tilfinningagreindar sem sálfræðingurinn Daniel Goleman skilgreindi: sjálfsvitund, sjálfsstýring, félagsleg vitund og sambandsvitund. Þessar víddir hjálpa einstaklingum að skilja hvorn annan og bæta samvinnu. Sérlega mikilvægt er fyrir stjórnendur að kunna skil á þessum víddum. 

  Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Daniel Goleman, Amy Cuddy og Susan David

   Hagnýt atriði:

   • Allir áfangar eru í fjarnámi á netinu, byrjaðu að læra núna!
   • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
   • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
   • Námslínan er 11,5 klst. í heildina. 
   • Fullt verð er 194.500 kr. Tilboðsverð 99.900 kr!
   • Árs aðgangur að LinkedIn Learning fylgir með, verðmæti um 45.000 kr. 

   • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
   • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
   • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.