Lýsing námskeiðs & skráning

Hvað getum við lært af Riot Games?

Ókeypis fræðslufundir í boði IGI, RÍSÍ og Akademias

Riot Games er eitt stærsta leikjafyrirtæki heims og stendur á bak við einn þekktasta tölvuleik allra tíma: League of Legends. Um 100 milljón manns horfðu á heimsmeistaramót leiksins árið 2019. Fyrirtækið er verðmetið á um 3.200 milljarða íslenskra króna.

MSI mót Riot Games í leiknum League of Legends verður haldið á Íslandi í maí 2021. Sem hluti af þeirri hátíð vilja IGI, RÍSÍ og Akademias bjóða upp á ókeypis fræðslufund sem fjallar um framþróun Riot Games á síðustu árum, bæði út frá viðskiptalegum sjónarmiðum og með augum leikjageirans. 

Fræðslufundur: Hvað getum við lært af Riot Games?

Dagskrá:

Fræðslufundur Riot verður haldinn 20. maí nk.

Hvað getum við lært af Riot-Games  (20. maí kl. 17:00-19:00)
Fjallað verður um þróun fyrirtækisins Riot Games frá því  að það var sprotafyrirtæki þangað til að það varð leiðandi leikjafyrirtæki í heiminum. Sérstaklega verður fjallað um mikilvægi þess að frumkvöðlar láti sig dreyma stórt og láti drauma sína rætast.

Til að taka þátt, skráðu þig þá hér að neðan: