Í LEIT AÐ STARFI
Námskeiðið er samstarfsverkefni Hagvangs og Akademias og er ætlað að undirbúa og hvetja einstaklinga í árangursríka atvinnuleit. Megináhersla er lögð á að kenna aðferðir og tækni til starfsleitar og efla sjálfstraust við leitina. Lögð er áhersla á að í lok námskeiðs séu þátttakendur tilbúnir til þess að hefja atvinnuleit með markvissum hætti.
Markmið
- Að einstaklingar séu tilbúnir til að takast á við atvinnuleit af krafti
- Auka færni og öryggi í atvinnuleitinni
- Betri þekking á mismunandi leiðum við atvinnuleit
Þátttakendum stendur til boða að verða virkir umsækjendur hjá Hagvangi og hafa þar með aðgengi að öllum störfum sem eru á skrá og falla að hæfileikum og getu viðkomandi.
Við hjálpum þér að móta nýjan starfsferil, auðkenna styrkleika þína og nýta þá í væntanlegri starfsleit. Jafnframt förum við yfir ýmis hagnýt atriði sem nýtast í atvinnuleit.
Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:
- Tímamótin sem fylgja starfsleit
- Hugarfar
- Að skapa góðar venjur
- Draumastarfið
- Starfsleitina
- Ferilskránna
- Kynningarbréfið
- Atvinnuviðtöl
- Launaviðræður
Hagnýt atriði:
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
- Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
- Námið er í 10 hlutum og er tæp klukkustund í heildina.
- Verð 14.900 kr
- Tilboð! Kauptu þrjú MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða fimm námskeið á 99.900 kr.
- Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
- Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
- Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is
Leiðbeinendur:
Hlynur Atli Magnússon og Stefanía Hildur Ásmundsdóttir kenna námskeiðið, en bæði eru þau ráðgjafar í mannauðsmálum og ráðningum hjá Hagvangi. Hagvangur er ráðninga- og ráðgjafafyrirtæki sem stofnað var árið 1971 og veitir margs konar ráðgjöf á sviði þjálfunar og þróunar mannauðs. Í áraraðir hefur Hagvangur veitt ráðgjöf í tengslum við starfslok, en áhersla er lögð á að beina sjónum fram á við. Þar er starfsfólk aðstoðað við að móta nýjan starfsferil, finna styrkleika og nýta þá í væntanlegri starfsleit. Reynsla Hagvangs er sú að ráðgjöf sem þessi hefur undantekningarlítið góð áhrif auk þess að vera hjálpleg í atvinnuleitarferlinu.
Fyrir hverja?
Námskeiðið er ætlað einstaklingum í atvinnuleit en einnig geta fyrirtæki boðið fyrrum starfsfólki sínu upp á námskeiðið í kjölfarið á uppsögn.
Viltu upplýsingar um hvernig þetta nám getur styrkt þig í starfi?
Leiðbeinandi
Hlynur Magnússon og Stefanía Ásmundsdóttir, ráðgjafar í mannauðsmálum og ráðningum hjá Hagvangi.