Lýsing námskeiðs og skráning

miniMBA-Gagnagreind og notkun gervigreindar

Metnaðarfullt nám hjá Akademias, í samstarfi við Huawei, fyrir alla þá sem hafa áhuga á að nýta rannsóknir, gögn og gervigreind til þess að efla rekstur, þjónustu og árangur. Margir hafa séð myndina Moneyball með Brad Pitt eða lesið bækurnar Freakonomics eftir Steven Levitt og Stephen Dubner, Factfulness eftir Hans Rosling o.fl. eða Competing on Analytics eftir Thomas Davenport. Námskeiðið snýst um að nýta gögn til þess að efla greiningar og ákvarðanatöku.

Þú lærir að:

  • Stjórna með gögn og greiningar sem grundvöll til árangurs
  • Vinna gögn út að gagnagreiningaraðferðum (data mining techniques)
  • Aðferðir til þess að vinna upplýsingar til ákvarðanatökunar
  • Að setja fram gögn fram með viðskiptagreind (BI – Business Intelligence)
  • Að taka ákvarðanir byggðar á gögnum

Námið er fyrir alla þá sem þurfa að vinna með gögn, ferla og stuðningskerfi fyrir ákvarðanatöku eða vinna í gagnadrifnum verkefnum eða fyrirtækjum. Allir stjórnendur þurfa í auknum mæli að hafa gagnagreind sem útgangspunkt í innra og ytra starfi fyrirtækja. 

Aðferðafræðin námsins byggir á hóp- og einstaklingsverkefnum, samtölum sérfræðinga og fyrirlestrum fólks úr akademíunni og atvinnulífinu. Tveir til þrír leiðbeinendur eru í hverjum áfanga, bæði úr akademíu og atvinnulífinu.

Námið er afar hagkvæmt og markmiðið er að þátttakendur geti byrjað að nota aðferðirnar, tól og tæki strax í sínum störfum. Námið er í boði staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.

 

Áfangar:

  1. Samkeppnihæfni byggð á upplýsingum og greiningum
  2. Gagnagreind – leiðir til þess að fá innsæi úr gögnum
  3. Gagnagreiningaraðferðir I
  4. Gagnagreiningaraðferðir II
  5. Ferlar sem nýta gögn
  6. Sjálfvirkniferli
  7. Viðskiptagreind (BI)
  8. Mælaborð stjórnandans (BI Platform)
  9. Verkefni í gagnagreind
  10. Ákvarðanataka byggð á gögnum
  11. Gagnadrifið fyrirtæki
  12. Viðskiptamódel byggð á gögnum

 

Leiðbeinendur á síðasta námskeiði voru meðal annarra:

Dr. Margrét V. Bjarnadóttir – Dósent við University of Maryland

Stefán Baxter - Framkvæmdastjóri Snjallgagna

Gamithra Marga – Sérfræðingur í samvinnu við CCP

Sveinn Hannesson – Framkvæmdastjóri Crayon á Íslandi

Ágúst Björnsson – Stofnandi ST2

Ágúst Einarsson – fv. framkvæmdastjóri Tempo

Sérfræðingar frá Huawei

Dr. Eyþór Ívar Jónsson – Forseti Akademias

* Fleiri en tíu leiðbeinendur taka þátt. Listinn verður uppfærður.

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námskeiðið hefst 1.nóvember 2023. Kennt verður í 5 vikur á miðvikudögum frá 13-16 og á fimmtudögum frá 9-12, fram til 30.nóvember.

Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23 eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námið er  30 klst., þ.e. 10 áfangar, 3 klst. hver áfangi.

Námsmat: Verkefni og hópverkefni unnin í tíma, einstaklingsheimaverkefni og heimapróf.

Námsgjöld: 290.000 kr. Snemmskráningarverð 240.000

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

 

Leiðbeinendur

Ágúst Björnsson, stofnandi Stragile

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Hoobla - Systir Akademias