Lýsing námskeiðs & skráning

Eloomi – Lærdómskerfi til árangurs

Akademias býður upp á námskeið í notkun Eloomi sem lærdómskerfi fyrir fyrirtæki. Námskeiðið er bæði í formi fræðslu og þjálfunar. Eloomi kerfið hefur á skömmum tíma náð fótfestu á íslenskum fyrirtækjamarkaði en hátt í hundrað íslensk fyrirtæki nota hugbúnaðinn til þess að stjórna þjálfun og fræðslu starfsmanna.  

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig íslensk og erlend fyrirtæki eru að nota Eloomi til þess að auka starfsánægju, þjálfun og þekkingu starfsmanna til þess að skapa árangursrík fyrirtæki. Á fyrri deginum verður farið yfir dæmi um notkun Eloomi hjá fyrirtækjum og seinni daginn gefst þátttakendum tækifæri að fá aðstoð við að þróa útfærslu Eloomi fyrir þau fyrirtæki sem þeir starfa hjá. Einnig gefst nemendum tækifæri til þess að segja frá stærstu áskorunum og fá leiðbeiningar um hvernig er best að yfirstíga þær.

Leiðbeinendur námsins eru þrír talsins sem eru allir sérfræðingar í Eloomi og lærdómsferlum fyrirtækja. Umsjónaraðilar námskeiðsins eru: Hildur Jóna Bergþórsdóttir, Athena Ragna Júlíusdóttir og Guðmundur Arnar Guðmundsson.

Hildur Jóna er sálfræðingur sem starfar við mannauðsmál hjá Landsvirkjun. Hún hefur starfað hjá Landsvirkjun frá árinu 2015 og var áður ráðgjafi hjá Gallup. Hildur hefur notað Eloomi frá árinu 2018 og á þeim tíma hitt mikið af mannauðsfólki sem er ýmist að íhuga að taka upp kerfið eða komið með kerfið en vantar aðstoð með næstu skref. Hildi finnst ótrúlega gaman að aðstoða fólk við að hámarka nýtingu sína á Eloomi.

Athena Ragna vinnur að velgengni viðskiptavina hjá Eloomi. Gagnastýrð mannauðsstjórnun og þróun fólks er hennar áhersla. Starf hennar sameinar stafræn verkfæri og gagnastjórnun til þess að skapa nýstárlegar mannauðslausnir fyrir fyrirtæki, sem styrkja nútíma vinnuafl.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, er framkvæmdastjóri Akademias og hefur stýrt innleiðingu á lærdómskerfum hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum og þróað lærdómsferli og umgjörð fræðslumála fyrirtækja.

Aðferðafræðin byggir á fyrirlestrum sérfræðinga, stuttum verkefnum og samræðum. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

Áfangar:

Dagur 1: 21 júní kl. 9:00 – 12:00
9:00 – 9:30 - Námskeiðið í hnotskurn
9:30 – 10:30 Hvað er Eloomi og hvernig eru fyrirtæki að nota kerfið
10:30 – 12:00 - Notkun Eloomi hjá íslenskum fyrirtækjum

Dagur 2: 22. júní kl. 9:00 – 12:00
9:00 – 10:00 Praktískt verkefni um notkun Eloomi
10:00  - 11:00 Praktísk vandamál sem nemendur standa frammi fyrir
11:00 – 11:45 Spurningar og svör um þróun Eloomi
11:45 – 12:00 Samantekt og mikilvæg atriði

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námskeiðið byrjar 21. júní 2021 kl. 9:00 og er kennt mánudaginn 21. júní kl. 9:00 – 12:00 og þriðjudaginn 22. júní kl. 9:00 – 12:00. 

Námskeiðið er kennt í stað- og fjarkennslu. Námskeiðið er 6 klst., þ.e. 2 áfangar, 3 klst. Hvor áfangi.  

Námsmat: Þátttaka.

Námskeiðagjald: 39.900 kr.

 

 

Leiðbeinendur

Athena Ragna frá Eloomi

Hildur Jóna frá Landsvirkjun