Lýsing námskeiðs & skráning

Jákvæð sálfræði með CBS – til að leiða teymi og stefnumótun  

Jákvæð sálfræði – til að leiða teymi og stefnumótun

Þriggja daga vinnustofa í samvinnu við Copenhagen Business School Executive og CPH: Learning. Vinnustofan hefur verið eitt allra vinsælasta námskeiðið sem CBS Executive hefur boðið upp á undanfarin ár en námskeiðið hefur verið kennt síðan 2009.

Vinnstofan vinnur t.d. með áhugaverðar niðurstöður úr rannsóknum:  

  • Að skilgreina styrkleika fólks (og hvað þau gera rétt) og byggja á þeim skilar mun meiri árangri en að skilgreina veikleika (og hvað þau gera rangt) og reyna að leiðrétta þá.
  • Stjórnendur sem fjárfesta tíma með þeim sem standa sig best (frekar en þeim sem eru ekki að standa sig) skila tvöföldum árangri.
  • Í fyrirtækjum þar sem starfsmenn hafa möguleika á að gera það sem þeir gera best hvern einasta dag er framleiðni miklu mun meiri en hefðbundnum fyrirtækjum.
  • Starfsmenn sem fá endurgjöf varðandi styrkleika sína eru miklu mun áhugasamari og árangursríkari en starfsmenn sem fá endurgjöf um veikleika sína.   

Aðferðafræði jákvæðrar sálfræði hefur verið notuð með miklum árangri í fyrirtækjum eins og Microsoft, Accenture, Deloite, Adobe, GAP, TDC o.fl. Námskeiðið gefur m.a. innsýn í hvernig á að breyta um stefnu sem er áætlun yfir í stefnu sem er ferli og hefur þýðingu, hvernig sálfræðin getur hjálpað til við að þjálfa og stjórna fólki til árangurs, hvernig þekking á jákvæðri sálfræði getur hjálpað til við að breyta menningu fyrirtækja og skapa árangursríka teymisvinnu.

Leiðbeinendur

Kennarar eru Claus Nygaard og Lars Ginnerup sem eru helstu sérfræðingar Danmerku í jákvæðri sálfræði og hafa kennt námskeiðið við CBS Executive frá 2009. Claus Nygaard er stofnandi Institute for Learning in Higher Education og CPH: Learning, hann er með doktorsgráðu og hefur fengið fjölda verðlauna fyrir kennslu og rannsóknir. Lars Ginnerup hefur í tuttugu ár verið leiðandi í rannsóknum á árangursríkum starfsaðferðum og stofnaði m.a. groupVision og [inno:vasion]. Báðir eru sérfræðingar í stefnumótun og hvernig á að ná árangri með jákvæðri sálfræði
 

Dagskrá

DAGUR 1:

DAGUR 2:

DAGUR 3:

 

Hagnýtar upplýsingar  

Vinnustofan verður haldin 4.-6 október 2022.   

Námið er í boði sem staðnám eða fjarnám eða sem blönduð námsleið. 

Námið er 18 klst.

Námsmat: Hópverkefni

Námsgjald: 290.000kr. 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

 
Hoobla - Systir Akademias